Ólöf og Heiða komnar í hár saman Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2019 11:31 Ólöf hæðist að frómum áformum um vændislausa skemmtistaði en Heiða Björk sakar hana um þekkingarleysi á vandamálinu. Heiða Björk Hilmarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs borgarinnar, er langt í frá sátt við leiðaraskrif Ólafar Skaftadóttur ritstjóra Fréttablaðsins sem birtust í morgun. Ólöf gefur ekki mikið fyrir nýundirritað samkomulag sem hún kallar málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði. Hún telur þetta þýðingarlausa sýndarmennsku en um er að ræða samkomulag Reykjavíkurborgar, Samtaka ferðaþjónustu fyrir hönd skemmtistaða og svo lögreglu og slökkvilið sem taka höndum saman um hin háleitu markmið að stefna að því að fyrirbyggja allt mögulegt ofbeldi á skemmtistöðum, þar með talda kynferðislega og kynbundið áreitni, vændi og mansal. Ólöf telur þetta hlálegt í besta falli, dregur þá sem að koma sundur og saman í háði og líkir þessu samkomulagi við hið fræga markmið sem sett var um „Fíkniefnalaust Ísland árið 2000“. Skrifin fara fyrir brjóst Heiðu Bjarkar sem skrifar athugasemd við pistilinn og sakar Ólöfu um þekkingarleysi á málefninu: „Fullkomið skilningsleysi á starfi ofbeldisvarnanefndar, samkomulagi og samstarfi um ofbeldislausa skemmtistaði og aðgerðir til að sporna við vændi og styðja við þolendur kynlífsmansals kristallast í þessum skrifum. Gaman væri ef blaðamaður kynnti sér málið og ég lýsi mig reiðubúna til þess ef áhugi er fyrir hendi.“ Ólöf ætlar hins vegar ekki að láta Heiðu Björk eiga neitt inni hjá sér og svarar fullum hálsi: „Ég er hreinlega ágætlega upplýst um starfið sem ofbeldisvarnarnefnd vinnur. Ég er bara ekki hrifin af áherslunum sem kristallast í þessum málamyndagerningi. Hlýt að mega tjá þá skoðun mína,“ segir Ólöf í svari og vísar til þess sem mörgum virðist hulið sem er að gera skal greinarmun á viðhorfspistlum og fréttaflutningi. Lögreglan Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Góða fólkið fundar Í gær var málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði undirritað. Samhliða var þýðingarlaust samkomulag gert um vændislaus hótel. 11. september 2019 07:00 Samkomulag um að sporna gegn ofbeldi á skemmtistöðum undirritað Í dag var undirritað samkomulag um að bæta öryggi á og við skemmtistaði auk samkomulags um að sporna gegn vændi á hótelum og gistiheimilum. 10. september 2019 19:36 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Heiða Björk Hilmarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs borgarinnar, er langt í frá sátt við leiðaraskrif Ólafar Skaftadóttur ritstjóra Fréttablaðsins sem birtust í morgun. Ólöf gefur ekki mikið fyrir nýundirritað samkomulag sem hún kallar málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði. Hún telur þetta þýðingarlausa sýndarmennsku en um er að ræða samkomulag Reykjavíkurborgar, Samtaka ferðaþjónustu fyrir hönd skemmtistaða og svo lögreglu og slökkvilið sem taka höndum saman um hin háleitu markmið að stefna að því að fyrirbyggja allt mögulegt ofbeldi á skemmtistöðum, þar með talda kynferðislega og kynbundið áreitni, vændi og mansal. Ólöf telur þetta hlálegt í besta falli, dregur þá sem að koma sundur og saman í háði og líkir þessu samkomulagi við hið fræga markmið sem sett var um „Fíkniefnalaust Ísland árið 2000“. Skrifin fara fyrir brjóst Heiðu Bjarkar sem skrifar athugasemd við pistilinn og sakar Ólöfu um þekkingarleysi á málefninu: „Fullkomið skilningsleysi á starfi ofbeldisvarnanefndar, samkomulagi og samstarfi um ofbeldislausa skemmtistaði og aðgerðir til að sporna við vændi og styðja við þolendur kynlífsmansals kristallast í þessum skrifum. Gaman væri ef blaðamaður kynnti sér málið og ég lýsi mig reiðubúna til þess ef áhugi er fyrir hendi.“ Ólöf ætlar hins vegar ekki að láta Heiðu Björk eiga neitt inni hjá sér og svarar fullum hálsi: „Ég er hreinlega ágætlega upplýst um starfið sem ofbeldisvarnarnefnd vinnur. Ég er bara ekki hrifin af áherslunum sem kristallast í þessum málamyndagerningi. Hlýt að mega tjá þá skoðun mína,“ segir Ólöf í svari og vísar til þess sem mörgum virðist hulið sem er að gera skal greinarmun á viðhorfspistlum og fréttaflutningi.
Lögreglan Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Góða fólkið fundar Í gær var málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði undirritað. Samhliða var þýðingarlaust samkomulag gert um vændislaus hótel. 11. september 2019 07:00 Samkomulag um að sporna gegn ofbeldi á skemmtistöðum undirritað Í dag var undirritað samkomulag um að bæta öryggi á og við skemmtistaði auk samkomulags um að sporna gegn vændi á hótelum og gistiheimilum. 10. september 2019 19:36 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Góða fólkið fundar Í gær var málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði undirritað. Samhliða var þýðingarlaust samkomulag gert um vændislaus hótel. 11. september 2019 07:00
Samkomulag um að sporna gegn ofbeldi á skemmtistöðum undirritað Í dag var undirritað samkomulag um að bæta öryggi á og við skemmtistaði auk samkomulags um að sporna gegn vændi á hótelum og gistiheimilum. 10. september 2019 19:36