Fagna afdráttarlausri yfirlýsingu um að frásögnum þeirra allra sé trúað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. september 2019 21:30 Þær Anna Sigríður Helgadóttir, Elín Sigrún Jónsdóttir, Rósa Kristjánsdóttir, Guðný Hallgrímsdóttir og Guðbjörg Ingólfsdóttir kærðu áreitni séra Ólafs Jóhannssonar. fréttablaðið/stefán „Ég er afskaplega þakklát fyrir þessa yfirlýsingu. Mér finnst vera að mál að linni, það er afskaplega mikilvægt að fá þessa yfirlýsingu og ég upplifi þetta sem lok á þessu máli. Það er okkur öllum afskaplega mikilvægt að fá þessa afdráttarlausu niðurstöðu kirkjunnar að sögu okkar sé trúað. Það finnst mér vera það allra mikilvægasta í þessari yfirlýsingu.“ Þetta segir Elín Sigrún Jónsdóttir, ein kvennanna fimm sem kærðu áreitni séra Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, um yfirlýsingu sem biskup Íslands og vígslubiskuparnir tveir sendu frá sér vegna málsins í dag. Í yfirlýsingunni kom fram að biskuparnir trúa sögum kvennanna fimm. Þá var einnig greint frá því að málinu væri lokið og að Ólafur hefði verið leystur frá embætti sem sóknarprestur með sameiningu tveggja prestkalla. Konurnar áttu tvo fundi með biskupi á þessu ári vegna málsins, annars vegar í maí og hins vegar í ágúst. Forsagan er sú að biskup sendi Ólaf í leyfi sumarið 2017 vegna ásakana kvenna um ósæmilega hegðun hans í þeirra garð á kirkjulegum vettvangi.Vildu koma upplýsingum um hegðun Ólafs til biskups Fimm konur kærðu hann og tók kirkjan á málinu veturinn 2017. Að endingu komst úrskurðar- og áfrýjunarnefnd Þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu að Ólafur hefði brotið gegn tveimur kvennanna, það er að í háttsemi hans hefði falist siðferðisbrot, meðal annars með því að faðma konurnar og lyft þeim upp og kysst þær á kinnarnar án samþykkis. Ekki var fallist á að um kynferðisbrot hefði verið að ræða. Í báðum þessum málum var um ítrekuð brot að ræða en í hinum þremur var um að ræða einstakt tilvik. „Við vorum náttúrulega allar mjög slegnar yfir þessari niðurstöðu að það væri í lagi að fremja brot einu sinni en ekki oftar. Þannig að við vorum mjög samstíga í því að við töldum þá úrskurði vera ranga. Það vakti aldrei neitt annað fyrir okkur, tilgangurinn með því að kæra þessa háttsemi var fyrst og fremst sá að koma þessum upplýsingum um hegðun þessa manns til biskups. Það var okkar tilgangur og okkar eina verkefni,“ segir Elín og bætir við að yfirlýsing kirkjunnar í dag sé konunum mikilvæg.Gott að finna að allir biskupar landsins skrifa undir yfirlýsinguna Undir það tekur Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra með starfsstöð í Grensáskirkju, sem einnig kærði séra Ólaf. Guðný segir yfirlýsinguna skipta gríðarlega miklu máli og kveðst telja að hún geti talað fyrir hönd kvennanna allra þegar hún segir að þær fagni yfirlýsingunni. Hún hefði þó mátt koma fyrr en það sé gott að hún sé komin. „Það sem skiptir okkur konurnar mjög miklu máli er að það sé sagt opinberlega að okkur sé trúað. Það er gífurlega mikið atriði í allri svona heilun og að við náum að byggja okkur upp að nýju að við finnum að okkur sé trúað,“ segir Guðný. Þá segir hún það ósköp gott að finna að allir biskupar landsins skrifi undir yfirlýsingum. „Það getur eiginlega ekki orðið sterkara en svo finnst mér líka mjög mikilvægt að kirkjan sem stofnun ætlar að reyna að læra af þessu og það var markmiðið hjá okkur konunum, að vekja máls á því sem illa hafði farið einmitt til þess að það myndi ekki gerast aftur,“ segir Guðný.Vilji hjá kirkjunni til að læra af málinu og gera betur Hún segir að það megi ekki gleymast að Þjóðkirkjan hafði ekki áður þurft að taka á sambærilegu máli, það er þar sem kollegi kærir kollega. „Við erum þetta margar konur, allar sterkar, í góðum stöðum og trúverðugar. Kirkjan hefur bara aldrei þurft að takast á við þetta og það má heldur ekki gleyma því að hún sem stofnun, þar var ekki vitað hvernig ætti að taka á þessu. Ég er alveg hundrað prósent viss um að það voru allir að reyna að gera sitt besta í góðri trú en við bara vissum ekki betur. Hins vegar vitum við betur núna og maður sér það alveg á þessari yfirlýsingu að það er hundrað prósent vilji til þess að læra af þessu og gera betur. Það held ég að sé gott fyrir kirkjuna í heild,“ segir Guðný. Þá segir hún það sterkt og mikilvægt atriði fyrir framtíðina að frásögnum þeirra allra fimm sé trúað. „Það skiptir öllu máli og það skiptir líka svo miklu máli að sú manneskja sem stígur fram finni strax að mál hennar fara í faglegan og réttan farveg. Það verður þá vonandi núna og ég vona það að þær manneskjur, hvort sem eru karlar eða konur þarna úti, líti á þetta sem hvatningu til að láta ekki brjóta á sér og að mörk þeirra séu virt. Ég held að það skipti rosalega miklu máli,“ segir Guðný. Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Séra Ólafur hunsar óskir biskups og snýr aftur til starfa Séra Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í Grensáskirkju hyggst ekki verða við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til starfa út mánuðinn, eða þangað til embætti hans verður lagt niður með sameiningu prestakalla í Fossvogi. 14. maí 2019 17:31 Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00 Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04 Segir séra Ólaf loksins að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna Þyrí Halla Steingrímsdóttir, lögmaður kvennanna fimm sem sökuðu séra Ólaf Jóhannsson sóknarprest í Grensáskirkju, furðar sig verulega á framkomu Ólafs og lögmanns hans undanfarna daga. 15. maí 2019 14:43 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Ég er afskaplega þakklát fyrir þessa yfirlýsingu. Mér finnst vera að mál að linni, það er afskaplega mikilvægt að fá þessa yfirlýsingu og ég upplifi þetta sem lok á þessu máli. Það er okkur öllum afskaplega mikilvægt að fá þessa afdráttarlausu niðurstöðu kirkjunnar að sögu okkar sé trúað. Það finnst mér vera það allra mikilvægasta í þessari yfirlýsingu.“ Þetta segir Elín Sigrún Jónsdóttir, ein kvennanna fimm sem kærðu áreitni séra Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, um yfirlýsingu sem biskup Íslands og vígslubiskuparnir tveir sendu frá sér vegna málsins í dag. Í yfirlýsingunni kom fram að biskuparnir trúa sögum kvennanna fimm. Þá var einnig greint frá því að málinu væri lokið og að Ólafur hefði verið leystur frá embætti sem sóknarprestur með sameiningu tveggja prestkalla. Konurnar áttu tvo fundi með biskupi á þessu ári vegna málsins, annars vegar í maí og hins vegar í ágúst. Forsagan er sú að biskup sendi Ólaf í leyfi sumarið 2017 vegna ásakana kvenna um ósæmilega hegðun hans í þeirra garð á kirkjulegum vettvangi.Vildu koma upplýsingum um hegðun Ólafs til biskups Fimm konur kærðu hann og tók kirkjan á málinu veturinn 2017. Að endingu komst úrskurðar- og áfrýjunarnefnd Þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu að Ólafur hefði brotið gegn tveimur kvennanna, það er að í háttsemi hans hefði falist siðferðisbrot, meðal annars með því að faðma konurnar og lyft þeim upp og kysst þær á kinnarnar án samþykkis. Ekki var fallist á að um kynferðisbrot hefði verið að ræða. Í báðum þessum málum var um ítrekuð brot að ræða en í hinum þremur var um að ræða einstakt tilvik. „Við vorum náttúrulega allar mjög slegnar yfir þessari niðurstöðu að það væri í lagi að fremja brot einu sinni en ekki oftar. Þannig að við vorum mjög samstíga í því að við töldum þá úrskurði vera ranga. Það vakti aldrei neitt annað fyrir okkur, tilgangurinn með því að kæra þessa háttsemi var fyrst og fremst sá að koma þessum upplýsingum um hegðun þessa manns til biskups. Það var okkar tilgangur og okkar eina verkefni,“ segir Elín og bætir við að yfirlýsing kirkjunnar í dag sé konunum mikilvæg.Gott að finna að allir biskupar landsins skrifa undir yfirlýsinguna Undir það tekur Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra með starfsstöð í Grensáskirkju, sem einnig kærði séra Ólaf. Guðný segir yfirlýsinguna skipta gríðarlega miklu máli og kveðst telja að hún geti talað fyrir hönd kvennanna allra þegar hún segir að þær fagni yfirlýsingunni. Hún hefði þó mátt koma fyrr en það sé gott að hún sé komin. „Það sem skiptir okkur konurnar mjög miklu máli er að það sé sagt opinberlega að okkur sé trúað. Það er gífurlega mikið atriði í allri svona heilun og að við náum að byggja okkur upp að nýju að við finnum að okkur sé trúað,“ segir Guðný. Þá segir hún það ósköp gott að finna að allir biskupar landsins skrifi undir yfirlýsingum. „Það getur eiginlega ekki orðið sterkara en svo finnst mér líka mjög mikilvægt að kirkjan sem stofnun ætlar að reyna að læra af þessu og það var markmiðið hjá okkur konunum, að vekja máls á því sem illa hafði farið einmitt til þess að það myndi ekki gerast aftur,“ segir Guðný.Vilji hjá kirkjunni til að læra af málinu og gera betur Hún segir að það megi ekki gleymast að Þjóðkirkjan hafði ekki áður þurft að taka á sambærilegu máli, það er þar sem kollegi kærir kollega. „Við erum þetta margar konur, allar sterkar, í góðum stöðum og trúverðugar. Kirkjan hefur bara aldrei þurft að takast á við þetta og það má heldur ekki gleyma því að hún sem stofnun, þar var ekki vitað hvernig ætti að taka á þessu. Ég er alveg hundrað prósent viss um að það voru allir að reyna að gera sitt besta í góðri trú en við bara vissum ekki betur. Hins vegar vitum við betur núna og maður sér það alveg á þessari yfirlýsingu að það er hundrað prósent vilji til þess að læra af þessu og gera betur. Það held ég að sé gott fyrir kirkjuna í heild,“ segir Guðný. Þá segir hún það sterkt og mikilvægt atriði fyrir framtíðina að frásögnum þeirra allra fimm sé trúað. „Það skiptir öllu máli og það skiptir líka svo miklu máli að sú manneskja sem stígur fram finni strax að mál hennar fara í faglegan og réttan farveg. Það verður þá vonandi núna og ég vona það að þær manneskjur, hvort sem eru karlar eða konur þarna úti, líti á þetta sem hvatningu til að láta ekki brjóta á sér og að mörk þeirra séu virt. Ég held að það skipti rosalega miklu máli,“ segir Guðný.
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Séra Ólafur hunsar óskir biskups og snýr aftur til starfa Séra Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í Grensáskirkju hyggst ekki verða við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til starfa út mánuðinn, eða þangað til embætti hans verður lagt niður með sameiningu prestakalla í Fossvogi. 14. maí 2019 17:31 Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00 Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04 Segir séra Ólaf loksins að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna Þyrí Halla Steingrímsdóttir, lögmaður kvennanna fimm sem sökuðu séra Ólaf Jóhannsson sóknarprest í Grensáskirkju, furðar sig verulega á framkomu Ólafs og lögmanns hans undanfarna daga. 15. maí 2019 14:43 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Séra Ólafur hunsar óskir biskups og snýr aftur til starfa Séra Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í Grensáskirkju hyggst ekki verða við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til starfa út mánuðinn, eða þangað til embætti hans verður lagt niður með sameiningu prestakalla í Fossvogi. 14. maí 2019 17:31
Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00
Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04
Segir séra Ólaf loksins að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna Þyrí Halla Steingrímsdóttir, lögmaður kvennanna fimm sem sökuðu séra Ólaf Jóhannsson sóknarprest í Grensáskirkju, furðar sig verulega á framkomu Ólafs og lögmanns hans undanfarna daga. 15. maí 2019 14:43