Enn á ný er kosið í Túnis Davíð Stefánsson skrifar 5. október 2019 08:23 Kjósandi virðir fyrir sé langa framboðslista í höfuðborg Túnis í gær. Milljónir Túnisbúa kjósa til þings á sunnudag. Vísir/getty Túnisbúar, sem kröfðust frjálsra kosninga í uppreisn árið 2010, hafa ef til vill ekki gert ráð fyrir svo mörgum kosningum. Á sunnudag 6. október, munu þeir kjósa nýtt þing. Það verða aðrar af þrennum kosningum í haust. Nýlokið er fyrri umferð forsetakosninga og fram undan er kjör í seinni umferð. Kosningaþreytu er farið að gæta í þessu eina lýðræðislega ríki Arabaheimsins. Kosningarnar hafa fallið í skugga síðari umferðar forsetakosninga sem verða haldnar viku síðar. Í þeirri lokakeppni takast á tveir nýliðar: Kais Saied, lögfræðingur sem hefur viðurnefnið „vélmennið“ vegna stífrar framkomu, og Nabil Karoui, sem er auðugur fjölmiðlamaður. Þingkosningarnar eru mikilvægari en forsetakjör, þar sem dregið var úr völdum forsetans í nýrri stjórnarskrá sem samþykkt var í kjölfar byltingarinnar. Meira en 15.000 frambjóðendur keppa um 217 þingsæti. Líkt og víðar eru kjósendur þreyttir á ríkjandi öf lum og því eru óvenjumargir óháðir frambjóðendur. Fram undan eru næg verkefni fyrir nýtt þing þessa 11 milljón manna ríkis. Aðgerða er þörf gegn verulegri stöðnun í efnahagslífi. Þegar Túnisbúar komu Zein alAbidine Ben Ali forseta og einræðisherra frá, fengu þeir ríkisstjórn sem átti að skila landinu frelsi, lýðræði og byggja upp innviði og efnahag. Nú átta árum síðar hafa þeir frelsi og lýðræði, en betri efnahagur lætur á sér standa. Atvinnuleysi er um 15 prósent. Kjósendur eru þó ekki mjög áhugasamir. Kjörsókn í fyrstu umferð forsetakosninganna í september var einungis 45%. Birtist í Fréttablaðinu Túnis Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fleiri fréttir Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Sjá meira
Túnisbúar, sem kröfðust frjálsra kosninga í uppreisn árið 2010, hafa ef til vill ekki gert ráð fyrir svo mörgum kosningum. Á sunnudag 6. október, munu þeir kjósa nýtt þing. Það verða aðrar af þrennum kosningum í haust. Nýlokið er fyrri umferð forsetakosninga og fram undan er kjör í seinni umferð. Kosningaþreytu er farið að gæta í þessu eina lýðræðislega ríki Arabaheimsins. Kosningarnar hafa fallið í skugga síðari umferðar forsetakosninga sem verða haldnar viku síðar. Í þeirri lokakeppni takast á tveir nýliðar: Kais Saied, lögfræðingur sem hefur viðurnefnið „vélmennið“ vegna stífrar framkomu, og Nabil Karoui, sem er auðugur fjölmiðlamaður. Þingkosningarnar eru mikilvægari en forsetakjör, þar sem dregið var úr völdum forsetans í nýrri stjórnarskrá sem samþykkt var í kjölfar byltingarinnar. Meira en 15.000 frambjóðendur keppa um 217 þingsæti. Líkt og víðar eru kjósendur þreyttir á ríkjandi öf lum og því eru óvenjumargir óháðir frambjóðendur. Fram undan eru næg verkefni fyrir nýtt þing þessa 11 milljón manna ríkis. Aðgerða er þörf gegn verulegri stöðnun í efnahagslífi. Þegar Túnisbúar komu Zein alAbidine Ben Ali forseta og einræðisherra frá, fengu þeir ríkisstjórn sem átti að skila landinu frelsi, lýðræði og byggja upp innviði og efnahag. Nú átta árum síðar hafa þeir frelsi og lýðræði, en betri efnahagur lætur á sér standa. Atvinnuleysi er um 15 prósent. Kjósendur eru þó ekki mjög áhugasamir. Kjörsókn í fyrstu umferð forsetakosninganna í september var einungis 45%.
Birtist í Fréttablaðinu Túnis Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fleiri fréttir Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Sjá meira