Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. september 2019 20:00 Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. Öll spjót beinast að Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra annarsvegar og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna mála sem tengjast honum og embættinu. Það vekur athygli að nýskipaður dómsmálaráðherra hefur ekki svarað því beint hvort Haraldur njóti trausts hennar sem ríkislögreglustjóri. Hún hefur hins vegar sagt að hún treysti embættinu. Þónokkur mál eru á borði dómsmálaráðherra um ríkislögreglustóra og um embættið. Mál er snerta einelti, rekstur embættisins, samskiptamál og bréfaskriftir Haraldar. Varðandi bréf sem Haraldur skrifaði til tveggja blaðamanna, á bréfsefni embættisins, þá segir þáverandi dómsmálaráðherra að Haraldur hafi ekki verið áminntur vegna meðalhófsreglunnar. Ráðning Hreins Loftssonar sem aðstoðarmanns nýs dómsmálaráðherra, og tilkynnt var um í dag, vekur einnig athygli. Hreinn var sum sé lögmaður annars blaðamannsins sem kvartaði undan framgöngu Haraldur vegna bréfskrifta.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi dómsmálaráðherra.Vísir/VilhelmÁmælisverð framkoma ekki ástæða til áminningar Þáverandi dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, komst að þeirri niðurstöðu í sumar að framganga Haraldar Johannessen, ríkislögreglustóra hafi verið ámælisverð þegar hann andmælti umfjöllun tveggja blaðamanna, vegna efnahagsbrotadeildar embættisins. Hvers vegna var ekki farið í áminningarferli strax? „Það var niðurstaða dómsmálaráðuneytisins á sínum tíma að með tilliti til meðalhófs og annarra þátta að þá var komist að þeirri niðurstöðu að þetta þætti ámælisvert og að hann yrði ekki áminntur vegna þessa,“ segir Þórdís. Þegar þessi niðurstaða var ljós sendi Haraldur annað bréf, þar sem hann baðst velvirðingar, til mannanna tveggja einnig á bréfsefni embættis ríkislögreglustóra.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/VilhelmNúverandi dómsmálaráðherra hefur ekki svarað erindi umboðsmanns Alþingis. „Það er í vinnslu og mun verða svarað á næstu dögum,“ segir Áslaug. Dómsmálaráðherra segir að efnisleg niðurstaða við bréfi umboðsmanns liggi ekki fyrir.Ráðuneytið hlýtur að vera búið að mynda sér afstöðu hvort það verði áminnt eða ekki? „Það er í vinnslu. Ég get ekki tjáð mig um einstaka starfsmannamál,“ segir Áslaug. Nær allir lögreglustórar landsins og Landssamband lögreglumanna hafa lýst yfir vantrausti á hann og treysta sér ekki til þess að vinna með honum. Vinna sem dómsmálaráðherra hefur sett af stað varðandi breytingar í löggæslu í landinu miðar áfram en hún hefur nefnt að sameina eða samreka eigi embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þá er stutt þar til lögreglustjórinn á Austurlandi hættir störfum og ekki útilokað að það embætti verði sameinað öðru. „Í næstu viku verða fundir með öllum lögreglustórum, aðilum sem koma að lögreglunni, ríkislögreglustjóra og fleirum varðandi þá vinnu sem ég hef sett af stað,“ segir Áslaug. Dómsmálaráðherra og ríkislögreglustóri funduðu í byrjun síðustu viku. Eftir þann fund sagði ráðherra ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt en vonaði að samtal hennar og Haraldar Johannessen myndi halda áfram.Hefur þú rætt eitthvað við Harald Johannessen frá því þið hittust síðast? „Nei,“ segir Áslaug.Hvenær er næsti fundur boðaður? „Það er enginn fundur sjáanlegur," segir Áslaug.Þú vonast til þess að samtal ykkar myndi halda áfram. Hefur eitthvað efnislega farið fram á milli ykkar? „Nei,“ segir Áslaug. Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 25. september 2019 17:26 Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17 Hægara sagt en gert að semja um starfslok embættismanna Dósent í stjórnsýslurétti segir að það sé töluverðum takmörkunum háð að semja um starfslok embættismanna á borð við ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 20:48 Rústabjörgun eða slökkvistarf KOM í krísustjórnun fyrir ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 12:48 Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00 Segist aldrei hafa talað um grasserandi spillingu Ríkislögreglustjóri segir of mikið gert úr ummælum hans um meinta spillingu innan lögreglunnar. 26. september 2019 08:00 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. Öll spjót beinast að Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra annarsvegar og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna mála sem tengjast honum og embættinu. Það vekur athygli að nýskipaður dómsmálaráðherra hefur ekki svarað því beint hvort Haraldur njóti trausts hennar sem ríkislögreglustjóri. Hún hefur hins vegar sagt að hún treysti embættinu. Þónokkur mál eru á borði dómsmálaráðherra um ríkislögreglustóra og um embættið. Mál er snerta einelti, rekstur embættisins, samskiptamál og bréfaskriftir Haraldar. Varðandi bréf sem Haraldur skrifaði til tveggja blaðamanna, á bréfsefni embættisins, þá segir þáverandi dómsmálaráðherra að Haraldur hafi ekki verið áminntur vegna meðalhófsreglunnar. Ráðning Hreins Loftssonar sem aðstoðarmanns nýs dómsmálaráðherra, og tilkynnt var um í dag, vekur einnig athygli. Hreinn var sum sé lögmaður annars blaðamannsins sem kvartaði undan framgöngu Haraldur vegna bréfskrifta.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi dómsmálaráðherra.Vísir/VilhelmÁmælisverð framkoma ekki ástæða til áminningar Þáverandi dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, komst að þeirri niðurstöðu í sumar að framganga Haraldar Johannessen, ríkislögreglustóra hafi verið ámælisverð þegar hann andmælti umfjöllun tveggja blaðamanna, vegna efnahagsbrotadeildar embættisins. Hvers vegna var ekki farið í áminningarferli strax? „Það var niðurstaða dómsmálaráðuneytisins á sínum tíma að með tilliti til meðalhófs og annarra þátta að þá var komist að þeirri niðurstöðu að þetta þætti ámælisvert og að hann yrði ekki áminntur vegna þessa,“ segir Þórdís. Þegar þessi niðurstaða var ljós sendi Haraldur annað bréf, þar sem hann baðst velvirðingar, til mannanna tveggja einnig á bréfsefni embættis ríkislögreglustóra.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/VilhelmNúverandi dómsmálaráðherra hefur ekki svarað erindi umboðsmanns Alþingis. „Það er í vinnslu og mun verða svarað á næstu dögum,“ segir Áslaug. Dómsmálaráðherra segir að efnisleg niðurstaða við bréfi umboðsmanns liggi ekki fyrir.Ráðuneytið hlýtur að vera búið að mynda sér afstöðu hvort það verði áminnt eða ekki? „Það er í vinnslu. Ég get ekki tjáð mig um einstaka starfsmannamál,“ segir Áslaug. Nær allir lögreglustórar landsins og Landssamband lögreglumanna hafa lýst yfir vantrausti á hann og treysta sér ekki til þess að vinna með honum. Vinna sem dómsmálaráðherra hefur sett af stað varðandi breytingar í löggæslu í landinu miðar áfram en hún hefur nefnt að sameina eða samreka eigi embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þá er stutt þar til lögreglustjórinn á Austurlandi hættir störfum og ekki útilokað að það embætti verði sameinað öðru. „Í næstu viku verða fundir með öllum lögreglustórum, aðilum sem koma að lögreglunni, ríkislögreglustjóra og fleirum varðandi þá vinnu sem ég hef sett af stað,“ segir Áslaug. Dómsmálaráðherra og ríkislögreglustóri funduðu í byrjun síðustu viku. Eftir þann fund sagði ráðherra ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt en vonaði að samtal hennar og Haraldar Johannessen myndi halda áfram.Hefur þú rætt eitthvað við Harald Johannessen frá því þið hittust síðast? „Nei,“ segir Áslaug.Hvenær er næsti fundur boðaður? „Það er enginn fundur sjáanlegur," segir Áslaug.Þú vonast til þess að samtal ykkar myndi halda áfram. Hefur eitthvað efnislega farið fram á milli ykkar? „Nei,“ segir Áslaug.
Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 25. september 2019 17:26 Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17 Hægara sagt en gert að semja um starfslok embættismanna Dósent í stjórnsýslurétti segir að það sé töluverðum takmörkunum háð að semja um starfslok embættismanna á borð við ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 20:48 Rústabjörgun eða slökkvistarf KOM í krísustjórnun fyrir ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 12:48 Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00 Segist aldrei hafa talað um grasserandi spillingu Ríkislögreglustjóri segir of mikið gert úr ummælum hans um meinta spillingu innan lögreglunnar. 26. september 2019 08:00 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 25. september 2019 17:26
Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17
Hægara sagt en gert að semja um starfslok embættismanna Dósent í stjórnsýslurétti segir að það sé töluverðum takmörkunum háð að semja um starfslok embættismanna á borð við ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 20:48
Rústabjörgun eða slökkvistarf KOM í krísustjórnun fyrir ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 12:48
Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00
Segist aldrei hafa talað um grasserandi spillingu Ríkislögreglustjóri segir of mikið gert úr ummælum hans um meinta spillingu innan lögreglunnar. 26. september 2019 08:00