Mauricio Pochettino var eðlilega ekki sáttur eftir 7-2 tap Tottenham fyrir Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
„Ég þarf ekki of mikinn tíma í að útskýra þetta. Við spiluðum vel í hálftíma. En við vorum óheppnir að fá okkur mark á síðustu mínútu hálfleiksins,“ sagði Pochettino eftir leikinn.
„Í fótbolta getur svona gerst. Hver einasta snerting hjá þeim endaði inni. Við erum mjög vonsviknir og sárir en við þurfum að standa saman.“
Tottenham er með eitt stig eftir tvo leiki í Meistaradeildinni.
„Það er erfitt að sætta sig við þetta, en maður verður að halda áfram. Standa saman og bregðast rétt við.“
