FA segir bann líklegt til að laða fólk að svarta markaðnum Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2019 14:28 Félagið tekur undir ummæli Ölmu Möller, landlæknis, að niðurstaða könnunar sem sýni að fimmtán prósent tíundubekkinga noti rafrettur, sé áhyggjuefni. Vísir/Getty Félag atvinnurekenda segir nærtækara að tryggja að farið sé eftir lögum og reglum um rafrettur hér á landi, frekar en að herða þær. Þær séu strangar fyrir og félagið bendir á að þau alvarlegu tilvik um lungnasjúkdóma sem komið hafa upp í Bandaríkjunum megi að mestu rekja til notkunar ólöglegra rafrettuvökva sem keyptir voru á svörtum markaði. Félagið hefur sent bréf til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna málsins. „Lögin um rafrettur kveða meðal annars á um eftirlit stjórnvalda með rafrettum og vökvum til að tryggja öryggi neytenda og bann við sölu til barna og unglinga,“ segir í yfirlýsingu á vef félagsins.Þar segir einnig að ekkert af þessu eftirliti hafi farið fram þegar einstaklingar kaupa rafrettuvökva á svörtum markaði. „Því væri réttast af yfirvöldum að brýna fyrir fólki að eiga einungis í viðskiptum við rafrettuverslanir sem eru eftirlitsskyldar og fara eftir gildandi lögum og reglum. Félagsmenn FA leggja ríka áherslu á að selja eingöngu vörur sem uppfylla CE-staðla og skilyrði laga og reglna.“ Félagið tekur undir ummæli Ölmu Möller, landlæknis, að niðurstaða könnunar sem sýni að fimmtán prósent tíundubekkinga noti rafrettur, sé áhyggjuefni. Alma hefur lagt til við ráðherra að eftirlit með núverandi löggjöf verði hert, að bragðbættir rafrettuvökvar verði bannaðir og að merkingar á rafrettum verði bættar. FA bendir þó á að í lögum um rafrettur sé bannað að hafa texta eða myndmál sem höfði til barna og ungmenn á rafrettum og auglýsingar á vörum séu bannaðar. „Að mati landlæknis er réttast að banna veipvökva með einkennandi bragðefnum. Slíkt hefur þó ekkert með heilsuvernd að gera og kemur heldur ekki í veg fyrir að einstaklingar verði sér úti um slíka vökva. Ef bragðbættir veipvökvar verða bannaðir er hætt við því að einstaklingar, þar með talin börn og unglingar, nálgist með ólögmætum hætti slíka vökva, sem falla þá ekki undir opinbert eftirlit. Bragðbættir vökvar sem búið er að smygla inn til landsins lúta ekki lögum um rafrettur og munu þ.a.l. lagalegar takmarkanir ekki koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar afhendi börnum og ungmennum bragðbætta vökva. Afleiðingarnar gætu orðið þveröfugar við það sem ætlunin er.“ Rafrettur Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Félag atvinnurekenda segir nærtækara að tryggja að farið sé eftir lögum og reglum um rafrettur hér á landi, frekar en að herða þær. Þær séu strangar fyrir og félagið bendir á að þau alvarlegu tilvik um lungnasjúkdóma sem komið hafa upp í Bandaríkjunum megi að mestu rekja til notkunar ólöglegra rafrettuvökva sem keyptir voru á svörtum markaði. Félagið hefur sent bréf til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna málsins. „Lögin um rafrettur kveða meðal annars á um eftirlit stjórnvalda með rafrettum og vökvum til að tryggja öryggi neytenda og bann við sölu til barna og unglinga,“ segir í yfirlýsingu á vef félagsins.Þar segir einnig að ekkert af þessu eftirliti hafi farið fram þegar einstaklingar kaupa rafrettuvökva á svörtum markaði. „Því væri réttast af yfirvöldum að brýna fyrir fólki að eiga einungis í viðskiptum við rafrettuverslanir sem eru eftirlitsskyldar og fara eftir gildandi lögum og reglum. Félagsmenn FA leggja ríka áherslu á að selja eingöngu vörur sem uppfylla CE-staðla og skilyrði laga og reglna.“ Félagið tekur undir ummæli Ölmu Möller, landlæknis, að niðurstaða könnunar sem sýni að fimmtán prósent tíundubekkinga noti rafrettur, sé áhyggjuefni. Alma hefur lagt til við ráðherra að eftirlit með núverandi löggjöf verði hert, að bragðbættir rafrettuvökvar verði bannaðir og að merkingar á rafrettum verði bættar. FA bendir þó á að í lögum um rafrettur sé bannað að hafa texta eða myndmál sem höfði til barna og ungmenn á rafrettum og auglýsingar á vörum séu bannaðar. „Að mati landlæknis er réttast að banna veipvökva með einkennandi bragðefnum. Slíkt hefur þó ekkert með heilsuvernd að gera og kemur heldur ekki í veg fyrir að einstaklingar verði sér úti um slíka vökva. Ef bragðbættir veipvökvar verða bannaðir er hætt við því að einstaklingar, þar með talin börn og unglingar, nálgist með ólögmætum hætti slíka vökva, sem falla þá ekki undir opinbert eftirlit. Bragðbættir vökvar sem búið er að smygla inn til landsins lúta ekki lögum um rafrettur og munu þ.a.l. lagalegar takmarkanir ekki koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar afhendi börnum og ungmennum bragðbætta vökva. Afleiðingarnar gætu orðið þveröfugar við það sem ætlunin er.“
Rafrettur Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent