„Hið eina sem hún getur ekki er að láta eins og ekkert hafi gerst“ Eiður Þór Árnason skrifar 15. september 2019 08:30 Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um óánægju með Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Össur Skarphéðinsson kallar eftir viðbrögðum dómsmálaráðherra vegna málsins. Fréttablaðið/Anton Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður, kallar eftir því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra bregðist við þeim ummælum sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri lét falla í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í gær. Þar hélt Haraldur því fram að markvisst væri reynt að hrekja hann úr embætti og til þess hafi lögreglumenn, sem kunni ekki að meta það þegar tekið sé á þeirra málum hjá embættinu, farið fram með rógburð og ósannindi.Sjá einnig: Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar„Nýr dómsmálaráðherra verður annað hvort að láta rannsaka hvaða rök liggja að baki svo alvarlegri ásökun eða skipta um ríkislögreglustjóra með hraði,“ sagði Össur í Facebook-færslu sinni í gær. Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um óánægju með Harald Johannessen ríkislögreglustjóra en Landssamband lögreglumanna og nokkur félög innan þess hafa greint frá mikilli óánægju með nokkra þætti í rekstri embættisins, meðal annars í bíla- og fatamálum. Leggja á niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra um áramótin og stendur til að ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. Þá hefur því verið haldið fram að Haraldur gangi fram með ógnar- og óttastjórnun.Sjá einnig: Segir yfirlýsingar lögreglufélaga ámælisverðar„Ríkislögreglustjóri fullyrðir í dag í viðtali við dagblað sem aldrei lýgur að spilling ríki innan lögreglunnar. Þetta virkar galið en engar forsendur hef ég til að efast um að ríkislögreglustjóri sé með réttu ráði. Viðtalið ber líka með sér að hin fordæmalausa og sögulega yfirlýsing um spillta lögreglu hafi verið sett fram að yfirlögðu ráði. Hvernig ætlar dómsmálaráðherrann að bregðast við? Hún getur ekki setið aðgerðalaus,“ sagði Össur jafnframt. Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur sagði í samtali við fréttastofu í gær að framkoma Haraldar í umræddu viðtali væri honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast.Sjá einnig: Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer framÖssur Skarphéðinsson segir málið vera alvarlegt og kalla á viðbrögð. „Hið eina sem hún getur ekki er að láta eins og ekkert hafi gerst. Málið er of alvarlegt til þess. Ef rannsókn leiðir í ljós að yfirlýsing ríkislögreglustjóra á við rök að styðjast er gott til að þess að vita að nýi dómsmálaráðherrann er vösk og líkleg til að láta hendur standa fram úr ermum við að hreinsa til í löggunni. Ef niðurstaðan er á annan veg verður staða ríkislögreglustjóra væntanlega auglýst á næstunni," bætti Össur við. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Þingmaður segir viðbrögð ríkislögreglustjóra óásættanleg Björn Leví segir Haraldar Johannessen vilja skjóta sendiboðann. 13. september 2019 10:22 Ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðherra funda í næstu viku Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir fundi með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og mun fundurinn fara fram í næstu viku að sögn ráðherra. Þar verða málefni embættisins til umræðu. 13. september 2019 23:30 Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður, kallar eftir því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra bregðist við þeim ummælum sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri lét falla í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í gær. Þar hélt Haraldur því fram að markvisst væri reynt að hrekja hann úr embætti og til þess hafi lögreglumenn, sem kunni ekki að meta það þegar tekið sé á þeirra málum hjá embættinu, farið fram með rógburð og ósannindi.Sjá einnig: Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar„Nýr dómsmálaráðherra verður annað hvort að láta rannsaka hvaða rök liggja að baki svo alvarlegri ásökun eða skipta um ríkislögreglustjóra með hraði,“ sagði Össur í Facebook-færslu sinni í gær. Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um óánægju með Harald Johannessen ríkislögreglustjóra en Landssamband lögreglumanna og nokkur félög innan þess hafa greint frá mikilli óánægju með nokkra þætti í rekstri embættisins, meðal annars í bíla- og fatamálum. Leggja á niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra um áramótin og stendur til að ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. Þá hefur því verið haldið fram að Haraldur gangi fram með ógnar- og óttastjórnun.Sjá einnig: Segir yfirlýsingar lögreglufélaga ámælisverðar„Ríkislögreglustjóri fullyrðir í dag í viðtali við dagblað sem aldrei lýgur að spilling ríki innan lögreglunnar. Þetta virkar galið en engar forsendur hef ég til að efast um að ríkislögreglustjóri sé með réttu ráði. Viðtalið ber líka með sér að hin fordæmalausa og sögulega yfirlýsing um spillta lögreglu hafi verið sett fram að yfirlögðu ráði. Hvernig ætlar dómsmálaráðherrann að bregðast við? Hún getur ekki setið aðgerðalaus,“ sagði Össur jafnframt. Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur sagði í samtali við fréttastofu í gær að framkoma Haraldar í umræddu viðtali væri honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast.Sjá einnig: Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer framÖssur Skarphéðinsson segir málið vera alvarlegt og kalla á viðbrögð. „Hið eina sem hún getur ekki er að láta eins og ekkert hafi gerst. Málið er of alvarlegt til þess. Ef rannsókn leiðir í ljós að yfirlýsing ríkislögreglustjóra á við rök að styðjast er gott til að þess að vita að nýi dómsmálaráðherrann er vösk og líkleg til að láta hendur standa fram úr ermum við að hreinsa til í löggunni. Ef niðurstaðan er á annan veg verður staða ríkislögreglustjóra væntanlega auglýst á næstunni," bætti Össur við.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Þingmaður segir viðbrögð ríkislögreglustjóra óásættanleg Björn Leví segir Haraldar Johannessen vilja skjóta sendiboðann. 13. september 2019 10:22 Ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðherra funda í næstu viku Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir fundi með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og mun fundurinn fara fram í næstu viku að sögn ráðherra. Þar verða málefni embættisins til umræðu. 13. september 2019 23:30 Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Þingmaður segir viðbrögð ríkislögreglustjóra óásættanleg Björn Leví segir Haraldar Johannessen vilja skjóta sendiboðann. 13. september 2019 10:22
Ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðherra funda í næstu viku Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir fundi með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og mun fundurinn fara fram í næstu viku að sögn ráðherra. Þar verða málefni embættisins til umræðu. 13. september 2019 23:30
Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00
Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13