„Ég er hræðilegur dansari. En ég er ekki taktlaus, þannig að þetta er alls ekki vonlaust verkefni fyrir Jón Eyþór,“ segir Manuela en Jón verður hennar dansfélagi í vetur. „Ég treysti honum bara og þá getur þetta ekki klikkað.“
„Ég hef dansað áður en ég hef aldrei á ævinni dansað samkvæmisdansa og mín danstilþrif hingað til eru ekki eitthvað sem ég myndi bera á borð fyrir alþjóð.“
Manuela segist vera mjög stressuð fyrir verkefninu.
„En ef ég væri ekki stressuð þá væri ég líklegast stressuð yfir að vera ekki stressuð. Er svolítið stressuð týpa sem sagt. Ég legg nú ekki í vana minn að tapa, en hvernig ég skilgreini sigur er annað mál. Ég held að það sé ákveðinn sigur að fara í gegnum þetta ferli og ég er mjög þakklát fyrir tækifærið og spennt fyrir þessum tíma.“