120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. október 2019 19:15 Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. Markmið sárafátækarsjóðsins er koma til móts við bráðan fjárhagsvanda með úthlutun neyðarstyrks til þeirra sem búa við sárafátækt. „Við fundum fyrir mikillli þörf. fólk hefur verið að leita til rauða krossins vegna neyðar og við höfum ekki haft neinn vattvang og ekki getu til að sinna þessum hópi,“ segir Hanna Ólafsdóttir, verkefnastjóri í sárafátækt hjá Rauða krossinum.Hanna Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinumMikil neyð í samfélaginuFrá því í mars hafa rúmlega 120 manns sótt um styrk og koma flestar umsóknir frá einstæðum mæðrum. „Við höfum séð það að umsóknum fer stöðugt fjölgandi og það er mjög mikil neyð í samfélaginu,“ segir Hanna. Horft er til tekna og eigna til að meta rétt til styrks. Tekjuviðmiðið, svo að hægt sé að fá styrk, er að einstaklingur fái ekki meira en tvö hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir skatt.Borðaði popp í viku Helga Hákonardóttir hefur glímt við mikla fátækt í yfir tuttugu ár. Hún er 75 prósent öryrki og móðir tveggja barna, annars fatlaðs. „Ég hef meðal annars verið í þeirri stöðu að eiga ekki fyrir mat og hef til dæmis passað upp á að ég eigi alltaf poppbaunir heima hjá mér, því ef ég átti ekki fyrir mat þá fengu börnin mín það sem til var og ég borðaði popp. Einu sinni var meira að segja heil vika þar sem var bara popp hjá mér,“ segir Helga. Helga er í örlítið betri stöðu í ár vegna þess að nú fær hún tímabundið umönnunarbætur vegna yngri dóttur sinnar. Hún segir hræðilegt að vera einstæð móðir í þessari stöðu. Að öllu óbreyttu muni hún aftur fara á sama stað.Sumir sótt um oftar en einu sinni „Það er húsnæðiskostnaður, leiga, sem er að sliga fólk sérstaklega fólk sem er að fá þetta lítið í framfærslu þá er jafnvel ekkert eftir þegar búið er að borga leigu,“ segir Hanna. Hver umsækjandi a rétt á tveimur úthlutunum úr sárafátæktarsjóðnum á ári. Styrkurinn nemur 40 þúsund krónum fyrir einstaklinga og hækkar um tíu þúsund fyrir hvert barn. Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. Markmið sárafátækarsjóðsins er koma til móts við bráðan fjárhagsvanda með úthlutun neyðarstyrks til þeirra sem búa við sárafátækt. „Við fundum fyrir mikillli þörf. fólk hefur verið að leita til rauða krossins vegna neyðar og við höfum ekki haft neinn vattvang og ekki getu til að sinna þessum hópi,“ segir Hanna Ólafsdóttir, verkefnastjóri í sárafátækt hjá Rauða krossinum.Hanna Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinumMikil neyð í samfélaginuFrá því í mars hafa rúmlega 120 manns sótt um styrk og koma flestar umsóknir frá einstæðum mæðrum. „Við höfum séð það að umsóknum fer stöðugt fjölgandi og það er mjög mikil neyð í samfélaginu,“ segir Hanna. Horft er til tekna og eigna til að meta rétt til styrks. Tekjuviðmiðið, svo að hægt sé að fá styrk, er að einstaklingur fái ekki meira en tvö hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir skatt.Borðaði popp í viku Helga Hákonardóttir hefur glímt við mikla fátækt í yfir tuttugu ár. Hún er 75 prósent öryrki og móðir tveggja barna, annars fatlaðs. „Ég hef meðal annars verið í þeirri stöðu að eiga ekki fyrir mat og hef til dæmis passað upp á að ég eigi alltaf poppbaunir heima hjá mér, því ef ég átti ekki fyrir mat þá fengu börnin mín það sem til var og ég borðaði popp. Einu sinni var meira að segja heil vika þar sem var bara popp hjá mér,“ segir Helga. Helga er í örlítið betri stöðu í ár vegna þess að nú fær hún tímabundið umönnunarbætur vegna yngri dóttur sinnar. Hún segir hræðilegt að vera einstæð móðir í þessari stöðu. Að öllu óbreyttu muni hún aftur fara á sama stað.Sumir sótt um oftar en einu sinni „Það er húsnæðiskostnaður, leiga, sem er að sliga fólk sérstaklega fólk sem er að fá þetta lítið í framfærslu þá er jafnvel ekkert eftir þegar búið er að borga leigu,“ segir Hanna. Hver umsækjandi a rétt á tveimur úthlutunum úr sárafátæktarsjóðnum á ári. Styrkurinn nemur 40 þúsund krónum fyrir einstaklinga og hækkar um tíu þúsund fyrir hvert barn.
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira