Í þáttunum Góðir Landsmenn sem eru á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudagskvöldum er fylgst með framleiðsluferli myndarinnar sem Steinþór gerir samhliða þess að vera vinna að venjulegum viðtalsþáttum um venjulega Íslendinga.
Steindi og leikhópurinn X eru að framleiða trúarlega gay vampíru sprautusplatter mynd sem verður stranglega bönnuð innan 16 ára. Kvikmyndin ber nafnið Þorsti en eins og staðan er gengur vægast sagt illa að fjármagna kvikmyndina en Steindi telur að það kosti tuttugu milljónir að koma kvikmyndinni í bíóhús landsins.
Í þættinum í gær virtist hann vera kominn með þá fjármuni sem þurfti til eftir skrautlega ferð í spilavíti í Las Vegas en því miður gekk það ekki upp að lokum.
Hann skellti sér því til London í mjög slæmu ástandi og bankaði upp á hjá sjálfum Björgólfi Thor sem kom til dyra og sagði: „Get ég aðstoðað þig?“
Þannig endaði þátturinn og það verður því mjög fróðlegt að sjá hvað gerist í næsta þætti.