Algjörar „fríkaðstæður“ í hættulegri Laxá í Kjós Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2019 14:40 Svavar sýpur á kaffi við borð sem vanalega er á þurru landi. Ekki þessa dagana. „Við erum í algjörum fríkaðstæðum hérna,“ segir Svavar Hávarðsson veiðimaður um stöðu mála við Meðalfellsvatn í Kjós. Þar er bókstaflega allt á floti. Eitthvað sem veiðimenn á Íslandi hafa ekki átt að venjast í þurrkatíð í sumar. Nú er vandamálið þveröfugt. „Þetta fer úr því að vera náttúruhamfarir vegna vatnsskorts yfir í að vera flóð,“ segir Svavar. Svavar er við veiðar með bróður sínum Björgólfi og fleiri vinum sem sækja Laxá í Kjós heim árlega. Nú er áin, sem hefur gefið mörgum veiðimanninum góðan lax, hins vegar ekki falleg laxá heldur kolsvört af mold.Bræðurnir Björgólfur og Svavar brugðu á leik í morgun.Svavar telur líklegt að einhvers staðar hafi fallið skriða og nú sé áin eins og kakó. Algjörlega óveiðandi. „Hún er hreinlega hættuleg eins og hún er núna.“ Þó er ekki um algjöra fýluferð að ræða hjá þeim félögum. Hollið sem þeir eru í hefur veitt samanlegt átta laxa í Bugðu, í gærkvöldi og morgun, en Bugða rennur í Laxá í Kjós. Um er að ræða vinahóp sem hefur komið í veiðihúsið undanfarin sex til sjö ár. „Við höfum séð hana í flóði og alls konar. Þetta er algjörlega fordæmalaust.“Klippa: Allt á floti í Laxá í KjósFólk innlyksa í Langavatnsdal Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og þyrla Landhelgisgæslunnar sömuleiðis send vegna fólks sem varð innlyksa í Langavatnsdal. Vegurinn er í sundur nánast alls staðar þar sem hann liggur yfir ræsi. Björgunarsveitarfólk var ræst út um eittleytið en á þriðja tímanum var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Aðstæður eru þó svo erfiðar á vettvangi að ekki er ljóst hvort hægt sé að lenda þyrlunni. Reikna má með úrhellisrigningu á Vestfjörðum, Breiðafirði og Faxaflóka næstu daga.Uppfært klukkan 16:15Ferðamennirnir eru komnir til byggða.Vatnavextir eru gífurlegir í ánni.Björgólfur HávarðssonLaxá í Kjós er mikil veiðiá, en ekki í dag.Björgólfur HávarðssonHaraldur Eiríksson sem hefur selt veiðileyfi í ána í á þriðja áratug segist ekki muna eftir öðru eins vatnsmagi í ánni á veiðitíma.Björgólfur Hávarðsson Kjósarhreppur Veður Stangveiði Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
„Við erum í algjörum fríkaðstæðum hérna,“ segir Svavar Hávarðsson veiðimaður um stöðu mála við Meðalfellsvatn í Kjós. Þar er bókstaflega allt á floti. Eitthvað sem veiðimenn á Íslandi hafa ekki átt að venjast í þurrkatíð í sumar. Nú er vandamálið þveröfugt. „Þetta fer úr því að vera náttúruhamfarir vegna vatnsskorts yfir í að vera flóð,“ segir Svavar. Svavar er við veiðar með bróður sínum Björgólfi og fleiri vinum sem sækja Laxá í Kjós heim árlega. Nú er áin, sem hefur gefið mörgum veiðimanninum góðan lax, hins vegar ekki falleg laxá heldur kolsvört af mold.Bræðurnir Björgólfur og Svavar brugðu á leik í morgun.Svavar telur líklegt að einhvers staðar hafi fallið skriða og nú sé áin eins og kakó. Algjörlega óveiðandi. „Hún er hreinlega hættuleg eins og hún er núna.“ Þó er ekki um algjöra fýluferð að ræða hjá þeim félögum. Hollið sem þeir eru í hefur veitt samanlegt átta laxa í Bugðu, í gærkvöldi og morgun, en Bugða rennur í Laxá í Kjós. Um er að ræða vinahóp sem hefur komið í veiðihúsið undanfarin sex til sjö ár. „Við höfum séð hana í flóði og alls konar. Þetta er algjörlega fordæmalaust.“Klippa: Allt á floti í Laxá í KjósFólk innlyksa í Langavatnsdal Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og þyrla Landhelgisgæslunnar sömuleiðis send vegna fólks sem varð innlyksa í Langavatnsdal. Vegurinn er í sundur nánast alls staðar þar sem hann liggur yfir ræsi. Björgunarsveitarfólk var ræst út um eittleytið en á þriðja tímanum var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Aðstæður eru þó svo erfiðar á vettvangi að ekki er ljóst hvort hægt sé að lenda þyrlunni. Reikna má með úrhellisrigningu á Vestfjörðum, Breiðafirði og Faxaflóka næstu daga.Uppfært klukkan 16:15Ferðamennirnir eru komnir til byggða.Vatnavextir eru gífurlegir í ánni.Björgólfur HávarðssonLaxá í Kjós er mikil veiðiá, en ekki í dag.Björgólfur HávarðssonHaraldur Eiríksson sem hefur selt veiðileyfi í ána í á þriðja áratug segist ekki muna eftir öðru eins vatnsmagi í ánni á veiðitíma.Björgólfur Hávarðsson
Kjósarhreppur Veður Stangveiði Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira