Bráðnun Grænlandsjökuls á við allra minni jökla samanlagt Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2019 15:15 Jaðar Russell-jökulsins nærri Kangerlussuaq á Vestur-Grænlandi. Bráðnun jökulsins hefur stóraukist á þessari öld. Vísir/Getty Hert hefur á bráðnun Grænlandsjökuls vegna loftslagsbreytinga af völdum manna undanfarin ár þannig að hann tapar nú árlega á þriðja hundrað milljarða tonna af ís. Íslenskur jöklafræðingur segir athyglisvert að bráðnun á Grænlandi jafnist nú á við þá sem á sér stað á öllum jöklum jarðar utan Suðurskautslandsins samanlagt. Nýjustu rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga á höf og freðhvolf jarðar eru dregnar saman í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem var birt í dag. Í henni kemur fram að allar ísbreiður og jöklar á jörðinni skreppi nú saman vegna hnattrænnar hlýnunar og mat á hækkunar yfirborðs sjávar er hækkað frá fyrri skýrslum. Hrafnhildur Hannesdóttir, jöklafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir sérstaklega athygli vekja hversu mikið hafi bætt í bráðnun Grænlandsjökuls frá því að síðasta skýrsla þessarar tegundar kom út árið 2013. „Þá var talað um að bráðnun á Grænlandi og Suðurskautslandinu væri á við það sem aðrir jöklar á jörðinni væru að bráðna en núna er þessi tala fyrir Grænland búin að hækka umtalsvert,“ segir hún við Vísi.Sjá einnig:Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Þannig kemur fram í skýrslunni að Grænlandsjökull hafi rýrnað um 278 milljarða tonna á ári á milli 2006 og 2015. Á sama tímabili hafi aðrir jöklar en Suðurskautslandsísinn minnkað um sambærilegt magn. Árleg rýrnun Grænlandsjökuls og annarra jökla er ennfremur sögð fara vaxandi. Hopið haldi áfram út öldina jafnvel þó að dregið verði stórlega úr losun gróðurhúsalofttegunda á komandi áratugum. Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofunni, segir skýrsluna taka undir ályktanir sem aukin fullvissa hefur myndast um síðustu ár að stóru jöklarnir á Grænlandi og Suðurskautslandinu sem geyma langmestan ísforða jarðarinnar eigi eftir að stjórna því til lengri tíma hvernig sjávarstaða þróast. „Grænland eitt er nú komið á svipaðan stað og allir aðrir minni jöklar. Suðurskautslandið er með hraðvaxandi framlag þó að það sé ekki ennþá orðið jafnmikið,“ segir hann.Gert er ráð fyrir meiri hækkun yfirborðs sjávar á þessari öld en í fyrri skýrslum IPCC. Hækkunin við Ísland er talin verða aðeins hluti af heimsmeðaltali en það er þó háð mikilli óvissu um afdrif íssins á Suðurskautslandinu.Vísir/VilhelmLeysingarvatn eykur hlýnun og skriðhraða Rýrnun Grænlandsjökul er aðallega sögð rakin til yfirborðsbráðnunar. Hrafnhildur bendir á að leysingarsvæði á jöklinum hafi stækkað á síðustu áratugum. Jökullinn sé viðkvæmir fyrir hitastigsbreytingum en áður fyrr var sjaldgæft að hiti á honum færi yfir frostmark að sumri til. Yfirborðsbráðnun hefur tvíþætt áhrif sem hraða á rýrnun jökulsins. Dökkt yfirborð tjarna bráðnunarvatns sem myndast á jöklinum dregur í sig meiri sólarorku en hvítur ísinn sem endurvarpar stærstum hluta sólarljóssins alla jafna. Sú orka eykur enn á bráðnunina. Leysingarvatnið seitlar ennfremur niður í gegnum sprungur og glufur í ísnum. Við botn jökulsins smyr vatnið undirlagið sem eykur skriðhraða hans niður að sjó. Hrafnhildur segir að bráðnun jökla sem kelfa í firði á Grænlandi hafi einnig aukist.Gríðarlegt magn vatns er bundið í ísbreiðunni á Suðurskautslandinu, nóg til að hækka yfirborð sjávar um allt að sjötíu metra og kaffæra allar strandbyggðir manna.Vísir/GettyBreytingar á Suðurskautslandinu gætu orðið snöggar Á Suðurskautslandinu, þar sem aðstæður eru umtalsvert aðrar og kaldari en á Grænlandi, hefur massatap íshellunnar verið minna en á Grænlandsjökli. Áætlað er í skýrslu IPCC að það hafi numið 155 milljörðum tonna á ári að meðaltali frá 2006 til 2015. Tapið fer vaxandi eins og Grænlandi. Massatapið á Suðurskautslandinu er aðallega vegna þynningar og hops jökla sem kelfa út í hafið frá ísbreiðunni á Vestur-Suðurskautslandinu. Mun kaldara er á suðurskautinu en á Grænlandi og því verður lítil leysing á yfirborði íssins. Þar er það því hlýr sjór sem kemst að skriðjöklum sem ganga út í hafið sem þynnir jökulinn neðan frá. Í skýrslu IPCC segir að í Amundsenflóa við Vestur-Suðurskautslandið og á Wilkeslandi á Austur-Suðurskautslandinu hafi skriðhraði jöklanna aukist og kefling þeirra í sjó fram sömuleiðis. Enn skorti þó mælingar þar og líkön hafi ekki náð að herma skrið íssins nægilega vel. „Því er ekki ljóst hvort þarna megi greina upphafi óðahörfunar vegna óstöðugleika sem rekja má til þess að jöklar þessir (eða hlutar þeirra) mara í hálfu kafi í sjó,“ segir í skýrslunni. Hrafnhildur segir að nýjar rannsóknir á Suðurskautslandinu bendi til þess að breytingar þar geti orðið afar snöggar. „Ef þessar ísþiljur sem streyma út í sjóinn brotna upp er það ferli sem getur gerst á mjög stuttum tíma,“ segir hún. Bráðnaði Suðurskautslandsísinn allur hækkaði hann yfirborð sjávar um allt að sjötíu metra. Hrafnhildur segir að slíkt gerðist þó á nokkrum öldum eða jafnvel þúsundum ára.Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.Vísir/BaldurFramlag Suðurskautslandsins til hækkunar sjávarstöðu tvöfaldast á fáum árum Sjávarstaða við Ísland er frekar háð örlögum íssins á Suðurskautslandinu en á Grænlandi. Jökullinn á Grænlandi er svo massamikill að þyngdarsvið hans dregur hafið að sér og hækkar þannig sjávarstöðuna í kringum sig. Þegar Grænlandsjökull tapar massa slaknar á þyngdarkraftinum og sjávarstaða lækkar í kringum hann. Meðal annars af þessari ástæðu var gert ráð fyrir að hækkun yfirborðs sjávar við Ísland yrði innan við helmingur af hnattrænu meðaltali á þessari öld í vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga sem kom út í fyrra. Búist er við að hækkunin geti numið allt að metra á þessari öld. Í þeirri skýrslu var þó varað við að mikil óvissa væri um hækkunina hér vegna þess að ekki væri ljóst hver afdrif íshellunar á Suðurskautslandinu yrðu. Hækkunin gæti numið um 90% af hnattrænu meðaltali gangi dökkar spár fyrir ísbreiðuna á Suðurskautslandinu eftir.Sjá einnig:Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Tómas Jóhannesson frá Veðurstofunni segir að skiptar skoðanir séu um hvort að ísinn á Suðurskautslandinu sé þegar orðinn óstöðugur og geti hörfað hratt eða hvort hann sé enn að nálgast það stig. Fyrri skýrslur IPCC hafi verið gagnrýndar verið að leggja ekki nægilega mikla áherslu á þennan möguleika. Bendir hann á að meðan að framlag Grænlandsjökuls til sjávarborðshækkunar hafi hátt í tvöfaldast á tíu til tuttugu árum hafi framlag Suðurskautslandsíssins tvöfaldast á þremur til fimm árum. „Almennt er erfitt að spá fyrir um þessa þróun. Það ríkir enn talsverð óvissa um hvort þessu þróun verður mjög hröð eða bara ámóta eins og er núna,“ segir Tómas. Miklu muni um hvort þróunin verði áfram stigvaxandi eða hvort hún verði á sama róli og nú áfram.Tunga Skálafellsjökuls árið 2019. Útlínurnar sýna hversu langt hún hefur hörfað frá árinu 1989.Veðurstofan/Kieran Baxter/Háskólinn í DundeeJöklarnir nú ráðandi í hækkun sjávarstöðu Spáð er að litlir jöklar í Ölpunum, Kákasusfjöllum, í hitabeltinu, Norður-Asíu og Skandínavíu rýrni um meira en 80% að rúmmáli til loka aldarinnar. Mest verði rýnun jökla á heimskautasvæðunum, þar á meðal á jöðrum Grænlandsjökul og Suðurskautsjökulsins, á kanadísku og rússnesku íshafseyjunum, í Alaska, á Íslandi og á Svalbarða. Heimskautasvæðin muni leggja til um 80% hækkunar sjávar af völdum bráðnandi jökla. Saman leggja bráðnandi jöklar jarðar nú meira til yfirborðshækkunar sjávar en hitaútþensla sjávar. Yfirborð sjávar hækkar um 3,5 millímetra á ári. Þar af leggja stóru ísbreiðurnar á Grænlandi og Suðurskautslandinu til um hálfan til einn millímetra á ári. Mat IPCC á líklegri hnattrænni hækkun yfirborðs sjávar á öldinni er hækkað í nýju skýrslunni. Hækkunin er talin geta numið frá 0,4 metrum frá tímabilinu 1986-2005 til 2081-2100 upp í 0,84 metra eftir því hvernig losun manna á gróðurhúsalofttegundum þróast. Grænlandsjökull og Suðurskautslandið gætu hvort um sig lagt um 0,28 metra til hærri sjávarstöðu við aldarlok. Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Sameinuðu þjóðirnar Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Deilur um yfirráð nytjastofna gætu orðið tíðari með hlýnun hafsins Útbreiðsla og stofnstærð fisktegunda hefur breyst vegna hlýnunar hafsins af völdum manna og það gæti leitt til tíðari átaka á milli ríkja um veiðar. 25. september 2019 11:00 Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Skilyrði til búsetu á norðurskautinu og náttúruvá er á meðal þess sem breytist vegna áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf jarðar og freðhvolf. 25. september 2019 09:00 Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Hert hefur á bráðnun Grænlandsjökuls vegna loftslagsbreytinga af völdum manna undanfarin ár þannig að hann tapar nú árlega á þriðja hundrað milljarða tonna af ís. Íslenskur jöklafræðingur segir athyglisvert að bráðnun á Grænlandi jafnist nú á við þá sem á sér stað á öllum jöklum jarðar utan Suðurskautslandsins samanlagt. Nýjustu rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga á höf og freðhvolf jarðar eru dregnar saman í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem var birt í dag. Í henni kemur fram að allar ísbreiður og jöklar á jörðinni skreppi nú saman vegna hnattrænnar hlýnunar og mat á hækkunar yfirborðs sjávar er hækkað frá fyrri skýrslum. Hrafnhildur Hannesdóttir, jöklafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir sérstaklega athygli vekja hversu mikið hafi bætt í bráðnun Grænlandsjökuls frá því að síðasta skýrsla þessarar tegundar kom út árið 2013. „Þá var talað um að bráðnun á Grænlandi og Suðurskautslandinu væri á við það sem aðrir jöklar á jörðinni væru að bráðna en núna er þessi tala fyrir Grænland búin að hækka umtalsvert,“ segir hún við Vísi.Sjá einnig:Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Þannig kemur fram í skýrslunni að Grænlandsjökull hafi rýrnað um 278 milljarða tonna á ári á milli 2006 og 2015. Á sama tímabili hafi aðrir jöklar en Suðurskautslandsísinn minnkað um sambærilegt magn. Árleg rýrnun Grænlandsjökuls og annarra jökla er ennfremur sögð fara vaxandi. Hopið haldi áfram út öldina jafnvel þó að dregið verði stórlega úr losun gróðurhúsalofttegunda á komandi áratugum. Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofunni, segir skýrsluna taka undir ályktanir sem aukin fullvissa hefur myndast um síðustu ár að stóru jöklarnir á Grænlandi og Suðurskautslandinu sem geyma langmestan ísforða jarðarinnar eigi eftir að stjórna því til lengri tíma hvernig sjávarstaða þróast. „Grænland eitt er nú komið á svipaðan stað og allir aðrir minni jöklar. Suðurskautslandið er með hraðvaxandi framlag þó að það sé ekki ennþá orðið jafnmikið,“ segir hann.Gert er ráð fyrir meiri hækkun yfirborðs sjávar á þessari öld en í fyrri skýrslum IPCC. Hækkunin við Ísland er talin verða aðeins hluti af heimsmeðaltali en það er þó háð mikilli óvissu um afdrif íssins á Suðurskautslandinu.Vísir/VilhelmLeysingarvatn eykur hlýnun og skriðhraða Rýrnun Grænlandsjökul er aðallega sögð rakin til yfirborðsbráðnunar. Hrafnhildur bendir á að leysingarsvæði á jöklinum hafi stækkað á síðustu áratugum. Jökullinn sé viðkvæmir fyrir hitastigsbreytingum en áður fyrr var sjaldgæft að hiti á honum færi yfir frostmark að sumri til. Yfirborðsbráðnun hefur tvíþætt áhrif sem hraða á rýrnun jökulsins. Dökkt yfirborð tjarna bráðnunarvatns sem myndast á jöklinum dregur í sig meiri sólarorku en hvítur ísinn sem endurvarpar stærstum hluta sólarljóssins alla jafna. Sú orka eykur enn á bráðnunina. Leysingarvatnið seitlar ennfremur niður í gegnum sprungur og glufur í ísnum. Við botn jökulsins smyr vatnið undirlagið sem eykur skriðhraða hans niður að sjó. Hrafnhildur segir að bráðnun jökla sem kelfa í firði á Grænlandi hafi einnig aukist.Gríðarlegt magn vatns er bundið í ísbreiðunni á Suðurskautslandinu, nóg til að hækka yfirborð sjávar um allt að sjötíu metra og kaffæra allar strandbyggðir manna.Vísir/GettyBreytingar á Suðurskautslandinu gætu orðið snöggar Á Suðurskautslandinu, þar sem aðstæður eru umtalsvert aðrar og kaldari en á Grænlandi, hefur massatap íshellunnar verið minna en á Grænlandsjökli. Áætlað er í skýrslu IPCC að það hafi numið 155 milljörðum tonna á ári að meðaltali frá 2006 til 2015. Tapið fer vaxandi eins og Grænlandi. Massatapið á Suðurskautslandinu er aðallega vegna þynningar og hops jökla sem kelfa út í hafið frá ísbreiðunni á Vestur-Suðurskautslandinu. Mun kaldara er á suðurskautinu en á Grænlandi og því verður lítil leysing á yfirborði íssins. Þar er það því hlýr sjór sem kemst að skriðjöklum sem ganga út í hafið sem þynnir jökulinn neðan frá. Í skýrslu IPCC segir að í Amundsenflóa við Vestur-Suðurskautslandið og á Wilkeslandi á Austur-Suðurskautslandinu hafi skriðhraði jöklanna aukist og kefling þeirra í sjó fram sömuleiðis. Enn skorti þó mælingar þar og líkön hafi ekki náð að herma skrið íssins nægilega vel. „Því er ekki ljóst hvort þarna megi greina upphafi óðahörfunar vegna óstöðugleika sem rekja má til þess að jöklar þessir (eða hlutar þeirra) mara í hálfu kafi í sjó,“ segir í skýrslunni. Hrafnhildur segir að nýjar rannsóknir á Suðurskautslandinu bendi til þess að breytingar þar geti orðið afar snöggar. „Ef þessar ísþiljur sem streyma út í sjóinn brotna upp er það ferli sem getur gerst á mjög stuttum tíma,“ segir hún. Bráðnaði Suðurskautslandsísinn allur hækkaði hann yfirborð sjávar um allt að sjötíu metra. Hrafnhildur segir að slíkt gerðist þó á nokkrum öldum eða jafnvel þúsundum ára.Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.Vísir/BaldurFramlag Suðurskautslandsins til hækkunar sjávarstöðu tvöfaldast á fáum árum Sjávarstaða við Ísland er frekar háð örlögum íssins á Suðurskautslandinu en á Grænlandi. Jökullinn á Grænlandi er svo massamikill að þyngdarsvið hans dregur hafið að sér og hækkar þannig sjávarstöðuna í kringum sig. Þegar Grænlandsjökull tapar massa slaknar á þyngdarkraftinum og sjávarstaða lækkar í kringum hann. Meðal annars af þessari ástæðu var gert ráð fyrir að hækkun yfirborðs sjávar við Ísland yrði innan við helmingur af hnattrænu meðaltali á þessari öld í vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga sem kom út í fyrra. Búist er við að hækkunin geti numið allt að metra á þessari öld. Í þeirri skýrslu var þó varað við að mikil óvissa væri um hækkunina hér vegna þess að ekki væri ljóst hver afdrif íshellunar á Suðurskautslandinu yrðu. Hækkunin gæti numið um 90% af hnattrænu meðaltali gangi dökkar spár fyrir ísbreiðuna á Suðurskautslandinu eftir.Sjá einnig:Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Tómas Jóhannesson frá Veðurstofunni segir að skiptar skoðanir séu um hvort að ísinn á Suðurskautslandinu sé þegar orðinn óstöðugur og geti hörfað hratt eða hvort hann sé enn að nálgast það stig. Fyrri skýrslur IPCC hafi verið gagnrýndar verið að leggja ekki nægilega mikla áherslu á þennan möguleika. Bendir hann á að meðan að framlag Grænlandsjökuls til sjávarborðshækkunar hafi hátt í tvöfaldast á tíu til tuttugu árum hafi framlag Suðurskautslandsíssins tvöfaldast á þremur til fimm árum. „Almennt er erfitt að spá fyrir um þessa þróun. Það ríkir enn talsverð óvissa um hvort þessu þróun verður mjög hröð eða bara ámóta eins og er núna,“ segir Tómas. Miklu muni um hvort þróunin verði áfram stigvaxandi eða hvort hún verði á sama róli og nú áfram.Tunga Skálafellsjökuls árið 2019. Útlínurnar sýna hversu langt hún hefur hörfað frá árinu 1989.Veðurstofan/Kieran Baxter/Háskólinn í DundeeJöklarnir nú ráðandi í hækkun sjávarstöðu Spáð er að litlir jöklar í Ölpunum, Kákasusfjöllum, í hitabeltinu, Norður-Asíu og Skandínavíu rýrni um meira en 80% að rúmmáli til loka aldarinnar. Mest verði rýnun jökla á heimskautasvæðunum, þar á meðal á jöðrum Grænlandsjökul og Suðurskautsjökulsins, á kanadísku og rússnesku íshafseyjunum, í Alaska, á Íslandi og á Svalbarða. Heimskautasvæðin muni leggja til um 80% hækkunar sjávar af völdum bráðnandi jökla. Saman leggja bráðnandi jöklar jarðar nú meira til yfirborðshækkunar sjávar en hitaútþensla sjávar. Yfirborð sjávar hækkar um 3,5 millímetra á ári. Þar af leggja stóru ísbreiðurnar á Grænlandi og Suðurskautslandinu til um hálfan til einn millímetra á ári. Mat IPCC á líklegri hnattrænni hækkun yfirborðs sjávar á öldinni er hækkað í nýju skýrslunni. Hækkunin er talin geta numið frá 0,4 metrum frá tímabilinu 1986-2005 til 2081-2100 upp í 0,84 metra eftir því hvernig losun manna á gróðurhúsalofttegundum þróast. Grænlandsjökull og Suðurskautslandið gætu hvort um sig lagt um 0,28 metra til hærri sjávarstöðu við aldarlok.
Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Sameinuðu þjóðirnar Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Deilur um yfirráð nytjastofna gætu orðið tíðari með hlýnun hafsins Útbreiðsla og stofnstærð fisktegunda hefur breyst vegna hlýnunar hafsins af völdum manna og það gæti leitt til tíðari átaka á milli ríkja um veiðar. 25. september 2019 11:00 Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Skilyrði til búsetu á norðurskautinu og náttúruvá er á meðal þess sem breytist vegna áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf jarðar og freðhvolf. 25. september 2019 09:00 Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Deilur um yfirráð nytjastofna gætu orðið tíðari með hlýnun hafsins Útbreiðsla og stofnstærð fisktegunda hefur breyst vegna hlýnunar hafsins af völdum manna og það gæti leitt til tíðari átaka á milli ríkja um veiðar. 25. september 2019 11:00
Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Skilyrði til búsetu á norðurskautinu og náttúruvá er á meðal þess sem breytist vegna áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf jarðar og freðhvolf. 25. september 2019 09:00
Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00