„Þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2019 10:43 Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra ræddi meðal annars málefni lögreglunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. vísir/vilhelm Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ástandið sem upp sé komið innan lögreglunnar sé ekki gott. Hún segist ekki telja að vantrauststillögur átta af níu lögreglustjórum og Landsambands lögreglumanna í garð Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, sé aðeins til komið vegna deilna um bílamiðstöð ríkislögreglustjóra og fatamál lögreglumanna. „Þetta er ekki gott. Það er ekki gott að svona fréttir berist að menn séu að lýsa vantrausti og þessi innanhúsátök. Ég get ekki tjáð mig meira um það enda veit ég ekkert meira um þetta en þið,“ sagði Sigríður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurð hvort hún hefði orðið vör við þessi mál innan lögreglunnar á meðan hún gegndi embætti svaraði Sigríður því játandi. „Auðvitað eru alls konar mál sem koma upp. Það hafa verið fluttar fréttir af þessum bílabanka, það er búið að vera margra ára ágreiningur lögregluembættanna úti á landi við ríkislögreglustjóraembættið sem rekur bílabankann. Ég einmitt vakti nú máls á því að menn ættu að fara í eitthvað fyrirkomulag en þennan bílabanka en ég hins vegar fékk engin svör þegar ég var í ráðuneytinu hvaða aðrar leiðir væri hægt að fara og ég hef ekki heyrt, það er búið að taka ákvörðun um að leggja bílabankann niður, gott og vel, en ég hef ekki heyrt hvaða aðrar leiðir á að fara í þeim efnum sem myndu hugnast mönnum úti á landi betur,“ sagði Sigríður og bætti við að hún héldi að það þyrfti að koma á meiri festu varðandi lögreglubílana, til dæmis hvað varðar staðlaðan búnað.Klippa: Sigríður Andersen um ástandið í lögreglunniRáðherra þarf að taka á málinu „En þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum. Það þætti mér nú ansi djúpt árina tekið með slíku. Þannig að mér finnst nú kannski vanta í þennan fréttaflutning fjölmiðlanna að þeir skýri það fyrir lesendum af hverju þetta vantraust er lagt fram en ég geri nú ráð fyrir því að ráðherrann skoði það. Það þarf að minnsta kosti að liggja fyrir af hverju vantraustið nákvæmlega er.“ Spurð út í það hvort Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, þyrfti ekki að taka á málinu sagði Sigríður að sjálfsögðu þyrfti að gera það. „Það þarf einhvern veginn að svara því hvað eigi að gera við svona vantraust. Þetta er ekki gott ástand og það er ekki gott að menn endi svona mál í fjölmiðlum og með þessum hætti.“ Fréttastofa ræddi við Áslaugu Örnu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun og spurði hana út í stöðu Haraldar ríkislögreglustjóra í ljósi vantraustsyfirlýsinganna sem bárust í gær. Sagði hún að Haraldur muni ekki stíga til hliðar þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingu lögreglustjóra. Vinna væri í gangi í gangi í ráðuneytinu varðandi málefni lögreglunnar og ætti hún ekki að taka meira en tvær vikur. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ástandið sem upp sé komið innan lögreglunnar sé ekki gott. Hún segist ekki telja að vantrauststillögur átta af níu lögreglustjórum og Landsambands lögreglumanna í garð Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, sé aðeins til komið vegna deilna um bílamiðstöð ríkislögreglustjóra og fatamál lögreglumanna. „Þetta er ekki gott. Það er ekki gott að svona fréttir berist að menn séu að lýsa vantrausti og þessi innanhúsátök. Ég get ekki tjáð mig meira um það enda veit ég ekkert meira um þetta en þið,“ sagði Sigríður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurð hvort hún hefði orðið vör við þessi mál innan lögreglunnar á meðan hún gegndi embætti svaraði Sigríður því játandi. „Auðvitað eru alls konar mál sem koma upp. Það hafa verið fluttar fréttir af þessum bílabanka, það er búið að vera margra ára ágreiningur lögregluembættanna úti á landi við ríkislögreglustjóraembættið sem rekur bílabankann. Ég einmitt vakti nú máls á því að menn ættu að fara í eitthvað fyrirkomulag en þennan bílabanka en ég hins vegar fékk engin svör þegar ég var í ráðuneytinu hvaða aðrar leiðir væri hægt að fara og ég hef ekki heyrt, það er búið að taka ákvörðun um að leggja bílabankann niður, gott og vel, en ég hef ekki heyrt hvaða aðrar leiðir á að fara í þeim efnum sem myndu hugnast mönnum úti á landi betur,“ sagði Sigríður og bætti við að hún héldi að það þyrfti að koma á meiri festu varðandi lögreglubílana, til dæmis hvað varðar staðlaðan búnað.Klippa: Sigríður Andersen um ástandið í lögreglunniRáðherra þarf að taka á málinu „En þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum. Það þætti mér nú ansi djúpt árina tekið með slíku. Þannig að mér finnst nú kannski vanta í þennan fréttaflutning fjölmiðlanna að þeir skýri það fyrir lesendum af hverju þetta vantraust er lagt fram en ég geri nú ráð fyrir því að ráðherrann skoði það. Það þarf að minnsta kosti að liggja fyrir af hverju vantraustið nákvæmlega er.“ Spurð út í það hvort Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, þyrfti ekki að taka á málinu sagði Sigríður að sjálfsögðu þyrfti að gera það. „Það þarf einhvern veginn að svara því hvað eigi að gera við svona vantraust. Þetta er ekki gott ástand og það er ekki gott að menn endi svona mál í fjölmiðlum og með þessum hætti.“ Fréttastofa ræddi við Áslaugu Örnu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun og spurði hana út í stöðu Haraldar ríkislögreglustjóra í ljósi vantraustsyfirlýsinganna sem bárust í gær. Sagði hún að Haraldur muni ekki stíga til hliðar þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingu lögreglustjóra. Vinna væri í gangi í gangi í ráðuneytinu varðandi málefni lögreglunnar og ætti hún ekki að taka meira en tvær vikur.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira