Þeir rauðklæddu unnu 4-3 sigur á Red Bull Salzburg í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi en eftir að hafa komist 3-0 yfir náðu gestirnir frá Austurríki að jafna metin.
Mo Salah tryggði svo Liverpool sigurinn á 69. mínútu og er því Liverpool komið með þrjú stig í E-riðlinum eftir tap gegn Napoli í 1. umferðinni.
Bakverðir Liverpool, þeir Andy Robertson og Trent Alexander-Arnold, hafa verið magnaðir í liði Liverpool í upphafi tímabils og hafa haldið uppteknum hætti frá síðustu leiktíð.
Trent lagði upp annað markið fyrir Andy Robertson en bakverðirnir tveir hafa því samanlagt gefið 33 stoðsendingar frá byrjun síðustu leiktíðar.
33 assists between Robertson and Alexander-Arnold since that start of last season! A reminder that neither of them made FIFA's World XI pic.twitter.com/4uPVcFuHac
— ESPN FC (@ESPNFC) October 2, 2019
Þrátt fyrir að hafa orðið Evrópumeistarar með Liverpool og lent í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar komust þeir ekki í FIFA lið ársins.
Varnarmennirnir í liði ársins voru þeir Matthijs de Ligt, Sergio Ramos, Virgil van Dijk og Marcelo. Það vakti undrun margra að Marcelo hafi verið valinn fram yfir bakverði Liverpool.
Liverpool mætir Leicester í toppslag í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
Robbo can’t get an assist if he’s scoring #CleverTrentpic.twitter.com/jJLiiXy2nY
— Trent Arnold (@trentaa98) October 2, 2019