Enginn hefur beðið Ólínu afsökunar Ari Brynjólfsson skrifar 7. október 2019 07:15 Ólína Kjerúlf þjóð- og bókmenntafræðingur. fréttablaðið/sigtryggur ari Þingvallanefnd hefur beðið ríkislögmann að semja við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur, þjóð- og bókmenntafræðing, um bætur. Málið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar nýverið. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu í vor að jafnréttislög haf i verið brotin þegar Einar Á.E. Sæmundsen var skipaður í starf þjóðgarðsvarðar fram yfir Ólínu. „Málið er í farvegi. Það hafa staðið yfir viðræður við ríkislögmann um nokkurn tíma um bætur. Á meðan þær viðræður standa yfir þá tel ég ekki rétt að tjá mig mikið um málið,“ segir Ólína. Ef ekki tekst að semja hyggst hún leita til dómstóla. „Ég myndi nú telja að báðum aðilum sé rétt og skylt að reyna að ná samningum áður en til þess kemur. Ég vona að það skýrist fljótlega hvert framhaldið verður.“ Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir að ekki liggi fyrir nein upphæð í kröfunni. Samþykkti nefndin að leita til ríkislögmanns. Umræður sköpuðust á fundinum um ábyrgð Ara Trausta í tilefni af úrskurðinum í vor. „Þetta voru bara umræður um hvort það væri einhver ástæða til að formaður axlaði einhverja ábyrgð fram yfir aðra varðandi þennan úrskurð, þetta voru bara umræður fram og til baka. Engar niðurstöður. Telji einhver nefndarmanna rétt að ræða hvort formaðurinn beri ábyrgð umfram aðra nefndarmenn, er orðið við því,“ segir Ari Trausti. Karl Gauti Hjaltason, fulltrúi Miðflokksins í nefndinni, segir að hann hafi spurt Ara Trausta um hvernig hann mæti stöðu sína í ljósi þess að Ari Trausti hafi verið mótfallinn því að Bergþór Ólason sæti sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar. „Ég hef ekkert á móti Ara Trausta sem formanni, þetta var bara spurning, ekki vantraustsyfirlýsing eða eitthvað slíkt,“ segir Karl Gauti. Ari Trausti segir ákvörðunina um að ráða Einar sem þjóðgarðsvörð fram yfir Ólínu hafa verið tekna í atkvæðagreiðslu þar sem einfaldur meirihluti réði. „Formaðurinn er ekkert öðruvísi staddur þegar kemur að því,“ segir Ari Trausti. Hann segir niðurstöðuna ekki hafa truflað störf nefndarinnar. „Þingvallanefnd féllst á að lúta þessum úrskurði. Það kemur fram í honum að þetta snýst í meginatriðum um huglæga matsþætti, ekki þá faglegu. Það var ekki rétt frá þeim gengið við ráðgjöfina sem við fengum.“ Ólína svarar því neitandi hvort einhver haf i beðið hana afsökunar. „Enginn fulltrúi meirihlutans sem bar ábyrgð á þessari ákvörðun hefur haft samband við mig, hvorki til að biðja mig afsökunar eða ræða þetta við mig að öðru leyti. Þá ekki formaður nefndarinnar, hvorki opinberlega né í einkasamtölum.“ Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Þingvallanefnd hefur beðið ríkislögmann að semja við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur, þjóð- og bókmenntafræðing, um bætur. Málið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar nýverið. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu í vor að jafnréttislög haf i verið brotin þegar Einar Á.E. Sæmundsen var skipaður í starf þjóðgarðsvarðar fram yfir Ólínu. „Málið er í farvegi. Það hafa staðið yfir viðræður við ríkislögmann um nokkurn tíma um bætur. Á meðan þær viðræður standa yfir þá tel ég ekki rétt að tjá mig mikið um málið,“ segir Ólína. Ef ekki tekst að semja hyggst hún leita til dómstóla. „Ég myndi nú telja að báðum aðilum sé rétt og skylt að reyna að ná samningum áður en til þess kemur. Ég vona að það skýrist fljótlega hvert framhaldið verður.“ Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir að ekki liggi fyrir nein upphæð í kröfunni. Samþykkti nefndin að leita til ríkislögmanns. Umræður sköpuðust á fundinum um ábyrgð Ara Trausta í tilefni af úrskurðinum í vor. „Þetta voru bara umræður um hvort það væri einhver ástæða til að formaður axlaði einhverja ábyrgð fram yfir aðra varðandi þennan úrskurð, þetta voru bara umræður fram og til baka. Engar niðurstöður. Telji einhver nefndarmanna rétt að ræða hvort formaðurinn beri ábyrgð umfram aðra nefndarmenn, er orðið við því,“ segir Ari Trausti. Karl Gauti Hjaltason, fulltrúi Miðflokksins í nefndinni, segir að hann hafi spurt Ara Trausta um hvernig hann mæti stöðu sína í ljósi þess að Ari Trausti hafi verið mótfallinn því að Bergþór Ólason sæti sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar. „Ég hef ekkert á móti Ara Trausta sem formanni, þetta var bara spurning, ekki vantraustsyfirlýsing eða eitthvað slíkt,“ segir Karl Gauti. Ari Trausti segir ákvörðunina um að ráða Einar sem þjóðgarðsvörð fram yfir Ólínu hafa verið tekna í atkvæðagreiðslu þar sem einfaldur meirihluti réði. „Formaðurinn er ekkert öðruvísi staddur þegar kemur að því,“ segir Ari Trausti. Hann segir niðurstöðuna ekki hafa truflað störf nefndarinnar. „Þingvallanefnd féllst á að lúta þessum úrskurði. Það kemur fram í honum að þetta snýst í meginatriðum um huglæga matsþætti, ekki þá faglegu. Það var ekki rétt frá þeim gengið við ráðgjöfina sem við fengum.“ Ólína svarar því neitandi hvort einhver haf i beðið hana afsökunar. „Enginn fulltrúi meirihlutans sem bar ábyrgð á þessari ákvörðun hefur haft samband við mig, hvorki til að biðja mig afsökunar eða ræða þetta við mig að öðru leyti. Þá ekki formaður nefndarinnar, hvorki opinberlega né í einkasamtölum.“
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira