Yfirvöld Hong Kong banna grímur Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 4. október 2019 08:28 Carrie Lam er hér fyrir miðju. AP/Kin Cheung Carrie Lam æðsti embættismaður Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, beitti í morgun neyðarlögum frá tímum nýlendustjórnar Breta og bannaði almenningi að hylja andlit sín með grímum. Þetta gerir hún í kjölfar mikilla mótmæla síðustu vikur og mánuði sem náðu hámarki á þriðjudaginn var, á sjötíu ára afmæli stjórnar kínverska kommúnistaflokksins. Lam segir að ofbeldið sé að eyðileggja borgina og að yfirvöld geti ekki setið aðgerðarlaus hjá og horft á ástandið versna með hverjum deginum sem líður. Bannið á að taka gildi á laugardag en flestir þeirra sem taka þátt í mótmælunum hylja andlit sín, ekki síst af ótta við hefndaraðgerðir Kínverja.Sjá einnig: Táningur sem skotinn var af lögreglu ákærður fyrir óeirðir og árásLagaákvæðið sem um ræðir er frá árinu 1922 en Bretar notuðu það til að brjóta niður verkfall sjómanna. Það var síðast notað árið 1967 og þá til að stöðva óeirðir. Neyðarlögin veita yfirvöldum Hong Kong umfangsmiklar heimildir. Áður en Lam tilkynnti ákvörðun sína gengu þúsundir grímuklæddra mótmælenda um götur Hong Kong og kölluðu: „Ég vil bera grímu“ og „Að bera grímu er ekki glæpur“, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hong Kong Tengdar fréttir Táningur sem skotinn var af lögreglu ákærður fyrir óeirðir og árás Hinn 18 ára gamli Tsang Chi-kin var skotinn af lögregluþjóni og er sagður í stöðugu ástandi eftir skurðaðgerð. 3. október 2019 08:55 Áfram mótmælt eftir að ungmenni var skotið Þúsundir komu saman í Hong Kong. 2. október 2019 19:00 Skoða bann við grímum í Hong Kong og búist við neyðarlögum Stjórnmálamenn í Hong Kong takast nú á um frumvarp sem myndi banna fólki að hylja andlit sín. 3. október 2019 19:15 Gúmmíkúlum og táragasi skotið að mótmælendum í Hong Kong Átökin í dag eru sögð á meðal þeirra hörðustu frá því að mótmæli hófust í borginni fyrir rúmum þremur mánuðum. 29. september 2019 09:49 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Carrie Lam æðsti embættismaður Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, beitti í morgun neyðarlögum frá tímum nýlendustjórnar Breta og bannaði almenningi að hylja andlit sín með grímum. Þetta gerir hún í kjölfar mikilla mótmæla síðustu vikur og mánuði sem náðu hámarki á þriðjudaginn var, á sjötíu ára afmæli stjórnar kínverska kommúnistaflokksins. Lam segir að ofbeldið sé að eyðileggja borgina og að yfirvöld geti ekki setið aðgerðarlaus hjá og horft á ástandið versna með hverjum deginum sem líður. Bannið á að taka gildi á laugardag en flestir þeirra sem taka þátt í mótmælunum hylja andlit sín, ekki síst af ótta við hefndaraðgerðir Kínverja.Sjá einnig: Táningur sem skotinn var af lögreglu ákærður fyrir óeirðir og árásLagaákvæðið sem um ræðir er frá árinu 1922 en Bretar notuðu það til að brjóta niður verkfall sjómanna. Það var síðast notað árið 1967 og þá til að stöðva óeirðir. Neyðarlögin veita yfirvöldum Hong Kong umfangsmiklar heimildir. Áður en Lam tilkynnti ákvörðun sína gengu þúsundir grímuklæddra mótmælenda um götur Hong Kong og kölluðu: „Ég vil bera grímu“ og „Að bera grímu er ekki glæpur“, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Hong Kong Tengdar fréttir Táningur sem skotinn var af lögreglu ákærður fyrir óeirðir og árás Hinn 18 ára gamli Tsang Chi-kin var skotinn af lögregluþjóni og er sagður í stöðugu ástandi eftir skurðaðgerð. 3. október 2019 08:55 Áfram mótmælt eftir að ungmenni var skotið Þúsundir komu saman í Hong Kong. 2. október 2019 19:00 Skoða bann við grímum í Hong Kong og búist við neyðarlögum Stjórnmálamenn í Hong Kong takast nú á um frumvarp sem myndi banna fólki að hylja andlit sín. 3. október 2019 19:15 Gúmmíkúlum og táragasi skotið að mótmælendum í Hong Kong Átökin í dag eru sögð á meðal þeirra hörðustu frá því að mótmæli hófust í borginni fyrir rúmum þremur mánuðum. 29. september 2019 09:49 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Táningur sem skotinn var af lögreglu ákærður fyrir óeirðir og árás Hinn 18 ára gamli Tsang Chi-kin var skotinn af lögregluþjóni og er sagður í stöðugu ástandi eftir skurðaðgerð. 3. október 2019 08:55
Skoða bann við grímum í Hong Kong og búist við neyðarlögum Stjórnmálamenn í Hong Kong takast nú á um frumvarp sem myndi banna fólki að hylja andlit sín. 3. október 2019 19:15
Gúmmíkúlum og táragasi skotið að mótmælendum í Hong Kong Átökin í dag eru sögð á meðal þeirra hörðustu frá því að mótmæli hófust í borginni fyrir rúmum þremur mánuðum. 29. september 2019 09:49