Vanhæfi aðstoðarmanns leiði ekki til vanhæfis ráðherra Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2019 20:00 Nýr aðstoðarmaður dómsmálaráðherra er líklega vanhæfur til að fjalla um mál ríkislögreglustjóra. Þetta segir sérfræðingur í stjórnsýsluögum. Vanhæfi aðstoðarmannsins leiði þó ekki sjálfkrafa til vanhæfis ráðherrans sjálfs. Ákvörðun Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að ráða Hrein Loftsson sem aðstoðarmann hefur vakið athygli fyrir margar sakir. Hreinn gerði athugasemdir við embættisfærslur ríkislögreglustjóra fyrir hönd umbjóðanda síns sem leiddi til þess að dómsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að framganga Haraldar Johannessen hefði verið ámælisverð.Hreinn Loftsson, nýráðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.„Samkvæmt stjórnsýslulögum þá hefur hann haft slíka aðkomu að því máli að leiða má líkur að því að hann geti ekki sjálfur haft nokkra aðkomu að úrlausn málsins innan dómsmálaráðuneytisins,“ segir Sindri M. Stephensen, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Í íslenskum stjórnsýslurétti gildi sú regla að ef yfirmaður er vanhæfur eru undirmenn hans líka vanhæfir. Reglunni er hins vegar ekki snúið við. „Ef undirmaður er vanhæfur þá leiðir það ekki til þess að yfirmaðurinn sé vanhæfur. Þannig að miðað við upplýsingarnar sem við höfum, sem er bara það að aðstoðarmaðurinn gæti verið vanhæfur, þá er ekki hægt að fullyrða að dómsmálaráðherra sjálfur sé vanhæfur.“Sindri M. Stephensen, sérfræðingur hjá lagadeild Háskólans í Reykjavík.Sindri bendir á að ráðherra hafi bæði sitt ráðuneyti og annan aðstoðarmann til fulltingis við úrlausn málsins sem varðar stöðu ríkislögreglustjóra. „Ef hins vegar kemur í ljós frekari afstaða ráðherra eða annað í þessum efnum þá getur þetta mál litið öðruvísi út. En miðað við þær forsendur sem liggja fyrir núna þá er ekkert tilefni til þess að efast um hæfni eða vanhæfi dómsmálaráðherra frá mínum bæjardyrum séð,“ segir Sindri.Er forysta Sjálfstæðisflokksins sögð hafa misst þolinmæði fyrir Davíð Oddsyni og ráðning Áslaugar á Hreini Loftssyni sem aðstoðarmann til marks um það.Hreinn Loftsson var eitt sinn aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar þegar Davíð var forsætisráðherra. Hreinn gerðist síðar stjórnarformaður Baugs Group og þá kastaðist í kekki með þeim Davíð. Á þeim tíma sakaði Davíð Hrein um að hafa reynt að bera á sig mútur. Eftir að Davíð hætti sem formaður Sjálfstæðisflokksins hefur hann farið mikinn í gagnrýni á forystu flokksins í skrifum sínum sem ritstjóri blaðsins. Hefur þetta valdið titringi innan forystunnar sem er sögð hafa misst þolinmæði gagnvart Davíð.Ritstjórinn Karl Th. Birgisson segir Áslaugu hafa sýnt það í verki með ráðningu Hreins Loftssonar. Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Nýr aðstoðarmaður dómsmálaráðherra er líklega vanhæfur til að fjalla um mál ríkislögreglustjóra. Þetta segir sérfræðingur í stjórnsýsluögum. Vanhæfi aðstoðarmannsins leiði þó ekki sjálfkrafa til vanhæfis ráðherrans sjálfs. Ákvörðun Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að ráða Hrein Loftsson sem aðstoðarmann hefur vakið athygli fyrir margar sakir. Hreinn gerði athugasemdir við embættisfærslur ríkislögreglustjóra fyrir hönd umbjóðanda síns sem leiddi til þess að dómsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að framganga Haraldar Johannessen hefði verið ámælisverð.Hreinn Loftsson, nýráðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.„Samkvæmt stjórnsýslulögum þá hefur hann haft slíka aðkomu að því máli að leiða má líkur að því að hann geti ekki sjálfur haft nokkra aðkomu að úrlausn málsins innan dómsmálaráðuneytisins,“ segir Sindri M. Stephensen, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Í íslenskum stjórnsýslurétti gildi sú regla að ef yfirmaður er vanhæfur eru undirmenn hans líka vanhæfir. Reglunni er hins vegar ekki snúið við. „Ef undirmaður er vanhæfur þá leiðir það ekki til þess að yfirmaðurinn sé vanhæfur. Þannig að miðað við upplýsingarnar sem við höfum, sem er bara það að aðstoðarmaðurinn gæti verið vanhæfur, þá er ekki hægt að fullyrða að dómsmálaráðherra sjálfur sé vanhæfur.“Sindri M. Stephensen, sérfræðingur hjá lagadeild Háskólans í Reykjavík.Sindri bendir á að ráðherra hafi bæði sitt ráðuneyti og annan aðstoðarmann til fulltingis við úrlausn málsins sem varðar stöðu ríkislögreglustjóra. „Ef hins vegar kemur í ljós frekari afstaða ráðherra eða annað í þessum efnum þá getur þetta mál litið öðruvísi út. En miðað við þær forsendur sem liggja fyrir núna þá er ekkert tilefni til þess að efast um hæfni eða vanhæfi dómsmálaráðherra frá mínum bæjardyrum séð,“ segir Sindri.Er forysta Sjálfstæðisflokksins sögð hafa misst þolinmæði fyrir Davíð Oddsyni og ráðning Áslaugar á Hreini Loftssyni sem aðstoðarmann til marks um það.Hreinn Loftsson var eitt sinn aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar þegar Davíð var forsætisráðherra. Hreinn gerðist síðar stjórnarformaður Baugs Group og þá kastaðist í kekki með þeim Davíð. Á þeim tíma sakaði Davíð Hrein um að hafa reynt að bera á sig mútur. Eftir að Davíð hætti sem formaður Sjálfstæðisflokksins hefur hann farið mikinn í gagnrýni á forystu flokksins í skrifum sínum sem ritstjóri blaðsins. Hefur þetta valdið titringi innan forystunnar sem er sögð hafa misst þolinmæði gagnvart Davíð.Ritstjórinn Karl Th. Birgisson segir Áslaugu hafa sýnt það í verki með ráðningu Hreins Loftssonar.
Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira