BL söluhæsta bílaumboðið í september Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. október 2019 14:00 Nissan Leaf Nissan Alls voru 817 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi ı́ september, tæpum 24% færri en í sama mánuði í fyrra. Af heildarskráningum septembermánaðar voru 230 af merkjum BL, eða rúm 28%. Næst kemst Hekla með 136 bíla um 20% og í þriðja sæti er Brimborg með 123 bíla eða um 18%. Höfðu alls 10.899 bílar verið nýskráðir á árinu um síðustu mánaðamót. Á sama tíma í fyrra höfðu 17.502 bílar verið nýskráðir og er því fækkun um 37,8% á milli ára.Sölutölur nýrra bíla í september.Samgöngustofa32% færri bílaleigubílar það sem af er ári Nýskráningar bílaleigubíla voru 139 í september, litlu fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar þeir voru 121. Nýskráður hafði verið 4.571 bílaleigubíll um síðustu mánaðamót, tæpum 32% færri en á sama tímabili 2018 þegar 6.682 bílar höfðu verið nýskráðir á bílaleigum landsins. Einstaklingar og fyrirtæki Þeir 182 bílar sem BL seldi til fyrirtækja og einstaklinga í september skiptust niður á tíu framleiðendur. Mest seldist af Nissan eða 51 eintak, þar á eftir af Hyundai með 44 og svo Renault með 34.Sölutölur frá BL í september.Samgöngustofa Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent
Alls voru 817 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi ı́ september, tæpum 24% færri en í sama mánuði í fyrra. Af heildarskráningum septembermánaðar voru 230 af merkjum BL, eða rúm 28%. Næst kemst Hekla með 136 bíla um 20% og í þriðja sæti er Brimborg með 123 bíla eða um 18%. Höfðu alls 10.899 bílar verið nýskráðir á árinu um síðustu mánaðamót. Á sama tíma í fyrra höfðu 17.502 bílar verið nýskráðir og er því fækkun um 37,8% á milli ára.Sölutölur nýrra bíla í september.Samgöngustofa32% færri bílaleigubílar það sem af er ári Nýskráningar bílaleigubíla voru 139 í september, litlu fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar þeir voru 121. Nýskráður hafði verið 4.571 bílaleigubíll um síðustu mánaðamót, tæpum 32% færri en á sama tímabili 2018 þegar 6.682 bílar höfðu verið nýskráðir á bílaleigum landsins. Einstaklingar og fyrirtæki Þeir 182 bílar sem BL seldi til fyrirtækja og einstaklinga í september skiptust niður á tíu framleiðendur. Mest seldist af Nissan eða 51 eintak, þar á eftir af Hyundai með 44 og svo Renault með 34.Sölutölur frá BL í september.Samgöngustofa
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent