Annar handtekinn í tengslum við morðið á Karolin Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. september 2019 16:29 Karolin Hakim var skotin til bana í Malmö þann 26. ágúst síðastliðinn. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í dag, grunaður um aðild að morðinu á Karolin Hakim. Maðurinn var yfirheyrður nú sídegis en hann neitar sök. Morðið á Hakim hefur vakið mikla athygli, en hún var skotin til bana í hverfinu Ribergsborg í Malmö í lok ágúst. Maður gekk upp að henni, þar sem hún hélt á ungbarni sínu, og skaut hana í höfuðið. Haft er eftir saksóknaranum Pär Andersson á vef sænska ríkisútvarpsins að skipulagning ódæðisins hafi tekið sex daga. Lögregluyfirvöld telja að barnsfaðir Karolin hafi verið skotmark árásarinnar, en hann hefur áður verið dæmdur fyrir aðild sína að einu stærsta ráni í sögu Danmerkur. Maðurinn sem handtekinn var í dag er 23 ára gamall og hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Að sögn saksóknara er talið líklegt að maðurinn muni reyna að koma sönnunargögnum undan sem geti torveldað rannsókn málsins. Hann er sem fyrr segir grunaður um aðild að morðinu, sem og gróft vopnalagabrot á tímabilinu 21. til 26. ágúst - daginn sem Karolin Hakim var skotin til bana.Sjá einnig: Morðið í Malmö: Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir Sænska ríkisútvarpið segir manninn búsettan í Malmö og hafa tíu sinnum komist í kast við lögin, oftast fyrir umferðarlagabrot en einnig fyrir líkamsárás og brot á skilorði. Aukinheldur á hann að hafa verið starfsmaður skóla í Malmö undanfarin ár, auk þess sem hann á að hafa leikið knattspyrnu með einu af liðum borgarinnar. Nítján ára karlmanni var sleppt úr haldi í upphafi mánaðarins, en hann hafði verið handtekinn í tengslum við morðið á Karolin. Hann var handtekinn því hann er skráður eigandi bílsins sem morðinginn notaði til að flýja af vettvangi. Bíllinn fannst nokkru frá morðstaðnum þar sem búið var að kveikja í honum. Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Morðið í Malmö: Barnsfaðir konunnar hafði verið dæmdur fyrir eitt stærsta rán í sögu Danmerkur Konan var læknir og nýbökuð móðir. 27. ágúst 2019 14:39 Morðið í Malmö: Nítján ára manninum sleppt úr gæsluvarðhaldi Nítján ára manni hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í Malmö. 5. september 2019 10:24 Morðið í Malmö: Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir Fjöldi varð vitni að því þegar hún var skotin síðasta mánudag 1. september 2019 18:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í dag, grunaður um aðild að morðinu á Karolin Hakim. Maðurinn var yfirheyrður nú sídegis en hann neitar sök. Morðið á Hakim hefur vakið mikla athygli, en hún var skotin til bana í hverfinu Ribergsborg í Malmö í lok ágúst. Maður gekk upp að henni, þar sem hún hélt á ungbarni sínu, og skaut hana í höfuðið. Haft er eftir saksóknaranum Pär Andersson á vef sænska ríkisútvarpsins að skipulagning ódæðisins hafi tekið sex daga. Lögregluyfirvöld telja að barnsfaðir Karolin hafi verið skotmark árásarinnar, en hann hefur áður verið dæmdur fyrir aðild sína að einu stærsta ráni í sögu Danmerkur. Maðurinn sem handtekinn var í dag er 23 ára gamall og hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Að sögn saksóknara er talið líklegt að maðurinn muni reyna að koma sönnunargögnum undan sem geti torveldað rannsókn málsins. Hann er sem fyrr segir grunaður um aðild að morðinu, sem og gróft vopnalagabrot á tímabilinu 21. til 26. ágúst - daginn sem Karolin Hakim var skotin til bana.Sjá einnig: Morðið í Malmö: Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir Sænska ríkisútvarpið segir manninn búsettan í Malmö og hafa tíu sinnum komist í kast við lögin, oftast fyrir umferðarlagabrot en einnig fyrir líkamsárás og brot á skilorði. Aukinheldur á hann að hafa verið starfsmaður skóla í Malmö undanfarin ár, auk þess sem hann á að hafa leikið knattspyrnu með einu af liðum borgarinnar. Nítján ára karlmanni var sleppt úr haldi í upphafi mánaðarins, en hann hafði verið handtekinn í tengslum við morðið á Karolin. Hann var handtekinn því hann er skráður eigandi bílsins sem morðinginn notaði til að flýja af vettvangi. Bíllinn fannst nokkru frá morðstaðnum þar sem búið var að kveikja í honum.
Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Morðið í Malmö: Barnsfaðir konunnar hafði verið dæmdur fyrir eitt stærsta rán í sögu Danmerkur Konan var læknir og nýbökuð móðir. 27. ágúst 2019 14:39 Morðið í Malmö: Nítján ára manninum sleppt úr gæsluvarðhaldi Nítján ára manni hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í Malmö. 5. september 2019 10:24 Morðið í Malmö: Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir Fjöldi varð vitni að því þegar hún var skotin síðasta mánudag 1. september 2019 18:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Morðið í Malmö: Barnsfaðir konunnar hafði verið dæmdur fyrir eitt stærsta rán í sögu Danmerkur Konan var læknir og nýbökuð móðir. 27. ágúst 2019 14:39
Morðið í Malmö: Nítján ára manninum sleppt úr gæsluvarðhaldi Nítján ára manni hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í Malmö. 5. september 2019 10:24
Morðið í Malmö: Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir Fjöldi varð vitni að því þegar hún var skotin síðasta mánudag 1. september 2019 18:15