Fundað um breytingar í löggæslu í vikunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. september 2019 20:30 Ráðuneytisstjóri dómsmálráðuneytisins mun í þessari viku funda með ríkislögreglustjóra og öllum lögreglustjórum landsins þar sem breytingar á löggæslu í landinu verða kynntar. Framtíð Embættis ríkislögreglustjóra liggur ekki fyrir. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga stefnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, á að gera breytingar á tilhögun löggæslumála í landinu. Dómsmálaráðherra vill fækka í yfirstjórn lögreglunnar en það er eitt af því sem Haraldur Johannessen, ríkilögreglustóri, hefur sjálfur sagt að þurfi að gera, til að einfalda og stytta boðleiðir. Breytingarnar nú eru tilkomnar vegna stöðunnar í löggæslumálum í landinu en átta af níu lögreglustórum landsins og Landssamband lögreglumanna hafa lýst vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra. Ein af hugmyndum dómsmálaráðherra er að sameina eða samreka Embætti ríkislögreglustjóra og Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þá er líklegt að starfslok lögreglustjórans á Austurlandi, sem hættir fljótlega fyrir aldurssakir, leiði til breytinga. Dómsmálaráðherra hefur einnig sagt að verkefni, sem stýrð eru af ríkislögreglustóra, og séu landlæg, skulu færð yfir til lögregluembættanna.Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri,Vísir/VilhelmDusta rykið af 10 ára gamalli skýrslu Meðal þess sem dómsmálaráðherra er með til skoðunar er að dusta rykið af skýrslu þáverandi dómsmálaráðherra, Rögnu Árnadóttur, frá 2009, um sameiningu lögregluembætta niður í sex sem í dag eru níu, auk ríkislögreglustóraembættisins. Embættið hefur fjölmörgum skyldum að gegna en hlutverk þess er einkum ráðgjöf við ráðuneyti, samhæfing löggæslu, stoðþjónusta við lögregluembætti og sérstök löggæslu verkefni á landsvísu. Þó ríkislögreglustjóri fari með málefni lögreglunnar í umboði dómsmálaráðherra er hann ekki yfirmaður lögreglustjóra og fer ekki með almennt boðvald gagnvart þeim. Hjá ríkislögreglustóranum eru reknar nokkrar deildir, eins og rannsóknardeild, greiningardeild, alþjóðadeild, almannavarnadeild, mennta- og starfsþróunarsetur, kennslanefnd, bílamiðstöð, sem ákveðið hefur verið að leggja niður og síðast en ekki síst sérsveit. Í skýrslu dómsmálaráðherra frá árinu 2009 er lagt til að ríkislögreglustjóri verði fyrst og fremst stjórnsýslustofnun innan lögreglunnar sem sinni auk þess sérgreindum verkefnum á sviði öryggismála sem eðli máls samkvæmt falla ekki undir hefðbundna löggæslu. Dómsmálaráðherra hyggst í þessari viku funda með ríkislögreglustóra, öllum lögreglustjórum í landinu og aðilum sem koma að löggæslu, þar sem breytingar á löggæslumálum verða lagðar fram. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17 Hægara sagt en gert að semja um starfslok embættismanna Dósent í stjórnsýslurétti segir að það sé töluverðum takmörkunum háð að semja um starfslok embættismanna á borð við ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 20:48 Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00 Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45 Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00 Segist aldrei hafa talað um grasserandi spillingu Ríkislögreglustjóri segir of mikið gert úr ummælum hans um meinta spillingu innan lögreglunnar. 26. september 2019 08:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Ráðuneytisstjóri dómsmálráðuneytisins mun í þessari viku funda með ríkislögreglustjóra og öllum lögreglustjórum landsins þar sem breytingar á löggæslu í landinu verða kynntar. Framtíð Embættis ríkislögreglustjóra liggur ekki fyrir. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga stefnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, á að gera breytingar á tilhögun löggæslumála í landinu. Dómsmálaráðherra vill fækka í yfirstjórn lögreglunnar en það er eitt af því sem Haraldur Johannessen, ríkilögreglustóri, hefur sjálfur sagt að þurfi að gera, til að einfalda og stytta boðleiðir. Breytingarnar nú eru tilkomnar vegna stöðunnar í löggæslumálum í landinu en átta af níu lögreglustórum landsins og Landssamband lögreglumanna hafa lýst vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra. Ein af hugmyndum dómsmálaráðherra er að sameina eða samreka Embætti ríkislögreglustjóra og Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þá er líklegt að starfslok lögreglustjórans á Austurlandi, sem hættir fljótlega fyrir aldurssakir, leiði til breytinga. Dómsmálaráðherra hefur einnig sagt að verkefni, sem stýrð eru af ríkislögreglustóra, og séu landlæg, skulu færð yfir til lögregluembættanna.Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri,Vísir/VilhelmDusta rykið af 10 ára gamalli skýrslu Meðal þess sem dómsmálaráðherra er með til skoðunar er að dusta rykið af skýrslu þáverandi dómsmálaráðherra, Rögnu Árnadóttur, frá 2009, um sameiningu lögregluembætta niður í sex sem í dag eru níu, auk ríkislögreglustóraembættisins. Embættið hefur fjölmörgum skyldum að gegna en hlutverk þess er einkum ráðgjöf við ráðuneyti, samhæfing löggæslu, stoðþjónusta við lögregluembætti og sérstök löggæslu verkefni á landsvísu. Þó ríkislögreglustjóri fari með málefni lögreglunnar í umboði dómsmálaráðherra er hann ekki yfirmaður lögreglustjóra og fer ekki með almennt boðvald gagnvart þeim. Hjá ríkislögreglustóranum eru reknar nokkrar deildir, eins og rannsóknardeild, greiningardeild, alþjóðadeild, almannavarnadeild, mennta- og starfsþróunarsetur, kennslanefnd, bílamiðstöð, sem ákveðið hefur verið að leggja niður og síðast en ekki síst sérsveit. Í skýrslu dómsmálaráðherra frá árinu 2009 er lagt til að ríkislögreglustjóri verði fyrst og fremst stjórnsýslustofnun innan lögreglunnar sem sinni auk þess sérgreindum verkefnum á sviði öryggismála sem eðli máls samkvæmt falla ekki undir hefðbundna löggæslu. Dómsmálaráðherra hyggst í þessari viku funda með ríkislögreglustóra, öllum lögreglustjórum í landinu og aðilum sem koma að löggæslu, þar sem breytingar á löggæslumálum verða lagðar fram.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17 Hægara sagt en gert að semja um starfslok embættismanna Dósent í stjórnsýslurétti segir að það sé töluverðum takmörkunum háð að semja um starfslok embættismanna á borð við ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 20:48 Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00 Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45 Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00 Segist aldrei hafa talað um grasserandi spillingu Ríkislögreglustjóri segir of mikið gert úr ummælum hans um meinta spillingu innan lögreglunnar. 26. september 2019 08:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17
Hægara sagt en gert að semja um starfslok embættismanna Dósent í stjórnsýslurétti segir að það sé töluverðum takmörkunum háð að semja um starfslok embættismanna á borð við ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 20:48
Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00
Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45
Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00
Segist aldrei hafa talað um grasserandi spillingu Ríkislögreglustjóri segir of mikið gert úr ummælum hans um meinta spillingu innan lögreglunnar. 26. september 2019 08:00