Líflegt á austurbakka Hólsár Karl Lúðvíksson skrifar 10. september 2019 10:00 Það er vænn sjóbirtingur að veiðast við austurbakka Hólsár þessa dagana. Sjóbirtingsveiðin er að taka vel við sér þessa dagana og það er að venju mikið sótt í vinsælustu svæðin en það eru líka ný og spennandi svæði sem er vert að prófa. Austurbakki Hólsár er yfirleitt betur þekktur sem laxveiðisvæði enda fer mikið af laxi þarna í gegn á leið sinni í Eystri Rangá og þegar göngurnar koma þarna í gegn getur oft verið mikið líf. Nú þegar göngurnar eru að mestu búnar í Eystri Rangá er svæðið ekki dautt, langt því frá. Það hefur verið vaxandi sjóbirtingsganga á svæðinu í gegnum árin og haustin geta verið mjög lífleg. Síðustu daga hefur til að mynda verið ágæt veiði á stórum sjóbirting og það sem meira er að það er ennþá að veiðast lax í bland og hann er nýgenginn svo það er ennþá einn og einn að ganga inn. Það er þó eftir mestu að slægjast að eltast við stóra sjóbirtinga enda geta þeir verið mjög vænir en það er ekki óalgengt að setja í 10-14 punda birtinga og nýgengnir er þetta einhver skemmtilegasti fiskur sem hægt er að takast á við. Mest lesið Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði Síðasta holl í Norðurá með 137 laxa Veiði Landaði fjórum yfir 100 sm á sama deginum Veiði Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Mikið vatn og stórir laxar Veiði Tveir erlendir kastsnillingar með námskeið Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Ævintýraleg bleikjuveiði í Köldukvísl Veiði
Sjóbirtingsveiðin er að taka vel við sér þessa dagana og það er að venju mikið sótt í vinsælustu svæðin en það eru líka ný og spennandi svæði sem er vert að prófa. Austurbakki Hólsár er yfirleitt betur þekktur sem laxveiðisvæði enda fer mikið af laxi þarna í gegn á leið sinni í Eystri Rangá og þegar göngurnar koma þarna í gegn getur oft verið mikið líf. Nú þegar göngurnar eru að mestu búnar í Eystri Rangá er svæðið ekki dautt, langt því frá. Það hefur verið vaxandi sjóbirtingsganga á svæðinu í gegnum árin og haustin geta verið mjög lífleg. Síðustu daga hefur til að mynda verið ágæt veiði á stórum sjóbirting og það sem meira er að það er ennþá að veiðast lax í bland og hann er nýgenginn svo það er ennþá einn og einn að ganga inn. Það er þó eftir mestu að slægjast að eltast við stóra sjóbirtinga enda geta þeir verið mjög vænir en það er ekki óalgengt að setja í 10-14 punda birtinga og nýgengnir er þetta einhver skemmtilegasti fiskur sem hægt er að takast á við.
Mest lesið Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði Síðasta holl í Norðurá með 137 laxa Veiði Landaði fjórum yfir 100 sm á sama deginum Veiði Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Mikið vatn og stórir laxar Veiði Tveir erlendir kastsnillingar með námskeið Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Ævintýraleg bleikjuveiði í Köldukvísl Veiði