Forsætisnefnd Alþingis verði ekki lengur milliliður siðanefndar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. september 2019 12:30 Drög að umbótum hafa verið send til Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu og Siðanefndar en að fengnum umsögnum og eftir atvikum ábendingum úr þingflokknum fer málið aftur til áframhaldandi umfjöllunar í forsætisnefnd og loks til umræðu í þinginu. visir/vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tilkynnti þingmönnum við þingsetningu í gær að hann auk Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hefðu unnið að endurskoðun og tillögum að breytingum á siðareglunum alþingismanna. Það hefði reynst nauðsynlegt að fenginni reynslu. Drög að umbótum hafa verið send til Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu og Siðanefndar en að fengnum umsögnum og eftir atvikum ábendingum úr þingflokknum fer málið aftur til áframhaldandi umfjöllunar í forsætisnefnd og loks til umræðu í þinginu. Helga Vala segir að henni sé ekki kunnugt um það hvort forsætisnefnd hafi gert breytingar á drögum sem þau lögðu til. Aðspurð hvað felist í tillögunum svarar Helga Vala því til að forsætisnefnd hætti sem ventill á hvaða mál fari fyrir siðanefnd. „Það er kannski helst að nefna þær breytingar að forsætisnefnd fari út úr ferlinu þannig að forsætisnefnd verði ekki áfram þessi ventill sem var skrifaður inn í siðareglurnar á sínum tíma og var í rauninni breyting frá því sem lagt var til í upphafi. Það var varað við því að hafa það þannig, það voru umsagnar aðilar sem vöruðu við því að forsætisnefnd væri svona með puttana í þessu en það var engu að síður niðurstaðan þá en nú sjáum við að þetta var óheppilegt,“ segir Helga Vala. Með breytingunum sé verið að auka sjálfstæði og vægi siðanefndarinnar þannig að forsætisnefnd og hinir kjörnu fulltrúar hafi hvorki neitt um það að segja hvort mál fari fyrir siðanefnd né um það sem kemur þaðan. Fyrirkomulagið eins og það er í dag er með þeim hætti að álit siðanefndar er í raun ráðgefandi fyrir forsætisnefnd. „Það er okkar tillaga að því verði breytt þannig að siðanefnd verði þessi úrskurðaraðili.“ Ýmsir stjórnmálamenn hafa þá gagnrýnt að engin viðurlög séu við brotum á siðareglum. Í Evrópuþinginu er sá háttur hafður á að fólk missir rétt til að gegna trúnaðarstörfum í þinginu hafi það gerst brotlegt við siðareglur. Helga Vala er óviss með sína afstöðu. „Ég hef persónulega sveiflast mjög mikið þar og er ekkert alveg viss hvað mér á að finnast um það. Mér vísara fólk segir að það eigi ekki að vea viðurlög við siðareglum og þá er ég að vísa í siðfræðinga og þá sem hafa svona verið að vinna mikið með þetta. Ég óskaði eftir því að þessar reglur færu til umsagnar hjá Lýðræðis og mannréttindarnefnd ÖSE sem hefur verið að aðstoða þjóðþingin við að setja siðareglur og fylgja þeim eftir og ég hlakka mikið til að sjá hvað sú nefnd segir við þessum tillögum,“ segir Helga Vala. Alþingi Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tilkynnti þingmönnum við þingsetningu í gær að hann auk Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hefðu unnið að endurskoðun og tillögum að breytingum á siðareglunum alþingismanna. Það hefði reynst nauðsynlegt að fenginni reynslu. Drög að umbótum hafa verið send til Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu og Siðanefndar en að fengnum umsögnum og eftir atvikum ábendingum úr þingflokknum fer málið aftur til áframhaldandi umfjöllunar í forsætisnefnd og loks til umræðu í þinginu. Helga Vala segir að henni sé ekki kunnugt um það hvort forsætisnefnd hafi gert breytingar á drögum sem þau lögðu til. Aðspurð hvað felist í tillögunum svarar Helga Vala því til að forsætisnefnd hætti sem ventill á hvaða mál fari fyrir siðanefnd. „Það er kannski helst að nefna þær breytingar að forsætisnefnd fari út úr ferlinu þannig að forsætisnefnd verði ekki áfram þessi ventill sem var skrifaður inn í siðareglurnar á sínum tíma og var í rauninni breyting frá því sem lagt var til í upphafi. Það var varað við því að hafa það þannig, það voru umsagnar aðilar sem vöruðu við því að forsætisnefnd væri svona með puttana í þessu en það var engu að síður niðurstaðan þá en nú sjáum við að þetta var óheppilegt,“ segir Helga Vala. Með breytingunum sé verið að auka sjálfstæði og vægi siðanefndarinnar þannig að forsætisnefnd og hinir kjörnu fulltrúar hafi hvorki neitt um það að segja hvort mál fari fyrir siðanefnd né um það sem kemur þaðan. Fyrirkomulagið eins og það er í dag er með þeim hætti að álit siðanefndar er í raun ráðgefandi fyrir forsætisnefnd. „Það er okkar tillaga að því verði breytt þannig að siðanefnd verði þessi úrskurðaraðili.“ Ýmsir stjórnmálamenn hafa þá gagnrýnt að engin viðurlög séu við brotum á siðareglum. Í Evrópuþinginu er sá háttur hafður á að fólk missir rétt til að gegna trúnaðarstörfum í þinginu hafi það gerst brotlegt við siðareglur. Helga Vala er óviss með sína afstöðu. „Ég hef persónulega sveiflast mjög mikið þar og er ekkert alveg viss hvað mér á að finnast um það. Mér vísara fólk segir að það eigi ekki að vea viðurlög við siðareglum og þá er ég að vísa í siðfræðinga og þá sem hafa svona verið að vinna mikið með þetta. Ég óskaði eftir því að þessar reglur færu til umsagnar hjá Lýðræðis og mannréttindarnefnd ÖSE sem hefur verið að aðstoða þjóðþingin við að setja siðareglur og fylgja þeim eftir og ég hlakka mikið til að sjá hvað sú nefnd segir við þessum tillögum,“ segir Helga Vala.
Alþingi Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira