Segir Matvælastofnun ekki gera nóg varðandi orkudrykki Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. október 2019 22:07 Nokkrar umsóknir liggja nú á borði Matvælastofnanir vegna drykkja með hátt koffíninnihald. Vísir Orkudrykkjamarkaðurinn hefur fimmfaldast á síðustu árum. Ásgeir Ólafsson einkaþjálfari ræddi orkudrykki í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hann hefur síðustu ár varað sérstaklega við neyslu ungmenna á koffíndrykkjum. Hann segir að orkudrykkir geti verið stórhættulegir og þörf sé á fræðslu fyrir skólakrakka um áhrif þeirra. „Ég er ekki viss um að markhópurinn hafi fimmfaldast á síðustu árum, það koma náttúrulega alltaf unglingar upp á hverju ári og verða eldri og þroskaðri og jújú bætast í hópinn að ég held. Svo slá hinir ekkert af, en þetta eru samt tölur sem eru sláandi,“ segir Ásgeir. „Þetta eru ofboðslega stórar og miklar tölur.“ Ásgeir segir að stóra áhyggjuefnið í þessu máli sé koffínmagnið í orkudrykkjunum. „Matvælastofnun Íslands gefur leyfi fyrir 320 millígrömm í hverjum lítra af koffíni. Flest allir þessir drykkir, og það liggja nú þrír eða fjórir drykkir í umsóknarferli hjá Matvælastofnun, þeir eru allir langt umfram þessar tölur. Tveir þeirra eru með 550 mg af koffíni og einn með 370 mg þó að leyfilegt sé 320.“ Sérstakt umsóknarferli er nauðsynlegt til þess að fá þetta leyft og segir Ásgeir að fjögur eða fimm fyrirtæki hafi nú þegar fengið slíkt leyfi. „Auðvitað vilja menn komast inn á þennan markað.“ Sest á heilann Ásgeir gagnrýnir að starfsemi Matvælastofnunar í þessum efnum hafi ekkert aukist í takt við aukninguna í neyslu þessara drykkja. Bendir hann á að verslanir bjóði upp á hraðkassa þar sem hægt er að kaupa mikið magn af orkudrykkjum og borga í sjálfsafgreiðslu án þess að nokkur spái neitt í því. „Það er enginn sem spyr um skírteini þar, það getur hver sem er labbað með tíu Nocco dósir, sem að eru nú að ráða þessum markaði, eða einhverjum orkudrykkjum. Þú getur labbað með eins marga orkudrykki og þú vilt þar í gegn.“ Hefur hann því sérstakar áhyggjur af unglingum sem versli þessa drykki og furðar sig á því að ekkert sé búið að gera. „Ég skil ekki af hverju Matvælastofnun Íslands leyfir umfram þegar þetta er byrjað í búðunum. Það skil ég ekki.“ Ásgeir segir að þetta sé selt í kringum alla skóla og koffínmagnið hafi á þau skaðleg áhrif á þeirra líkama. Drykkjunum skelli þau í sig á nokkrum sekúndum. „Þetta sest á heilann hjá ungu fólki sem hefur ekki þroska og heili sem er í þroskunarferli, þetta vita allir. Þau geta ekki keypt áfengi fyrr en tvítugt en þau eru að sækjast eftir áhrifum og þau fá heldur betur áhrif út úr þessum drykkjum get ég sagt ykkur og þora að tala við hitt kynið.“ Hér má sjá þá orkudrykki sem hafa fengið leyfi eða bíða eftir leyfi hér á landi.Skjáskot/Matvælastofnun Krafa um sérstakar merkingar Rekstrartekjur heildsölunnar Core ehf. sem flytur inn hinn vinsæla orkudrykk Nocco hafa aukist gríðarlega á síðustu árum. Tekjur heildsölunnar í fyrra námu 1,8 milljörðum króna samanborið við 1,14 milljarða króna árið 2017 og árið 2016 voru tekjurnar 440 milljónir króna. Árið 2018 hagnaðist Core þannig um tæpar 200 milljónir króna. „Hámarksmagn koffíns í orkudrykkjum, óáfengum drykkjarvörum, er 320 mg/l samkvæmt reglugerð nr. 453/2014 um 3. breytingu á reglugerð nr. 327/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 1925/2006. Hámarksgildið tekur til heildarmagns koffíns í vörum og breytir þá engu hvort um er að ræða íblöndun hreins koffíns, útdrátta (e. extract) eða náttúrulega koffíngjafa.“ Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Óheimilt er að framleiða, markaðssetja eða flytja inn orkudrykki þar sem heildarmagnið er meira en 320 mg/l nema með sérstöku leyfi frá Matvælastofnun. Sjá upplýsingasíðu Matvælastofnunar um umsóknarferlið. Fyrir orkudrykki sem innihalda 150 mg/l af koffíni eða meira eru sérstakar kröfur um að vörurnar séu merktar með orðunum „Inniheldur mikið af koffíni. Ekki æskilegt fyrir börn eða barnshafandi konur eða konur með barn á brjósti“ og þar á eftir upplýsingar um magn koffíns í mg/100 mL. Þessar merkingar skulu vera á íslensku, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Matvælastofnunar. Viðtalið við Ásgeir má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Heilbrigðismál Orkudrykkir Tengdar fréttir Tekjur heildsölu Nocco tæpir tveir milljarðar króna Rekstrartekjur heildsölunnar Core ehf. sem flytur inn hinn vinsæla orkudrykk Nocco hafa aukist gríðarlega á síðustu árum. 19. september 2019 18:07 Næringarfræðingur um Nocco-æði Íslendinga: "Koffín er slæm redding“ Sykurlausi koffíndrykkurinn NOCCO hefur slegið í gegn á Íslandi og telur heildsali að Íslendingar eigi heimsmet í drykkjunni. Næringarfræðingur segir orkudrykkina sérlega slæma fyrir börn og unglinga og ráðleggur foreldrum að auka svefn og bæta næringu barna sinna. 17. desember 2017 21:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Orkudrykkjamarkaðurinn hefur fimmfaldast á síðustu árum. Ásgeir Ólafsson einkaþjálfari ræddi orkudrykki í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hann hefur síðustu ár varað sérstaklega við neyslu ungmenna á koffíndrykkjum. Hann segir að orkudrykkir geti verið stórhættulegir og þörf sé á fræðslu fyrir skólakrakka um áhrif þeirra. „Ég er ekki viss um að markhópurinn hafi fimmfaldast á síðustu árum, það koma náttúrulega alltaf unglingar upp á hverju ári og verða eldri og þroskaðri og jújú bætast í hópinn að ég held. Svo slá hinir ekkert af, en þetta eru samt tölur sem eru sláandi,“ segir Ásgeir. „Þetta eru ofboðslega stórar og miklar tölur.“ Ásgeir segir að stóra áhyggjuefnið í þessu máli sé koffínmagnið í orkudrykkjunum. „Matvælastofnun Íslands gefur leyfi fyrir 320 millígrömm í hverjum lítra af koffíni. Flest allir þessir drykkir, og það liggja nú þrír eða fjórir drykkir í umsóknarferli hjá Matvælastofnun, þeir eru allir langt umfram þessar tölur. Tveir þeirra eru með 550 mg af koffíni og einn með 370 mg þó að leyfilegt sé 320.“ Sérstakt umsóknarferli er nauðsynlegt til þess að fá þetta leyft og segir Ásgeir að fjögur eða fimm fyrirtæki hafi nú þegar fengið slíkt leyfi. „Auðvitað vilja menn komast inn á þennan markað.“ Sest á heilann Ásgeir gagnrýnir að starfsemi Matvælastofnunar í þessum efnum hafi ekkert aukist í takt við aukninguna í neyslu þessara drykkja. Bendir hann á að verslanir bjóði upp á hraðkassa þar sem hægt er að kaupa mikið magn af orkudrykkjum og borga í sjálfsafgreiðslu án þess að nokkur spái neitt í því. „Það er enginn sem spyr um skírteini þar, það getur hver sem er labbað með tíu Nocco dósir, sem að eru nú að ráða þessum markaði, eða einhverjum orkudrykkjum. Þú getur labbað með eins marga orkudrykki og þú vilt þar í gegn.“ Hefur hann því sérstakar áhyggjur af unglingum sem versli þessa drykki og furðar sig á því að ekkert sé búið að gera. „Ég skil ekki af hverju Matvælastofnun Íslands leyfir umfram þegar þetta er byrjað í búðunum. Það skil ég ekki.“ Ásgeir segir að þetta sé selt í kringum alla skóla og koffínmagnið hafi á þau skaðleg áhrif á þeirra líkama. Drykkjunum skelli þau í sig á nokkrum sekúndum. „Þetta sest á heilann hjá ungu fólki sem hefur ekki þroska og heili sem er í þroskunarferli, þetta vita allir. Þau geta ekki keypt áfengi fyrr en tvítugt en þau eru að sækjast eftir áhrifum og þau fá heldur betur áhrif út úr þessum drykkjum get ég sagt ykkur og þora að tala við hitt kynið.“ Hér má sjá þá orkudrykki sem hafa fengið leyfi eða bíða eftir leyfi hér á landi.Skjáskot/Matvælastofnun Krafa um sérstakar merkingar Rekstrartekjur heildsölunnar Core ehf. sem flytur inn hinn vinsæla orkudrykk Nocco hafa aukist gríðarlega á síðustu árum. Tekjur heildsölunnar í fyrra námu 1,8 milljörðum króna samanborið við 1,14 milljarða króna árið 2017 og árið 2016 voru tekjurnar 440 milljónir króna. Árið 2018 hagnaðist Core þannig um tæpar 200 milljónir króna. „Hámarksmagn koffíns í orkudrykkjum, óáfengum drykkjarvörum, er 320 mg/l samkvæmt reglugerð nr. 453/2014 um 3. breytingu á reglugerð nr. 327/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 1925/2006. Hámarksgildið tekur til heildarmagns koffíns í vörum og breytir þá engu hvort um er að ræða íblöndun hreins koffíns, útdrátta (e. extract) eða náttúrulega koffíngjafa.“ Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Óheimilt er að framleiða, markaðssetja eða flytja inn orkudrykki þar sem heildarmagnið er meira en 320 mg/l nema með sérstöku leyfi frá Matvælastofnun. Sjá upplýsingasíðu Matvælastofnunar um umsóknarferlið. Fyrir orkudrykki sem innihalda 150 mg/l af koffíni eða meira eru sérstakar kröfur um að vörurnar séu merktar með orðunum „Inniheldur mikið af koffíni. Ekki æskilegt fyrir börn eða barnshafandi konur eða konur með barn á brjósti“ og þar á eftir upplýsingar um magn koffíns í mg/100 mL. Þessar merkingar skulu vera á íslensku, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Matvælastofnunar. Viðtalið við Ásgeir má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Heilbrigðismál Orkudrykkir Tengdar fréttir Tekjur heildsölu Nocco tæpir tveir milljarðar króna Rekstrartekjur heildsölunnar Core ehf. sem flytur inn hinn vinsæla orkudrykk Nocco hafa aukist gríðarlega á síðustu árum. 19. september 2019 18:07 Næringarfræðingur um Nocco-æði Íslendinga: "Koffín er slæm redding“ Sykurlausi koffíndrykkurinn NOCCO hefur slegið í gegn á Íslandi og telur heildsali að Íslendingar eigi heimsmet í drykkjunni. Næringarfræðingur segir orkudrykkina sérlega slæma fyrir börn og unglinga og ráðleggur foreldrum að auka svefn og bæta næringu barna sinna. 17. desember 2017 21:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Tekjur heildsölu Nocco tæpir tveir milljarðar króna Rekstrartekjur heildsölunnar Core ehf. sem flytur inn hinn vinsæla orkudrykk Nocco hafa aukist gríðarlega á síðustu árum. 19. september 2019 18:07
Næringarfræðingur um Nocco-æði Íslendinga: "Koffín er slæm redding“ Sykurlausi koffíndrykkurinn NOCCO hefur slegið í gegn á Íslandi og telur heildsali að Íslendingar eigi heimsmet í drykkjunni. Næringarfræðingur segir orkudrykkina sérlega slæma fyrir börn og unglinga og ráðleggur foreldrum að auka svefn og bæta næringu barna sinna. 17. desember 2017 21:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent