Telur að hækka eigi erfðafjárskatt Kristinn Haukur Guðnason skrifar 8. október 2019 07:45 Jón Þór segir eignaskatta framtíðarskattheimtuna. Fréttablaðið/Eyþór Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, leggst gegn tilvonandi frumvarpi um lækkun erfðafjárskatts. Hann segir að fjármagns- og eignaskattar séu skattheimtuform 21. aldarinnar því með aukinni sjálfvirknivæðingu muni ójöfnuður aukast. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp um þrepaskiptingu og lækkun erfðafjárskatts. Í dag er 10 prósent skattur en í frumvarpinu er gert ráð fyrir að hann taki árlegum breytingum. BSRB hefur sent inn umsögn og varað við frumvarpinu, það veiki skattstofn ríkisins um 2 milljarða. Jón Þór telur að hækka eigi erfðafjárskattinn en vill ekki nefna neina tölu í því samhengi. Í Bretlandi er erfðafjárskatturinn 40 prósent og í Danmörku er hann 15-36 prósent en makar undanþegnir. Jón telur að vegna sjálfvirknivæðingarinnar sé brýnt að stokka upp skattkerfið. „Sjálfvirknivæðingin ýtir undir misskiptingu því að skilvirkniaukningin skilar sér að mestu leyti til fjármagnsins,“ segir hann og vísar í greinar The Economist. „Þar segir að öll lönd ættu að hækka eignarskatta og erfðafjárskatta. Erfðafjárskattur er skilvirkur skattur og vinnur gegn því að ójöfnuður færist milli kynslóða.“ Erfðafjárskattur hefur verið umdeildur á undanförnum árum og meðal annars kallaður „dauðaskattur“ af íhaldsmönnum í Bandaríkjunum. Sagt er að þegar sé búið að greiða skatta af eignunum. Jón Þór telur að skattheimtan sé viðkvæmari en ella vegna þess að andlát sé í spilinu. „Þetta er ekkert öðruvísi en virðisaukaskattur. Annar einstaklingur er að þéna peningana,“ segir Jón Þór en telur réttlátt að persónuafsláttur sé hafður á skattheimtunni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, leggst gegn tilvonandi frumvarpi um lækkun erfðafjárskatts. Hann segir að fjármagns- og eignaskattar séu skattheimtuform 21. aldarinnar því með aukinni sjálfvirknivæðingu muni ójöfnuður aukast. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp um þrepaskiptingu og lækkun erfðafjárskatts. Í dag er 10 prósent skattur en í frumvarpinu er gert ráð fyrir að hann taki árlegum breytingum. BSRB hefur sent inn umsögn og varað við frumvarpinu, það veiki skattstofn ríkisins um 2 milljarða. Jón Þór telur að hækka eigi erfðafjárskattinn en vill ekki nefna neina tölu í því samhengi. Í Bretlandi er erfðafjárskatturinn 40 prósent og í Danmörku er hann 15-36 prósent en makar undanþegnir. Jón telur að vegna sjálfvirknivæðingarinnar sé brýnt að stokka upp skattkerfið. „Sjálfvirknivæðingin ýtir undir misskiptingu því að skilvirkniaukningin skilar sér að mestu leyti til fjármagnsins,“ segir hann og vísar í greinar The Economist. „Þar segir að öll lönd ættu að hækka eignarskatta og erfðafjárskatta. Erfðafjárskattur er skilvirkur skattur og vinnur gegn því að ójöfnuður færist milli kynslóða.“ Erfðafjárskattur hefur verið umdeildur á undanförnum árum og meðal annars kallaður „dauðaskattur“ af íhaldsmönnum í Bandaríkjunum. Sagt er að þegar sé búið að greiða skatta af eignunum. Jón Þór telur að skattheimtan sé viðkvæmari en ella vegna þess að andlát sé í spilinu. „Þetta er ekkert öðruvísi en virðisaukaskattur. Annar einstaklingur er að þéna peningana,“ segir Jón Þór en telur réttlátt að persónuafsláttur sé hafður á skattheimtunni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira