Þúsund konur fjölmenna á bíókvöld Bleiku slaufunnar Tinni Sveinsson skrifar 1. október 2019 15:45 Fjölmargar þekktar íslenskar konur taka þátt í átaksverkefninu Bleiku slaufunni í ár. Bleika slaufan, árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins, hefst í dag. Í tilefni dagsins er búist við þúsund konum á bíókvöld í Háskólabíói klukkan 20 þar sem kvikmyndin Downton Abbey verður sýnd. Þema Bleiku slaufunnar í ár er Þú ert ekki ein. Áhersla er lögð á það að stuðningur skiptir máli og vegna mikillar þátttöku vinkvennahópa í fyrra hefur Vinkonuklúbbur Krabbameinsfélagsins verið stofnaður. Áður en sýningin í kvöld hefst verður bein útsending frá Háskólabíói. Búið er að skreyta bíóið í bleikum lit og breskri stemmningu í anda Downton Abbey. Leikkonurnar Dóra Jóhannsdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir verða kynnar á sýningunni og ætla að taka viðtöl og sýna nokkur myndbönd fyrir sýninguna. Hægt er að sjá útsendinguna hér fyrir neðan en hún hefst um klukkan 20. Átakið Bleika slaufan er tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar stendur undir stórum hluta af þeirri fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir án endurgjalds, svo sem ráðgjöf, stuðningur, námskeið, fræðsla, forvarnastarfsemi, hagsmunagæsla og rannsóknir.Bleika slaufan 2019.Bleika slaufan 2019 var afhjúpuð í dag en hún er hönnuð af Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur, skartgripahönnuði í AURUM Bankastræti. Í fyrsta sinn er hún hálsmen en blómin á henni vísa til vellíðunar og jákvæðni og hringurinn táknar kvenlega orku og veitir vernd. Föstudagurinn 11. október er bleiki dagurinn en þá hefur skapast hefð fyrir því að fólk og fyrirtæki um land allt skreyti sig með bleikum lit. Hægt er að sjá nánari upplýsingar og kaupa slaufu á heimasíðunni bleikaslaufan.is. Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
Bleika slaufan, árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins, hefst í dag. Í tilefni dagsins er búist við þúsund konum á bíókvöld í Háskólabíói klukkan 20 þar sem kvikmyndin Downton Abbey verður sýnd. Þema Bleiku slaufunnar í ár er Þú ert ekki ein. Áhersla er lögð á það að stuðningur skiptir máli og vegna mikillar þátttöku vinkvennahópa í fyrra hefur Vinkonuklúbbur Krabbameinsfélagsins verið stofnaður. Áður en sýningin í kvöld hefst verður bein útsending frá Háskólabíói. Búið er að skreyta bíóið í bleikum lit og breskri stemmningu í anda Downton Abbey. Leikkonurnar Dóra Jóhannsdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir verða kynnar á sýningunni og ætla að taka viðtöl og sýna nokkur myndbönd fyrir sýninguna. Hægt er að sjá útsendinguna hér fyrir neðan en hún hefst um klukkan 20. Átakið Bleika slaufan er tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar stendur undir stórum hluta af þeirri fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir án endurgjalds, svo sem ráðgjöf, stuðningur, námskeið, fræðsla, forvarnastarfsemi, hagsmunagæsla og rannsóknir.Bleika slaufan 2019.Bleika slaufan 2019 var afhjúpuð í dag en hún er hönnuð af Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur, skartgripahönnuði í AURUM Bankastræti. Í fyrsta sinn er hún hálsmen en blómin á henni vísa til vellíðunar og jákvæðni og hringurinn táknar kvenlega orku og veitir vernd. Föstudagurinn 11. október er bleiki dagurinn en þá hefur skapast hefð fyrir því að fólk og fyrirtæki um land allt skreyti sig með bleikum lit. Hægt er að sjá nánari upplýsingar og kaupa slaufu á heimasíðunni bleikaslaufan.is.
Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira