„Oft erfitt að gera greinarmun á einmiðlum og fjölmiðlum,“ segir forsætisráðherra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. september 2019 14:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs segir mikilvægt að gera greinarmund á einmiðlum og fjölmiðlum. Vísir/vilhelm Falsfréttir eru oft einfaldar, höfða til tilfinninga fólks og breiðast gjarnan út með ógnarhraða. Það getur haft gríðarleg áhrif á lýðræði og stjórnmálaumræðu segir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs. Framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir afar mikilvægt að kortleggja þær fjölþáttaógnir sem steðja að samfélaginu á netinu. „Falsfréttir eða upplýsingaóreiða eiga oft greiðari leið að huga fólks. Þær byggja oft á tilfinningum, eru oft einfaldar og fela ekki í sér flóknar útskýringar sem því miður eru oft hluti að raunveruleikanum. Það er auðvelt að dreifa þeim en getur haft gríðarleg áhrif á alla stjórnmálaumræðu í landinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Þjóðaröryggisráðs á fundi um fjölþáttaógnir sem fram fór í Norræna húsinu í morgun. Hún segir samfélagsmiðla og gervigreind markvisst notuð til að dreifa slíkum fréttum. „Í pólitískum kosningum höfum við séð upplýsingum dreift með markvissum hætti til tiltekinna hópa. Samfélagsmiðlar og netið hafa breytt í grundvallaratriðum grafið undan starfsemi hefðbundinna fjölmiðla sem eiga undir högg að sækja og erfitt er að gera greinarmun á því hvenær við erum að nýta okkur hefðbundna fjölmiðla og hvenær þetta eru bara einmiðlar,“ segir Katrín.Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir mikilvægt að kortleggja stöðuna varðandi fjölþátta ógnir á netinu hér á landi.Þarf að kortleggja stöðuna hér á landi Á fundum var einnig rætt um netárásir og áróður sem miðaður er að ákveðnum hópum gegnum samfélagsmiðla. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir mikilvægt að kanna þennan vand heildrænt. „Það vantar hér á landi að kortleggja stöðuna. Þetta mál er áberandi í stjórnmálaumræðu í löndunum í kringum okkur. Við sjáum að reynt hefur verið að hafa áhrif á kosningar með áróðri og falsfréttum t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum,“ segir Elfa. Elfa segir jafnframt að mikilvægt að almenningur, fyrirtæki og stofnir séu meðvituð um þær ógnir sem steðji að á netinu. „Það er mikilvægt að efla samstarf við samfélagsmiðla og leitarvélar. Þá þarf að auka þekkingu fólks á þessum málum, auka miðlalæsi og gagnrýna hugsun,“ segir Elfa. Nýlegt dæmi um falsfréttir á vefnum er falsfrétt um Bitcoin og tenging við vefsíður sem ekki eru til. „Þarna er verið að blekkja fólk og búa til vefsíður sem líta út eins og íslenskir fjölmiðlar. Þegar farið er inná þetta er eitthvað allt annað á bak við þær,“ segir Elfa. Fjölmiðlar Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Falsfréttir eru oft einfaldar, höfða til tilfinninga fólks og breiðast gjarnan út með ógnarhraða. Það getur haft gríðarleg áhrif á lýðræði og stjórnmálaumræðu segir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs. Framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir afar mikilvægt að kortleggja þær fjölþáttaógnir sem steðja að samfélaginu á netinu. „Falsfréttir eða upplýsingaóreiða eiga oft greiðari leið að huga fólks. Þær byggja oft á tilfinningum, eru oft einfaldar og fela ekki í sér flóknar útskýringar sem því miður eru oft hluti að raunveruleikanum. Það er auðvelt að dreifa þeim en getur haft gríðarleg áhrif á alla stjórnmálaumræðu í landinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Þjóðaröryggisráðs á fundi um fjölþáttaógnir sem fram fór í Norræna húsinu í morgun. Hún segir samfélagsmiðla og gervigreind markvisst notuð til að dreifa slíkum fréttum. „Í pólitískum kosningum höfum við séð upplýsingum dreift með markvissum hætti til tiltekinna hópa. Samfélagsmiðlar og netið hafa breytt í grundvallaratriðum grafið undan starfsemi hefðbundinna fjölmiðla sem eiga undir högg að sækja og erfitt er að gera greinarmun á því hvenær við erum að nýta okkur hefðbundna fjölmiðla og hvenær þetta eru bara einmiðlar,“ segir Katrín.Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir mikilvægt að kortleggja stöðuna varðandi fjölþátta ógnir á netinu hér á landi.Þarf að kortleggja stöðuna hér á landi Á fundum var einnig rætt um netárásir og áróður sem miðaður er að ákveðnum hópum gegnum samfélagsmiðla. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir mikilvægt að kanna þennan vand heildrænt. „Það vantar hér á landi að kortleggja stöðuna. Þetta mál er áberandi í stjórnmálaumræðu í löndunum í kringum okkur. Við sjáum að reynt hefur verið að hafa áhrif á kosningar með áróðri og falsfréttum t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum,“ segir Elfa. Elfa segir jafnframt að mikilvægt að almenningur, fyrirtæki og stofnir séu meðvituð um þær ógnir sem steðji að á netinu. „Það er mikilvægt að efla samstarf við samfélagsmiðla og leitarvélar. Þá þarf að auka þekkingu fólks á þessum málum, auka miðlalæsi og gagnrýna hugsun,“ segir Elfa. Nýlegt dæmi um falsfréttir á vefnum er falsfrétt um Bitcoin og tenging við vefsíður sem ekki eru til. „Þarna er verið að blekkja fólk og búa til vefsíður sem líta út eins og íslenskir fjölmiðlar. Þegar farið er inná þetta er eitthvað allt annað á bak við þær,“ segir Elfa.
Fjölmiðlar Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira