Arnar: Hef ekki upplifað annað eins Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 25. september 2019 18:43 Arnar stýrði kvennalandsliðinu í fyrsta sinn í dag. vísir/andri marinó Þetta var engin drauma byrjun hjá nýráðnum þjálfara Íslands, Arnari Péturssyni, sem tapaði með 21 marki, 29-8, gegn Króatíu á útivelli í dag. „Ég hafði ekki þær væntingar að við myndum klára þær, ég vissi alveg að þetta yrði erfitt. Enn ég hafði þær væntingar, eftir að hafa skoðað Króatana vel, að við myndum standa meira í þeim en við gerðum,“ sagði Addi Pé aðspurður um þær væntingar sem hann hafði fyrir leikinn „Ég vissi að við værum töluvert á eftir þeim, sérstaklega líkamlega. Þær vinna okkur alltaf maður á mann og við unnum líka illa úr stöðunni tvær á tvær. Við eigum að gera betur í þessum stöðum en það er líka partur af þessu, að við erum eftirá hvað líkamlegt atgervi varðar. Þetta er eitthvað sem ég sem þjálfari, og við í heild þurfum að fara að skoða betur.“ Arnar segist geta tekið eitthvað aðeins jákvætt með sér eftir þennan leik, hann segir að vörnin hafi oft á tíðum verið að vinna vel og segir að bæði, Steinunn Björnsdóttir og Ester Óskarsdóttir, hafi unnið vel í vörninni og segir hann það vera eitthvað sem hann getur byggt á. Enn Arnar tekur undir það að sóknarleikurinn hafi verið afar erfiður í dag og að hann þurfi að skoða betur hvað hægt sé að gera fyrir leikinn gegn Frökkum á sunnudaginn „Sóknarlega var þetta erfitt, við viljum spila hraða sókn en það er spurning hvort við þurfum ekki að fara að hægja aðeins á okkur og reyna frekar að vinna betur úr stöðunum sóknarlega. Í upphafi leiks vorum við alveg að koma okkur í færi, en við klikkuðum á einhverjum 8-9 dauðafærum sem reif bara tennurnar úr stelpunum.“ Arnar segist ennþá vera að reyna að ná áttum á því hvað í raun og veru gerðist í leiknum og hann hafi hreinlega ekki upplifað annað eins áður „Ég er bara sjokkeraður að tapa með 20 mörkum, þetta er eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður. Hvað þá að skora bara 3 mörk í fyrri hálfleik, þetta er alveg nýtt fyrir mér.“ Arnar viðurkennir að hann sé ekki með miklar væntingar fyrir leikinn gegn heims- og evrópumeisturunum á sunnudaginn, sérstaklega ekki eftir þennan leik en hann gerir þær kröfur að stelpurnar geri betur „Ég geri bara þær kröfur að við gerum betur. Að við verðum hugrakkari í því sem við erum að gera, förum all-in og sleppum okkur,“ sagði Arnar að lokum. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Króatía 29-8 Ísland | Stelpurnar steinlágu í Króatíu Frumraun Arnars Péturssonar með íslenska kvennalandsliðið fór eins illa og hugsast gat þegar liðið steinlá fyrir Króatíu í undankeppni EM 2020 í Osijek í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 25. september 2019 18:15 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Sjá meira
Þetta var engin drauma byrjun hjá nýráðnum þjálfara Íslands, Arnari Péturssyni, sem tapaði með 21 marki, 29-8, gegn Króatíu á útivelli í dag. „Ég hafði ekki þær væntingar að við myndum klára þær, ég vissi alveg að þetta yrði erfitt. Enn ég hafði þær væntingar, eftir að hafa skoðað Króatana vel, að við myndum standa meira í þeim en við gerðum,“ sagði Addi Pé aðspurður um þær væntingar sem hann hafði fyrir leikinn „Ég vissi að við værum töluvert á eftir þeim, sérstaklega líkamlega. Þær vinna okkur alltaf maður á mann og við unnum líka illa úr stöðunni tvær á tvær. Við eigum að gera betur í þessum stöðum en það er líka partur af þessu, að við erum eftirá hvað líkamlegt atgervi varðar. Þetta er eitthvað sem ég sem þjálfari, og við í heild þurfum að fara að skoða betur.“ Arnar segist geta tekið eitthvað aðeins jákvætt með sér eftir þennan leik, hann segir að vörnin hafi oft á tíðum verið að vinna vel og segir að bæði, Steinunn Björnsdóttir og Ester Óskarsdóttir, hafi unnið vel í vörninni og segir hann það vera eitthvað sem hann getur byggt á. Enn Arnar tekur undir það að sóknarleikurinn hafi verið afar erfiður í dag og að hann þurfi að skoða betur hvað hægt sé að gera fyrir leikinn gegn Frökkum á sunnudaginn „Sóknarlega var þetta erfitt, við viljum spila hraða sókn en það er spurning hvort við þurfum ekki að fara að hægja aðeins á okkur og reyna frekar að vinna betur úr stöðunum sóknarlega. Í upphafi leiks vorum við alveg að koma okkur í færi, en við klikkuðum á einhverjum 8-9 dauðafærum sem reif bara tennurnar úr stelpunum.“ Arnar segist ennþá vera að reyna að ná áttum á því hvað í raun og veru gerðist í leiknum og hann hafi hreinlega ekki upplifað annað eins áður „Ég er bara sjokkeraður að tapa með 20 mörkum, þetta er eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður. Hvað þá að skora bara 3 mörk í fyrri hálfleik, þetta er alveg nýtt fyrir mér.“ Arnar viðurkennir að hann sé ekki með miklar væntingar fyrir leikinn gegn heims- og evrópumeisturunum á sunnudaginn, sérstaklega ekki eftir þennan leik en hann gerir þær kröfur að stelpurnar geri betur „Ég geri bara þær kröfur að við gerum betur. Að við verðum hugrakkari í því sem við erum að gera, förum all-in og sleppum okkur,“ sagði Arnar að lokum.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Króatía 29-8 Ísland | Stelpurnar steinlágu í Króatíu Frumraun Arnars Péturssonar með íslenska kvennalandsliðið fór eins illa og hugsast gat þegar liðið steinlá fyrir Króatíu í undankeppni EM 2020 í Osijek í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 25. september 2019 18:15 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Króatía 29-8 Ísland | Stelpurnar steinlágu í Króatíu Frumraun Arnars Péturssonar með íslenska kvennalandsliðið fór eins illa og hugsast gat þegar liðið steinlá fyrir Króatíu í undankeppni EM 2020 í Osijek í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 25. september 2019 18:15