FA segir bann líklegt til að laða fólk að svarta markaðnum Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2019 14:28 Félagið tekur undir ummæli Ölmu Möller, landlæknis, að niðurstaða könnunar sem sýni að fimmtán prósent tíundubekkinga noti rafrettur, sé áhyggjuefni. Vísir/Getty Félag atvinnurekenda segir nærtækara að tryggja að farið sé eftir lögum og reglum um rafrettur hér á landi, frekar en að herða þær. Þær séu strangar fyrir og félagið bendir á að þau alvarlegu tilvik um lungnasjúkdóma sem komið hafa upp í Bandaríkjunum megi að mestu rekja til notkunar ólöglegra rafrettuvökva sem keyptir voru á svörtum markaði. Félagið hefur sent bréf til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna málsins. „Lögin um rafrettur kveða meðal annars á um eftirlit stjórnvalda með rafrettum og vökvum til að tryggja öryggi neytenda og bann við sölu til barna og unglinga,“ segir í yfirlýsingu á vef félagsins.Þar segir einnig að ekkert af þessu eftirliti hafi farið fram þegar einstaklingar kaupa rafrettuvökva á svörtum markaði. „Því væri réttast af yfirvöldum að brýna fyrir fólki að eiga einungis í viðskiptum við rafrettuverslanir sem eru eftirlitsskyldar og fara eftir gildandi lögum og reglum. Félagsmenn FA leggja ríka áherslu á að selja eingöngu vörur sem uppfylla CE-staðla og skilyrði laga og reglna.“ Félagið tekur undir ummæli Ölmu Möller, landlæknis, að niðurstaða könnunar sem sýni að fimmtán prósent tíundubekkinga noti rafrettur, sé áhyggjuefni. Alma hefur lagt til við ráðherra að eftirlit með núverandi löggjöf verði hert, að bragðbættir rafrettuvökvar verði bannaðir og að merkingar á rafrettum verði bættar. FA bendir þó á að í lögum um rafrettur sé bannað að hafa texta eða myndmál sem höfði til barna og ungmenn á rafrettum og auglýsingar á vörum séu bannaðar. „Að mati landlæknis er réttast að banna veipvökva með einkennandi bragðefnum. Slíkt hefur þó ekkert með heilsuvernd að gera og kemur heldur ekki í veg fyrir að einstaklingar verði sér úti um slíka vökva. Ef bragðbættir veipvökvar verða bannaðir er hætt við því að einstaklingar, þar með talin börn og unglingar, nálgist með ólögmætum hætti slíka vökva, sem falla þá ekki undir opinbert eftirlit. Bragðbættir vökvar sem búið er að smygla inn til landsins lúta ekki lögum um rafrettur og munu þ.a.l. lagalegar takmarkanir ekki koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar afhendi börnum og ungmennum bragðbætta vökva. Afleiðingarnar gætu orðið þveröfugar við það sem ætlunin er.“ Rafrettur Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira
Félag atvinnurekenda segir nærtækara að tryggja að farið sé eftir lögum og reglum um rafrettur hér á landi, frekar en að herða þær. Þær séu strangar fyrir og félagið bendir á að þau alvarlegu tilvik um lungnasjúkdóma sem komið hafa upp í Bandaríkjunum megi að mestu rekja til notkunar ólöglegra rafrettuvökva sem keyptir voru á svörtum markaði. Félagið hefur sent bréf til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna málsins. „Lögin um rafrettur kveða meðal annars á um eftirlit stjórnvalda með rafrettum og vökvum til að tryggja öryggi neytenda og bann við sölu til barna og unglinga,“ segir í yfirlýsingu á vef félagsins.Þar segir einnig að ekkert af þessu eftirliti hafi farið fram þegar einstaklingar kaupa rafrettuvökva á svörtum markaði. „Því væri réttast af yfirvöldum að brýna fyrir fólki að eiga einungis í viðskiptum við rafrettuverslanir sem eru eftirlitsskyldar og fara eftir gildandi lögum og reglum. Félagsmenn FA leggja ríka áherslu á að selja eingöngu vörur sem uppfylla CE-staðla og skilyrði laga og reglna.“ Félagið tekur undir ummæli Ölmu Möller, landlæknis, að niðurstaða könnunar sem sýni að fimmtán prósent tíundubekkinga noti rafrettur, sé áhyggjuefni. Alma hefur lagt til við ráðherra að eftirlit með núverandi löggjöf verði hert, að bragðbættir rafrettuvökvar verði bannaðir og að merkingar á rafrettum verði bættar. FA bendir þó á að í lögum um rafrettur sé bannað að hafa texta eða myndmál sem höfði til barna og ungmenn á rafrettum og auglýsingar á vörum séu bannaðar. „Að mati landlæknis er réttast að banna veipvökva með einkennandi bragðefnum. Slíkt hefur þó ekkert með heilsuvernd að gera og kemur heldur ekki í veg fyrir að einstaklingar verði sér úti um slíka vökva. Ef bragðbættir veipvökvar verða bannaðir er hætt við því að einstaklingar, þar með talin börn og unglingar, nálgist með ólögmætum hætti slíka vökva, sem falla þá ekki undir opinbert eftirlit. Bragðbættir vökvar sem búið er að smygla inn til landsins lúta ekki lögum um rafrettur og munu þ.a.l. lagalegar takmarkanir ekki koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar afhendi börnum og ungmennum bragðbætta vökva. Afleiðingarnar gætu orðið þveröfugar við það sem ætlunin er.“
Rafrettur Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira