Daimler sektað um 118 milljarða króna Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. september 2019 22:00 Mercedes Benz sektað um 118 milljarða króna en það mun þó að sögn móðurfélagsins ekki hafa veruleg áhrif á afkomu þriðja ársfjórðungs. Þýskir saksóknarar hafa verið sektað Daimler, móðurfélag Mercedes Benz um 870 milljónir evra að jafnvirði um 118 milljarða íslenskra króna. Daimler var gefið að sök að bregaðst ekki við þegar upp kom grunur um að einhverjir dísil bílar framleiðandans væru hannaðir til að svindla sig í gegnum útblástursmælingar. Í yfirlýsingu frá saksóknara í Stuttgart segir að þýski framleiðandinn hafi selt um 684.000 bíla sem stóðust ekki reglur Evrópusambandsins. Daimler segir í yfirlýsingu vegna málsins að félagið hafi ákveðið að áfrýja ekki og líti á að málinu sé „að fullu lokið“. „Til að gæta gegnsæis í framtíðinni varðandi túlkun lagaákvæða í flóknu lagaumhverfi, heldur Daimler uppi andmælum gegn fyrirskipunum KBA (þýsk samgönguyfirvöld). Eftir mat á öllum þáttum hefur Daimler ákveðið að aðhafast ekki frekar í meintum stjórnsýslubrotum.“ Mercedes Benz hefur nýlega kynnt til leiks mikið af rafmagnsbílum.Í yfirlýsingu Daimler ítrekaði félagið að sektin myndi ekki hafa veruleg áhrif á afkomu á þriðja ársfjórðungi. Áður hefur saksóknarinn í Stuttgart sektað Porsche um 535 milljónir evra að jafnvirði um 72 milljarða íslenskra króna vegna dísilskandalsins. Saksónknaraembættið í Stuttgart hefur gefið út að sekt Daimler hafi engin áhrif á rannsóknir embættisins vegna rannsóknar á einstaklingum sem grunaðir eru um að hafa vitað af hugbúnaði sem var notaður til að komast fram hjá útblástursmælingum. Bílar Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent
Þýskir saksóknarar hafa verið sektað Daimler, móðurfélag Mercedes Benz um 870 milljónir evra að jafnvirði um 118 milljarða íslenskra króna. Daimler var gefið að sök að bregaðst ekki við þegar upp kom grunur um að einhverjir dísil bílar framleiðandans væru hannaðir til að svindla sig í gegnum útblástursmælingar. Í yfirlýsingu frá saksóknara í Stuttgart segir að þýski framleiðandinn hafi selt um 684.000 bíla sem stóðust ekki reglur Evrópusambandsins. Daimler segir í yfirlýsingu vegna málsins að félagið hafi ákveðið að áfrýja ekki og líti á að málinu sé „að fullu lokið“. „Til að gæta gegnsæis í framtíðinni varðandi túlkun lagaákvæða í flóknu lagaumhverfi, heldur Daimler uppi andmælum gegn fyrirskipunum KBA (þýsk samgönguyfirvöld). Eftir mat á öllum þáttum hefur Daimler ákveðið að aðhafast ekki frekar í meintum stjórnsýslubrotum.“ Mercedes Benz hefur nýlega kynnt til leiks mikið af rafmagnsbílum.Í yfirlýsingu Daimler ítrekaði félagið að sektin myndi ekki hafa veruleg áhrif á afkomu á þriðja ársfjórðungi. Áður hefur saksóknarinn í Stuttgart sektað Porsche um 535 milljónir evra að jafnvirði um 72 milljarða íslenskra króna vegna dísilskandalsins. Saksónknaraembættið í Stuttgart hefur gefið út að sekt Daimler hafi engin áhrif á rannsóknir embættisins vegna rannsóknar á einstaklingum sem grunaðir eru um að hafa vitað af hugbúnaði sem var notaður til að komast fram hjá útblástursmælingum.
Bílar Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent