Uppgjör: Hamfarir Vettel tryggðu Hamilton sigur Bragi Þórðarson skrifar 30. september 2019 07:00 Hamilton kom fyrstur í mark í 82. skiptið á ferlinum í Rússlandi um helgina. Getty Lewis Hamilton tryggði sér sinn níunda sigur á tímabilinu er hann kom fyrstur í mark í rússneska kappakstrinum um helgina. Liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, kom annar í mark og var það í áttunda skiptið á tímabilinu sem Mercedes bílarnir enda í fyrsta og öðru sæti. Úrslitin voru ansi óvænt þar sem Ferrari ökumennirnir Charles Lecerc og Sebastian Vettel ræstu í fyrsta og þriðja sæti. Eftir fyrstu beygju voru þeir þó komnir í fyrsta og annað og var það Vettel sem leiddi. Ferrari ökuþórarnir börðust um fyrsta sætið í fyrstu beygju.GettyFerrari í vandræðum með ökumenninaTaktík Ferrari liðsins var að leyfa Vettel að elta Leclerc á langa beina kaflanum fyrir fyrstu beygju og fyrir vikið fá meiri hraða til að taka fram úr Hamilton sem ræsti annar. Þetta virkaði svo vel að Þjóðverjinn komst bæði framúr Hamilton og unga liðsfélaga sínum. Nokkrum hringjum seinna bað liðið Sebastian um að hleypa Leclerc framúr eins og talað hefði verið um fyrir keppni. Rétt eins og Vettel hefur margoft gert á sínum ferli neitaði hann þessari skipun liðsins margsinnis. Ferrari nýtti sér þjónustuhléin til að koma Leclerc fram fyrir Vettel. Báðir Ferrari bílarnir þurftu að koma inná þjónustusvæðið á undan Mercedes bílunum þar sem þeir byrjuðu á mýkri dekkjum. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Mercedes eftir að Vettel datt úr leik.GettyMercedes fékk sigurinn á silfurfatiStuttu eftir dekkjastoppið fann Vettel fyrir aflleysi í Ferrari bifreið sinni. Kom á daginn að rafmagnsmótor bílsins var bilaður og varð hann frá að hverfa úti á brautinni. Fyrir vikið var kallaður út hermiöryggisbíll, sem þýðir að allir bílar verða að hægja á sér um 30 prósent. Það þýðir að ökumaður tapar minni tíma við það að fara inn á þjónustusvæðið. Þetta nýtti Mercedes sér og kallaði bæði Hamilton og Bottas inn í dekkjaskipti. Eftirleikurinn var auðveldur og komu þeir í mark í fyrsta og öðru sæti, þó Leclerc reyndi allt hvað hann gat til að komast framúr Bottas á lokahringjunum. Að lokum varð Mónakó búinn að sætta sig við þriðja sætið. Úrslitin þýða að Hamilton er nú kominn með 73 stiga forskot í keppni ökuþóra og Mercedes er aftur komið með rúmlega 150 stiga forskot í keppni bílasmiða. Formúla Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Lewis Hamilton tryggði sér sinn níunda sigur á tímabilinu er hann kom fyrstur í mark í rússneska kappakstrinum um helgina. Liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, kom annar í mark og var það í áttunda skiptið á tímabilinu sem Mercedes bílarnir enda í fyrsta og öðru sæti. Úrslitin voru ansi óvænt þar sem Ferrari ökumennirnir Charles Lecerc og Sebastian Vettel ræstu í fyrsta og þriðja sæti. Eftir fyrstu beygju voru þeir þó komnir í fyrsta og annað og var það Vettel sem leiddi. Ferrari ökuþórarnir börðust um fyrsta sætið í fyrstu beygju.GettyFerrari í vandræðum með ökumenninaTaktík Ferrari liðsins var að leyfa Vettel að elta Leclerc á langa beina kaflanum fyrir fyrstu beygju og fyrir vikið fá meiri hraða til að taka fram úr Hamilton sem ræsti annar. Þetta virkaði svo vel að Þjóðverjinn komst bæði framúr Hamilton og unga liðsfélaga sínum. Nokkrum hringjum seinna bað liðið Sebastian um að hleypa Leclerc framúr eins og talað hefði verið um fyrir keppni. Rétt eins og Vettel hefur margoft gert á sínum ferli neitaði hann þessari skipun liðsins margsinnis. Ferrari nýtti sér þjónustuhléin til að koma Leclerc fram fyrir Vettel. Báðir Ferrari bílarnir þurftu að koma inná þjónustusvæðið á undan Mercedes bílunum þar sem þeir byrjuðu á mýkri dekkjum. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Mercedes eftir að Vettel datt úr leik.GettyMercedes fékk sigurinn á silfurfatiStuttu eftir dekkjastoppið fann Vettel fyrir aflleysi í Ferrari bifreið sinni. Kom á daginn að rafmagnsmótor bílsins var bilaður og varð hann frá að hverfa úti á brautinni. Fyrir vikið var kallaður út hermiöryggisbíll, sem þýðir að allir bílar verða að hægja á sér um 30 prósent. Það þýðir að ökumaður tapar minni tíma við það að fara inn á þjónustusvæðið. Þetta nýtti Mercedes sér og kallaði bæði Hamilton og Bottas inn í dekkjaskipti. Eftirleikurinn var auðveldur og komu þeir í mark í fyrsta og öðru sæti, þó Leclerc reyndi allt hvað hann gat til að komast framúr Bottas á lokahringjunum. Að lokum varð Mónakó búinn að sætta sig við þriðja sætið. Úrslitin þýða að Hamilton er nú kominn með 73 stiga forskot í keppni ökuþóra og Mercedes er aftur komið með rúmlega 150 stiga forskot í keppni bílasmiða.
Formúla Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira