Björguðu ferðamanni sem keyrði út í Kaldaklofskvísl Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. september 2019 23:20 Aðstæður voru erfiðar á vettvangi í kvöld. Skjáskot/Landsbjörg Björgunarsveitir voru kallaðar út í kvöld til bjargar ferðamanni sem fest hafði bíl sinni út í Kaldaklofskvísl. Þegar björgunarsveitarfólkið kom á staðinn hafði hann komist sjálfur í land og beið þar eftir aðstoð. „Hann keyrði út í á á fullri ferð sem var allt of stór fyrir þennan bíl,“ segir Jón Hermannsson björgunarsveitarmaður hjá Landsbjörg í samtali við Vísi. „Hann stoppaði á stórum steinum sem eru þarna í ánni. Hann komst svo í land og gat hringt í okkur í landi.“ Jón segir að bíllinn hafi verið búinn að fljóta nokkra metra niður ánna. Ferðamaðurinn var á leið fjallabaksleið syðri þegar hann keyrði út í Kaldaklofskvísl og hafði enga þekkti ekki til á þessu svæði. „Hann var blautur og kaldur og bar sig vel. Hann hafði getað labbað fram og til baka á svæðinu umhverfis bílinn til þess að halda á sér hita. Hann var ekkert slasaður“ Hefði getað farið verr Fyrsta verk ferðamannsins var að fara á bílaleiguna og ná sér í annan bíl. Hann þurfti ekki að fara á sjúkrahús til aðhlynningar. Aðgerðum á vettvangi lauk nú á tíunda tímanum í kvöld. „Þær gengu bara ljómandi vel. Þetta var einn einstaklingur á litlum bílaleigubíl sem að ekki átti neitt erindi á þetta svæði þar sem hann var. Eins og sjá má í myndbandi sem Landsbjörg birti nú í kvöld, var rigning og rok á svæðinu þar sem ferðamaðurinn fór út í. „Það var líka djúpt vatnið í kringum bílinn. Við þurftum því að senda fólk í sérstökum göllum til þess að binda í bílinn. Við drógum bílinn úr ánni þannig að hann myndi ekki valda frekari skaða. Hann hefði getað flotið lengra niður með ánni og farið þar fram að fossbrún. Þá hefði farið að leka úr honum eldsneyti og olíur og þá hefði kannski aldrei verið hægt að ná honum úr hylnum.“ Aðgerðir tóku um klukkustund og segir Jón að þetta hefði getað farið mun verr hefði bíllinn ekki orðið fastur við steina þannig að ferðamaðurinn kæmist út. Bíllinn hefði getað farið fram af fossbrúninni. Jón ítrekar að fólk þurfi að vara sig á vatnavöxtum. „Ef að fólk hittir útlendinga sem að eru á ferðalagi og að hugsa til fjalla, þá er búið að rigna mikið síðustu daga og það er rigningarspá.“ Ferðamaðurinn sem þurfti að bjarga í kvöld var á Suzuki jeppling. Jón segir að fólk eigi ekki að vera að fara í slíkar ferðir á þessum minnstu bílum. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Björgunarsveitir voru kallaðar út í kvöld til bjargar ferðamanni sem fest hafði bíl sinni út í Kaldaklofskvísl. Þegar björgunarsveitarfólkið kom á staðinn hafði hann komist sjálfur í land og beið þar eftir aðstoð. „Hann keyrði út í á á fullri ferð sem var allt of stór fyrir þennan bíl,“ segir Jón Hermannsson björgunarsveitarmaður hjá Landsbjörg í samtali við Vísi. „Hann stoppaði á stórum steinum sem eru þarna í ánni. Hann komst svo í land og gat hringt í okkur í landi.“ Jón segir að bíllinn hafi verið búinn að fljóta nokkra metra niður ánna. Ferðamaðurinn var á leið fjallabaksleið syðri þegar hann keyrði út í Kaldaklofskvísl og hafði enga þekkti ekki til á þessu svæði. „Hann var blautur og kaldur og bar sig vel. Hann hafði getað labbað fram og til baka á svæðinu umhverfis bílinn til þess að halda á sér hita. Hann var ekkert slasaður“ Hefði getað farið verr Fyrsta verk ferðamannsins var að fara á bílaleiguna og ná sér í annan bíl. Hann þurfti ekki að fara á sjúkrahús til aðhlynningar. Aðgerðum á vettvangi lauk nú á tíunda tímanum í kvöld. „Þær gengu bara ljómandi vel. Þetta var einn einstaklingur á litlum bílaleigubíl sem að ekki átti neitt erindi á þetta svæði þar sem hann var. Eins og sjá má í myndbandi sem Landsbjörg birti nú í kvöld, var rigning og rok á svæðinu þar sem ferðamaðurinn fór út í. „Það var líka djúpt vatnið í kringum bílinn. Við þurftum því að senda fólk í sérstökum göllum til þess að binda í bílinn. Við drógum bílinn úr ánni þannig að hann myndi ekki valda frekari skaða. Hann hefði getað flotið lengra niður með ánni og farið þar fram að fossbrún. Þá hefði farið að leka úr honum eldsneyti og olíur og þá hefði kannski aldrei verið hægt að ná honum úr hylnum.“ Aðgerðir tóku um klukkustund og segir Jón að þetta hefði getað farið mun verr hefði bíllinn ekki orðið fastur við steina þannig að ferðamaðurinn kæmist út. Bíllinn hefði getað farið fram af fossbrúninni. Jón ítrekar að fólk þurfi að vara sig á vatnavöxtum. „Ef að fólk hittir útlendinga sem að eru á ferðalagi og að hugsa til fjalla, þá er búið að rigna mikið síðustu daga og það er rigningarspá.“ Ferðamaðurinn sem þurfti að bjarga í kvöld var á Suzuki jeppling. Jón segir að fólk eigi ekki að vera að fara í slíkar ferðir á þessum minnstu bílum.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum