Nýjar stofnanir verði á landsbyggðinni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. október 2019 08:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Á ríkisstjórnarfundi í gær lagði forsætisráðherra áherslu á að ráðherrar skoði sérstaklega hvort þær stofnanir sem ráðuneyti áformi að setja á laggirnar geti verið staðsettar utan höfuðborgarsvæðisins. Lagði forsætisráðherra fram minnisblað um málið þar sem vísað er til stjórnarsáttmála flokkanna um mikilvægi blómlegrar byggðar um landið allt, jafnt aðgengi allra landsmanna að þjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum. Í minnisblaðinu er einnig vísað til fjölda aðgerða í byggðaáætlun sem ætlað er að jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða. Þá er vísað til ýmissa áforma um breytingar á stofnanafyrirkomulagi hins opinbera; bæði tillögur að sameiningu stofnana auk tillagna um að nýjar stofnanir verði settar á laggirnar. Svo segir í minnisblaðinu: „Hlutverk forsætisráðuneytisins er að tryggja að skoðað verði þegar ný starfsemi hefst á vegum ríkisins hvort starfsemin geti verið sett á laggirnar utan höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt byggðaáætlun er árangur af verkefninu mældur í fjölda starfa og starfsstöðva sem settar verða á laggirnar utan höfuðborgarsvæðisins.“ Með minnisblaðinu sé áréttað mikilvægi þess að skoðað verði hvort áformaðar stofnanir geti verið staðsettar utan höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægt sé að ráðuneyti geti rökstutt ákvarðanir um staðsetningu stofnana „í þeim umræðum sem án efa munu verða um þessi mál“. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir yfirstandandi þing sé áformað að til verði fjórar nýjar ríkisstofnanir. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun. Gert er ráð fyrir að Ríkiskaup verði grunnur að nýrri Nýsköpunar- og umbótastofnun á vegum ríkisins samkvæmt boðuðu frumvarpi fjármálaráðherra. Á vorþingi hyggst umhverfisráðherra setja á fót Þjóðgarðsstofnun sem ætlað er að taka við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Þá hyggst nýr dómsmálaráðherra leggja fram frumvarp um sérstakan dómstól um endurupptöku mála að nýju. Í frumvarpinu er kveðið á um að dómstóllinn verði staðsettur hjá Dómstólasýslunni og hann fer því tæpast út á land. Áform um nýjar ríkisstofnanir-Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun. (Félagsmálaráðherra) -Nýsköpunar- og umbótastofnun á grunni Ríkiskaupa. (Fjármálaráðherra) -Þjóðgarðsstofnun tæki við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. (Umhverfisráðherra) -Endurupptökudómur – Samkvæmt frumvarpi um málið verður dómstóllinn staðsettur hjá Dómstólasýslunni. (Dómsmálaráðherra) Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Stjórnsýsla Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Á ríkisstjórnarfundi í gær lagði forsætisráðherra áherslu á að ráðherrar skoði sérstaklega hvort þær stofnanir sem ráðuneyti áformi að setja á laggirnar geti verið staðsettar utan höfuðborgarsvæðisins. Lagði forsætisráðherra fram minnisblað um málið þar sem vísað er til stjórnarsáttmála flokkanna um mikilvægi blómlegrar byggðar um landið allt, jafnt aðgengi allra landsmanna að þjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum. Í minnisblaðinu er einnig vísað til fjölda aðgerða í byggðaáætlun sem ætlað er að jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða. Þá er vísað til ýmissa áforma um breytingar á stofnanafyrirkomulagi hins opinbera; bæði tillögur að sameiningu stofnana auk tillagna um að nýjar stofnanir verði settar á laggirnar. Svo segir í minnisblaðinu: „Hlutverk forsætisráðuneytisins er að tryggja að skoðað verði þegar ný starfsemi hefst á vegum ríkisins hvort starfsemin geti verið sett á laggirnar utan höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt byggðaáætlun er árangur af verkefninu mældur í fjölda starfa og starfsstöðva sem settar verða á laggirnar utan höfuðborgarsvæðisins.“ Með minnisblaðinu sé áréttað mikilvægi þess að skoðað verði hvort áformaðar stofnanir geti verið staðsettar utan höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægt sé að ráðuneyti geti rökstutt ákvarðanir um staðsetningu stofnana „í þeim umræðum sem án efa munu verða um þessi mál“. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir yfirstandandi þing sé áformað að til verði fjórar nýjar ríkisstofnanir. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun. Gert er ráð fyrir að Ríkiskaup verði grunnur að nýrri Nýsköpunar- og umbótastofnun á vegum ríkisins samkvæmt boðuðu frumvarpi fjármálaráðherra. Á vorþingi hyggst umhverfisráðherra setja á fót Þjóðgarðsstofnun sem ætlað er að taka við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Þá hyggst nýr dómsmálaráðherra leggja fram frumvarp um sérstakan dómstól um endurupptöku mála að nýju. Í frumvarpinu er kveðið á um að dómstóllinn verði staðsettur hjá Dómstólasýslunni og hann fer því tæpast út á land. Áform um nýjar ríkisstofnanir-Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun. (Félagsmálaráðherra) -Nýsköpunar- og umbótastofnun á grunni Ríkiskaupa. (Fjármálaráðherra) -Þjóðgarðsstofnun tæki við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. (Umhverfisráðherra) -Endurupptökudómur – Samkvæmt frumvarpi um málið verður dómstóllinn staðsettur hjá Dómstólasýslunni. (Dómsmálaráðherra)
Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Stjórnsýsla Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira