Algjörar „fríkaðstæður“ í hættulegri Laxá í Kjós Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2019 14:40 Svavar sýpur á kaffi við borð sem vanalega er á þurru landi. Ekki þessa dagana. „Við erum í algjörum fríkaðstæðum hérna,“ segir Svavar Hávarðsson veiðimaður um stöðu mála við Meðalfellsvatn í Kjós. Þar er bókstaflega allt á floti. Eitthvað sem veiðimenn á Íslandi hafa ekki átt að venjast í þurrkatíð í sumar. Nú er vandamálið þveröfugt. „Þetta fer úr því að vera náttúruhamfarir vegna vatnsskorts yfir í að vera flóð,“ segir Svavar. Svavar er við veiðar með bróður sínum Björgólfi og fleiri vinum sem sækja Laxá í Kjós heim árlega. Nú er áin, sem hefur gefið mörgum veiðimanninum góðan lax, hins vegar ekki falleg laxá heldur kolsvört af mold.Bræðurnir Björgólfur og Svavar brugðu á leik í morgun.Svavar telur líklegt að einhvers staðar hafi fallið skriða og nú sé áin eins og kakó. Algjörlega óveiðandi. „Hún er hreinlega hættuleg eins og hún er núna.“ Þó er ekki um algjöra fýluferð að ræða hjá þeim félögum. Hollið sem þeir eru í hefur veitt samanlegt átta laxa í Bugðu, í gærkvöldi og morgun, en Bugða rennur í Laxá í Kjós. Um er að ræða vinahóp sem hefur komið í veiðihúsið undanfarin sex til sjö ár. „Við höfum séð hana í flóði og alls konar. Þetta er algjörlega fordæmalaust.“Klippa: Allt á floti í Laxá í KjósFólk innlyksa í Langavatnsdal Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og þyrla Landhelgisgæslunnar sömuleiðis send vegna fólks sem varð innlyksa í Langavatnsdal. Vegurinn er í sundur nánast alls staðar þar sem hann liggur yfir ræsi. Björgunarsveitarfólk var ræst út um eittleytið en á þriðja tímanum var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Aðstæður eru þó svo erfiðar á vettvangi að ekki er ljóst hvort hægt sé að lenda þyrlunni. Reikna má með úrhellisrigningu á Vestfjörðum, Breiðafirði og Faxaflóka næstu daga.Uppfært klukkan 16:15Ferðamennirnir eru komnir til byggða.Vatnavextir eru gífurlegir í ánni.Björgólfur HávarðssonLaxá í Kjós er mikil veiðiá, en ekki í dag.Björgólfur HávarðssonHaraldur Eiríksson sem hefur selt veiðileyfi í ána í á þriðja áratug segist ekki muna eftir öðru eins vatnsmagi í ánni á veiðitíma.Björgólfur Hávarðsson Kjósarhreppur Veður Stangveiði Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
„Við erum í algjörum fríkaðstæðum hérna,“ segir Svavar Hávarðsson veiðimaður um stöðu mála við Meðalfellsvatn í Kjós. Þar er bókstaflega allt á floti. Eitthvað sem veiðimenn á Íslandi hafa ekki átt að venjast í þurrkatíð í sumar. Nú er vandamálið þveröfugt. „Þetta fer úr því að vera náttúruhamfarir vegna vatnsskorts yfir í að vera flóð,“ segir Svavar. Svavar er við veiðar með bróður sínum Björgólfi og fleiri vinum sem sækja Laxá í Kjós heim árlega. Nú er áin, sem hefur gefið mörgum veiðimanninum góðan lax, hins vegar ekki falleg laxá heldur kolsvört af mold.Bræðurnir Björgólfur og Svavar brugðu á leik í morgun.Svavar telur líklegt að einhvers staðar hafi fallið skriða og nú sé áin eins og kakó. Algjörlega óveiðandi. „Hún er hreinlega hættuleg eins og hún er núna.“ Þó er ekki um algjöra fýluferð að ræða hjá þeim félögum. Hollið sem þeir eru í hefur veitt samanlegt átta laxa í Bugðu, í gærkvöldi og morgun, en Bugða rennur í Laxá í Kjós. Um er að ræða vinahóp sem hefur komið í veiðihúsið undanfarin sex til sjö ár. „Við höfum séð hana í flóði og alls konar. Þetta er algjörlega fordæmalaust.“Klippa: Allt á floti í Laxá í KjósFólk innlyksa í Langavatnsdal Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og þyrla Landhelgisgæslunnar sömuleiðis send vegna fólks sem varð innlyksa í Langavatnsdal. Vegurinn er í sundur nánast alls staðar þar sem hann liggur yfir ræsi. Björgunarsveitarfólk var ræst út um eittleytið en á þriðja tímanum var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Aðstæður eru þó svo erfiðar á vettvangi að ekki er ljóst hvort hægt sé að lenda þyrlunni. Reikna má með úrhellisrigningu á Vestfjörðum, Breiðafirði og Faxaflóka næstu daga.Uppfært klukkan 16:15Ferðamennirnir eru komnir til byggða.Vatnavextir eru gífurlegir í ánni.Björgólfur HávarðssonLaxá í Kjós er mikil veiðiá, en ekki í dag.Björgólfur HávarðssonHaraldur Eiríksson sem hefur selt veiðileyfi í ána í á þriðja áratug segist ekki muna eftir öðru eins vatnsmagi í ánni á veiðitíma.Björgólfur Hávarðsson
Kjósarhreppur Veður Stangveiði Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira