Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta 8. október 2019 20:28 Forsætisráðherra mældi í kvöld fyrir frumvarpinu og skulu bæturnar meðal annars miðast við lengd frelsissviptingar. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. Forsætisráðherra mældi í kvöld fyrir frumvarpinu og skulu bæturnar meðal annars miðast við lengd frelsissviptingar. „Verði þetta frumvarp að lögum þá er í fyrsta lagi áréttaður sá skíri vilji Alþingis til þess að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem þetta fólk sem hér um ræðir, þessir fimm aðilar, máttu þola á sínum tíma. Þannig að sá skýr vilji er áréttaður. Sömuleiðis, ef þetta frumvarp verður að lögum, þeir jafnsettir sem enn eru á lífi og hins vegar aðstandendur þeirra sem eru látnir. Um þetta hefur verið töluvert rætt hér í þingsal en það var mat minna ráðgjafa að það þyrfti að koma til skýr lagaheimild til þess að hægt væri að bjóða bætur á jafnvægisgrundvelli. Þannig að það er þá annars vegar þessi skýri vilji til að lýsa vilja stjórnvalda í þessu að gera ákveðna fjárhagslega yfirbót og jafnsetja um leið þessa aðila.Sjá einnig: „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og GeirfinnsmálumKatrín sagði að koma yrði í ljóst hvort það myndi ganga betur að semja við aðila sem hafa höfðað mál til að fá bætur. „Við tökum ekki réttinn af neinum til að fara í dómsmál. Við leggjum þarna til frumvarp sem grundvallast af þeim bótagrundvelli sem lá hér undir í vor og sem var á bilinu sjö til átta hundruð milljónir. Fólk getur svo farið í dómsmál og látið reyna á rétt sinn með frekari hætti ef það vill en við teljum þetta vera sanngjarnt og skýran vilja.“ Frumvarpið hefur sólarlagsákvæði fram í júní á næsta ári og Katrín sagðist telja að sá frestur dugi til. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. Forsætisráðherra mældi í kvöld fyrir frumvarpinu og skulu bæturnar meðal annars miðast við lengd frelsissviptingar. „Verði þetta frumvarp að lögum þá er í fyrsta lagi áréttaður sá skíri vilji Alþingis til þess að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem þetta fólk sem hér um ræðir, þessir fimm aðilar, máttu þola á sínum tíma. Þannig að sá skýr vilji er áréttaður. Sömuleiðis, ef þetta frumvarp verður að lögum, þeir jafnsettir sem enn eru á lífi og hins vegar aðstandendur þeirra sem eru látnir. Um þetta hefur verið töluvert rætt hér í þingsal en það var mat minna ráðgjafa að það þyrfti að koma til skýr lagaheimild til þess að hægt væri að bjóða bætur á jafnvægisgrundvelli. Þannig að það er þá annars vegar þessi skýri vilji til að lýsa vilja stjórnvalda í þessu að gera ákveðna fjárhagslega yfirbót og jafnsetja um leið þessa aðila.Sjá einnig: „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og GeirfinnsmálumKatrín sagði að koma yrði í ljóst hvort það myndi ganga betur að semja við aðila sem hafa höfðað mál til að fá bætur. „Við tökum ekki réttinn af neinum til að fara í dómsmál. Við leggjum þarna til frumvarp sem grundvallast af þeim bótagrundvelli sem lá hér undir í vor og sem var á bilinu sjö til átta hundruð milljónir. Fólk getur svo farið í dómsmál og látið reyna á rétt sinn með frekari hætti ef það vill en við teljum þetta vera sanngjarnt og skýran vilja.“ Frumvarpið hefur sólarlagsákvæði fram í júní á næsta ári og Katrín sagðist telja að sá frestur dugi til.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira