Blöndubændur semja við Starir Karl Lúðvíksson skrifar 24. september 2019 08:24 Blanda er komin til Veiðifélagsins Starir. Eins og við greindum frá rifti Lax-Á samningi við Blöndubændur þegar ár var eftir af leigutímanum og það hefur verið leitað eftir nýjum aðila til að taka við Blöndu og Svartá. Samkvæmt okkar heimildum hefur verið samið við Veiðifélagið Starir til næstu 5 ára en félagið átti hæsta boð í árnar. Ekki hefur fengist uppgefið hverjir aðrir tóku þátt í útboðinu en það verður að teljast ansi líklegt að SVFR og Hreggnasi hafi verið meðal þeirra en það á þó eftir að fást staðfest. Þær breytingar voru nýlega samþykktar af veiðifélagi Blöndu og Svartár að Blanda verið hér eftir aðeins veidd á flugu og kvóti minnkaður niður í einn lax á vakt. Starir hafa meðal annars Þverá, Kjarrá, Víðidalsá, Brennuna og Straumana á sínum snærum og eru Blanda og Svartá þess vegna ansi rífleg viðbót við stangarframboðið hjá félaginu en báðar árnar eiga mjög stórann hóp aðdáenda og stækkandi hópur veiðimanna sem fer til að mynda Blöndu notar aðeins flugu. Það er eins líklegt að aðsókn erlendra veiðimanna eigi eftir að aukast enn frekar í árnar eftir að þær verða aðeins veiddar á flugu og kvóti minnkaður en ríflegur kvóti í sumum ánum hefur fælt frá erlenda veiðimenn sem vilja hreinlega ekki veiða í ánum þar sem mikið af laxi er drepinn. Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði
Eins og við greindum frá rifti Lax-Á samningi við Blöndubændur þegar ár var eftir af leigutímanum og það hefur verið leitað eftir nýjum aðila til að taka við Blöndu og Svartá. Samkvæmt okkar heimildum hefur verið samið við Veiðifélagið Starir til næstu 5 ára en félagið átti hæsta boð í árnar. Ekki hefur fengist uppgefið hverjir aðrir tóku þátt í útboðinu en það verður að teljast ansi líklegt að SVFR og Hreggnasi hafi verið meðal þeirra en það á þó eftir að fást staðfest. Þær breytingar voru nýlega samþykktar af veiðifélagi Blöndu og Svartár að Blanda verið hér eftir aðeins veidd á flugu og kvóti minnkaður niður í einn lax á vakt. Starir hafa meðal annars Þverá, Kjarrá, Víðidalsá, Brennuna og Straumana á sínum snærum og eru Blanda og Svartá þess vegna ansi rífleg viðbót við stangarframboðið hjá félaginu en báðar árnar eiga mjög stórann hóp aðdáenda og stækkandi hópur veiðimanna sem fer til að mynda Blöndu notar aðeins flugu. Það er eins líklegt að aðsókn erlendra veiðimanna eigi eftir að aukast enn frekar í árnar eftir að þær verða aðeins veiddar á flugu og kvóti minnkaður en ríflegur kvóti í sumum ánum hefur fælt frá erlenda veiðimenn sem vilja hreinlega ekki veiða í ánum þar sem mikið af laxi er drepinn.
Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði