Eitt til tvö börn fæðist árlega í fráhvörfum frá fíkniefnum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. september 2019 19:00 Talið er að eitt til tvö börn fæðist árlega á íslandi í fráhvörfum frá fíkniefnum, en hátt í tuttugu konur eru í neyslu hluta úr meðgöngu á hverju ári að sögn sérfræðiljósmóður. Það bráðvanti úrræði fyrir þær sem ekki ná að hætta á meðgöngu til að minnka skaðann fyrir þær og börnin. Þá eru þetta með erfiðari málum sem barnaverndaryfirvöld fást við að sögn forstjóra Barnaverndarstofu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um mál ungrar konu sem eignaðist stúlkubarn í vikunni en til stendur að barnavernd taki af henni barnið á næstu dögum. Konan, sem glímir við mikinn fíknivanda, féll á meðgöngu en með aðstoð komst hún á beinu brautina. „Nefndirnar hafa ekki tekið börn af sænginni nema þau hafi talið þau í mjög bráðri hættu og það sé algjörlega útilokað að það sé hægt að tryggja öryggi barnsins á heimili með eftirliti,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Fréttablaðið/Anton BrinkÞegar barnaverndaryfirvöld fái upplýsingar um að þunguð kona sé í neyslu sé reynt að grípa inn í. Afleiðingar á barnið geta verið misjafnar eftir því hvaða vímuefni móðirin notaði. „Allir vímugjafar geta valdið því að börnin fæðist fyrir tímann og eins að þau verði vaxtarskert eða fæðist of létt,“ segir Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóðir. Þá hafi flest vímuefni áhrif á taugaþroska barna. Valgerður segir að árlega séu um fimmtíu óléttar konur sem leiti til eða sé vísað til kvennadeildar Landspítalans vegna fíknivanda. Langflestum takist, með aðstoð, að hætta stuttu eftir að þær uppgötva þungun. Sérstakt fíkni- og geðteymi á kvennadeildinni komi þeim í meðferð. Þá séu á bilinu tíu til tuttugu konur á hverju ári sem ekki tekst að hætta alveg strax og noti vímuefni í einhvern tíma á meðgöngu. Ein til fjórar konur noti vímuefni alla meðgönguna. „Þær ráða ekki við að hætta. Ég hef enga konu hitt sem vill ekki hætta.“ Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóðirHún segir að það bráðvanti úrræði fyrir þann hóp. „Eitthvað athvarf sem væri hægt að bjóða þeim að koma í til að halda utan um þær og minnka þá skaðann bæði fyrir þær sjálfar og barnið,“ segir Valgerður en þegar meðferðarúrræðum sleppur tekur ekkert við. Þá þurfi þær meira utanumhald en á áfangaheimilum. Börn þessara kvenna geta fæðst í fráhvörfum en það fer eftir því hvaða vímuefni móðirin notaði. Valgerður áætlar að árlega fæðist eitt til tvö börn í fráhvörfum. Heiða segir að mál af þessum toga séu með þeim erfiðari sem barnaverndaryfirvöld fáist við. „Gríðarlega sorglegt að sjá þessi börn í því ástandi sem þau eru og veita þeim hjálparhönd og það er náttúrulega frumskylda barnaverndaryfirvalda að tryggja það að þessi börn haldi lífi og að þau dafni sem best,“ segir Heiða Björg. Barnavernd Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Talið er að eitt til tvö börn fæðist árlega á íslandi í fráhvörfum frá fíkniefnum, en hátt í tuttugu konur eru í neyslu hluta úr meðgöngu á hverju ári að sögn sérfræðiljósmóður. Það bráðvanti úrræði fyrir þær sem ekki ná að hætta á meðgöngu til að minnka skaðann fyrir þær og börnin. Þá eru þetta með erfiðari málum sem barnaverndaryfirvöld fást við að sögn forstjóra Barnaverndarstofu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um mál ungrar konu sem eignaðist stúlkubarn í vikunni en til stendur að barnavernd taki af henni barnið á næstu dögum. Konan, sem glímir við mikinn fíknivanda, féll á meðgöngu en með aðstoð komst hún á beinu brautina. „Nefndirnar hafa ekki tekið börn af sænginni nema þau hafi talið þau í mjög bráðri hættu og það sé algjörlega útilokað að það sé hægt að tryggja öryggi barnsins á heimili með eftirliti,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Fréttablaðið/Anton BrinkÞegar barnaverndaryfirvöld fái upplýsingar um að þunguð kona sé í neyslu sé reynt að grípa inn í. Afleiðingar á barnið geta verið misjafnar eftir því hvaða vímuefni móðirin notaði. „Allir vímugjafar geta valdið því að börnin fæðist fyrir tímann og eins að þau verði vaxtarskert eða fæðist of létt,“ segir Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóðir. Þá hafi flest vímuefni áhrif á taugaþroska barna. Valgerður segir að árlega séu um fimmtíu óléttar konur sem leiti til eða sé vísað til kvennadeildar Landspítalans vegna fíknivanda. Langflestum takist, með aðstoð, að hætta stuttu eftir að þær uppgötva þungun. Sérstakt fíkni- og geðteymi á kvennadeildinni komi þeim í meðferð. Þá séu á bilinu tíu til tuttugu konur á hverju ári sem ekki tekst að hætta alveg strax og noti vímuefni í einhvern tíma á meðgöngu. Ein til fjórar konur noti vímuefni alla meðgönguna. „Þær ráða ekki við að hætta. Ég hef enga konu hitt sem vill ekki hætta.“ Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóðirHún segir að það bráðvanti úrræði fyrir þann hóp. „Eitthvað athvarf sem væri hægt að bjóða þeim að koma í til að halda utan um þær og minnka þá skaðann bæði fyrir þær sjálfar og barnið,“ segir Valgerður en þegar meðferðarúrræðum sleppur tekur ekkert við. Þá þurfi þær meira utanumhald en á áfangaheimilum. Börn þessara kvenna geta fæðst í fráhvörfum en það fer eftir því hvaða vímuefni móðirin notaði. Valgerður áætlar að árlega fæðist eitt til tvö börn í fráhvörfum. Heiða segir að mál af þessum toga séu með þeim erfiðari sem barnaverndaryfirvöld fáist við. „Gríðarlega sorglegt að sjá þessi börn í því ástandi sem þau eru og veita þeim hjálparhönd og það er náttúrulega frumskylda barnaverndaryfirvalda að tryggja það að þessi börn haldi lífi og að þau dafni sem best,“ segir Heiða Björg.
Barnavernd Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent