Kattarkonsert, en engin mús Jónas Sen skrifar 9. október 2019 09:30 Tækni hans var lýtalaus, innlifunin smitandi, segir gagnrýnandi um Okros. Í einni myndinni um Tomma og Jenna er sá fyrrnefndi í hlutverki píanóleikara. Hann er í kjólfötum og gengur inn á svið, virðulegur á svipinn. Síðan byrjar hann að spila. Við það vekur hann Jenna, sem hafði sofið vært inni í flyglinum. Hefst nú mikill slagur þeirra á milli sem fléttast inn í tónlistina, Ungverska rapsódíu nr. 2 eftir Franz Liszt. Það er gríðarlegur fingurbrjótur með alls konar heljarstökkum eftir hljómborðinu. Líflegt verkið var á dagskránni hjá Luka Okros píanóleikara, sem hélt tónleika í Kaldalóni í Hörpu á föstudagskvöldið. Engin mús var í flyglinum, Okros sá um allt fjörið sjálfur. Hann gerði það af einstakri fagmennsku. Tækni hans var lýtalaus, innlifunin smitandi. Þetta var sannkölluð flugeldasýning.Djössuð kadensa Í einleikskonsertum eru gjarnan svokallaðar kadensur, þar sem einleikarinn spilar án undirleiks hljómsveitarinnar. Rakhmaninoff samdi kadensu fyrir þessa rapsódíu Liszts, þó þar sé engin hljómsveit. Kadensan byggir á stefjunum í upphaflega verkinu, en er skemmtilega djössuð, með dálítið flippuðum hljómum sem magnast upp í brjálæðislegan hápunkt. Kadensan er ætluð til leiks rétt fyrir lokin, og Okros spilaði hana hér. Hún skapaði skemmtilegt mótvægi við tónlistina eftir Liszt, gerði húmorinn í tónlistinni enn meiri. Útkoman var frábær. Tónleikarnir í heild voru einkar ánægjulegir; Okros lék af hreinni snilld. Tónmyndunin var fögur, ýmiss konar tónahlaup runnu áfram án hindrana, skáldskapurinn í leiknum var ávallt hrífandi. Fjögur Impromptu op. 90 eftir Schubert voru full af ljóðrænu og söng, laus við tilgerð. Þetta eru fremur stuttar tónsmíðar, einfaldar í formi, en einstaklega grípandi, með dásamlegum laglínum. Okros kom tónlistinni fullkomlega til skila, af innblæstri og dýpt.Stórbrotin og glæsileg Ekki síðri voru sex Moments musicaux op. 16 eftir Rakhmaninoff. Tónmálið er talsvert flúraðra en hjá Schubert, laglínurnar sjálfar eru oft hægar, en þær eru umvafðar afar hröðum nótum. Okros spilaði verkin af krafti, en líka viðkvæmni þegar við átti. Allar ógnarhröðu tónarunurnar voru leiknar af ótrúlegu fyrirhafnarleysi, píanóleikarinn bókstaflega hristi þær fram úr erminni. Heildarmyndin var stórbrotin og glæsileg. Okros var klappaður upp af hrifnum tónleikagestunum og hann lék þrjú aukalög. Eitt af þeim var Clair de lune eftir Debussy, en titillinn er franska og þýðir tunglskin. Þetta er innhverf tónsmíð, og áhrifin af túlkun píanóleikarans voru undursamleg. Hann mótaði hljómana af svo miklum fínleika og fegurð að maður sá silfraða birtu tunglsins fyrir sér, hún bókstaflega fyllti salinn. Píanóleikari sem skapar slíkan galdur er svo sannarlega innblásinn listamaður.Niðurstaða: Framúrskarandi flutningur á flottri tónlist. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Í einni myndinni um Tomma og Jenna er sá fyrrnefndi í hlutverki píanóleikara. Hann er í kjólfötum og gengur inn á svið, virðulegur á svipinn. Síðan byrjar hann að spila. Við það vekur hann Jenna, sem hafði sofið vært inni í flyglinum. Hefst nú mikill slagur þeirra á milli sem fléttast inn í tónlistina, Ungverska rapsódíu nr. 2 eftir Franz Liszt. Það er gríðarlegur fingurbrjótur með alls konar heljarstökkum eftir hljómborðinu. Líflegt verkið var á dagskránni hjá Luka Okros píanóleikara, sem hélt tónleika í Kaldalóni í Hörpu á föstudagskvöldið. Engin mús var í flyglinum, Okros sá um allt fjörið sjálfur. Hann gerði það af einstakri fagmennsku. Tækni hans var lýtalaus, innlifunin smitandi. Þetta var sannkölluð flugeldasýning.Djössuð kadensa Í einleikskonsertum eru gjarnan svokallaðar kadensur, þar sem einleikarinn spilar án undirleiks hljómsveitarinnar. Rakhmaninoff samdi kadensu fyrir þessa rapsódíu Liszts, þó þar sé engin hljómsveit. Kadensan byggir á stefjunum í upphaflega verkinu, en er skemmtilega djössuð, með dálítið flippuðum hljómum sem magnast upp í brjálæðislegan hápunkt. Kadensan er ætluð til leiks rétt fyrir lokin, og Okros spilaði hana hér. Hún skapaði skemmtilegt mótvægi við tónlistina eftir Liszt, gerði húmorinn í tónlistinni enn meiri. Útkoman var frábær. Tónleikarnir í heild voru einkar ánægjulegir; Okros lék af hreinni snilld. Tónmyndunin var fögur, ýmiss konar tónahlaup runnu áfram án hindrana, skáldskapurinn í leiknum var ávallt hrífandi. Fjögur Impromptu op. 90 eftir Schubert voru full af ljóðrænu og söng, laus við tilgerð. Þetta eru fremur stuttar tónsmíðar, einfaldar í formi, en einstaklega grípandi, með dásamlegum laglínum. Okros kom tónlistinni fullkomlega til skila, af innblæstri og dýpt.Stórbrotin og glæsileg Ekki síðri voru sex Moments musicaux op. 16 eftir Rakhmaninoff. Tónmálið er talsvert flúraðra en hjá Schubert, laglínurnar sjálfar eru oft hægar, en þær eru umvafðar afar hröðum nótum. Okros spilaði verkin af krafti, en líka viðkvæmni þegar við átti. Allar ógnarhröðu tónarunurnar voru leiknar af ótrúlegu fyrirhafnarleysi, píanóleikarinn bókstaflega hristi þær fram úr erminni. Heildarmyndin var stórbrotin og glæsileg. Okros var klappaður upp af hrifnum tónleikagestunum og hann lék þrjú aukalög. Eitt af þeim var Clair de lune eftir Debussy, en titillinn er franska og þýðir tunglskin. Þetta er innhverf tónsmíð, og áhrifin af túlkun píanóleikarans voru undursamleg. Hann mótaði hljómana af svo miklum fínleika og fegurð að maður sá silfraða birtu tunglsins fyrir sér, hún bókstaflega fyllti salinn. Píanóleikari sem skapar slíkan galdur er svo sannarlega innblásinn listamaður.Niðurstaða: Framúrskarandi flutningur á flottri tónlist.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira