Heiðar Austmann pælir ekki í hvað öðrum finnst Stefán Árni Pálsson skrifar 1. október 2019 20:00 Heiðar Austmann segist gera viðlíka hluti aðeins fyrir sig sjálfan og álit annarra skiptir hann minna máli. „Ég fór í meðferð sem heitir á fræðimálinu Tear through en í stuttu máli er þessi meðferð til þess fallin að minnka djúpar andlitslínur og gera mann ferskari í útliti,“ segir útvarpsmaðurinn góðkunni Heiðar Austmann sem skellti sér í einskonar fegrunarmeðferð á dögunum. Heiðar starfar hjá K100 útvarpsstöðinni og var um árabil hjá FM957. Í umræddri meðferð er komið fyrir fylliefni undir augun. Heiðar segir að meðferðin hafi ekki beint verið sársaukafull. „Ég viðurkenni að það var ekkert sérstök tilfinning að horfa á manneskju stinga nál í andlitið á mér og svona nálægt augunum en merkilegt nokk þá var þetta minna vont en ég hélt. Hef aldrei verið neitt brjálæðislega hrifinn af nálum í gegnum tíðina en þetta reyndist sársaukaminna en ég hélt og konan sem sá um mig algjör fagmaður.“Vildi minnka þreytu pokana Hann segir að svona meðferð eigi að eyða andlitslínum eða minnka til muna. „Þetta á að sparka hrukkum burt úr andlitinu og gera húðina unglegri og ferskari. Í mínu tilfelli vildi ég minnka aðeins þreytu pokana undir augunum á mér eftir mikið álag síðustu vikna og ég sá strax mun á mér eftir meðferðina og reyndar aðrir í kringum mig líka.“Heiðar rétt fyrir meðferð.Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú ákvaðst að fara í svona meðferð? „Eftir að hafa lesið mig til um þessa meðferð þá ákvað ég að prófa og taka augnsvæðið sérstaklega fyrir. Eins og ég sagði hér fyrr þá var ég á sjáanlega þreyttur í andlitinu eftir mikið andlegt álag, kviðslitsaðgerð sem gekk illa, álag í vinnu og svo framvegis þannig að ég ákvað að skella mér í svona meðferð og sé alls ekki eftir því. Pokarnir minnkuðu, augnsvæðið varð ferskara og ég einhvern veginn sjálfur ferskari í útliti eftir heimsóknina.“ Heiðar segist hafa liðið nokkuð vel strax eftir meðferðina.Full virkni eftir eina til tvær vikur „Þetta var nánast sársaukalaust með öllu, ég var stunginn með nál í andlitið á nokkrum stöðum og vöðvaslakandi efni sett í kinnarnar á mér og kinnbeinin sem dreifðist síðan eins og það átti að gera. Það kom eðlilega smá roði fyrst til að byrja með en á 1-2 dögum voru engin ummerki eftir í andlitinu á mér. Meðferðin náði síðan fullri virkni á 1-2 vikum.“ Hann segist mæla hiklaust með svona meðferð.Efninu er sprautað rétt undir augsvæðið.„Ég er ekki einn þeirra aðila sem pæli í hvað öðrum finnst, heldur læt bara vaða ef ég tel það rétta ákvörðun fyrir mig,“ segir heiðar. „Ég tók sénsinn og prófaði þetta og var svo sem ekkert hrópandi af húsþökum að ég ætlaði að fara í svona meðferð en eftir að árangurinn lét ekki á sér standa þá mæli ég með. Það eru til milljón og ein aðferð þarna úti til að reyna minnka andlitslínur og augnpokasvæði en þessi meðferð er sú sem hefur virkað best fyrir mig.“Er algengara en fólk heldur að karlmenn fari í svona? „Samkvæmt því sem ég heyrði á Húðlæknastöðinni eru karlmenn að fara í svona meðferðir en þeir/við erum ekkert að hafa hátt um það virðist vera. Ætli ótti við að gert sé grín að manni spili ekki stórt hlutverk þar inni þó að það sé auðvitað fáránlegt,“ segir Heiðar. „Ég fékk alveg pillur frá 1-2 manneskjum eftir þetta af því ég sýndi örstutt frá meðferðinni á Instagram hjá mér en þegar fólk sá árangurinn þá gat það lítið sagt. Snýst allt um hvernig þú sérð sjálfan þig. Ef þú ert að gera þetta fyrir þig til að þér líði vel þá skiptir álit annarra ekki máli. Í mínu tilfelli fannst mér ég þurfa á þessu að halda og ég er mjög ánægður með útkomuna.“ Lýtalækningar Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Ég fór í meðferð sem heitir á fræðimálinu Tear through en í stuttu máli er þessi meðferð til þess fallin að minnka djúpar andlitslínur og gera mann ferskari í útliti,“ segir útvarpsmaðurinn góðkunni Heiðar Austmann sem skellti sér í einskonar fegrunarmeðferð á dögunum. Heiðar starfar hjá K100 útvarpsstöðinni og var um árabil hjá FM957. Í umræddri meðferð er komið fyrir fylliefni undir augun. Heiðar segir að meðferðin hafi ekki beint verið sársaukafull. „Ég viðurkenni að það var ekkert sérstök tilfinning að horfa á manneskju stinga nál í andlitið á mér og svona nálægt augunum en merkilegt nokk þá var þetta minna vont en ég hélt. Hef aldrei verið neitt brjálæðislega hrifinn af nálum í gegnum tíðina en þetta reyndist sársaukaminna en ég hélt og konan sem sá um mig algjör fagmaður.“Vildi minnka þreytu pokana Hann segir að svona meðferð eigi að eyða andlitslínum eða minnka til muna. „Þetta á að sparka hrukkum burt úr andlitinu og gera húðina unglegri og ferskari. Í mínu tilfelli vildi ég minnka aðeins þreytu pokana undir augunum á mér eftir mikið álag síðustu vikna og ég sá strax mun á mér eftir meðferðina og reyndar aðrir í kringum mig líka.“Heiðar rétt fyrir meðferð.Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú ákvaðst að fara í svona meðferð? „Eftir að hafa lesið mig til um þessa meðferð þá ákvað ég að prófa og taka augnsvæðið sérstaklega fyrir. Eins og ég sagði hér fyrr þá var ég á sjáanlega þreyttur í andlitinu eftir mikið andlegt álag, kviðslitsaðgerð sem gekk illa, álag í vinnu og svo framvegis þannig að ég ákvað að skella mér í svona meðferð og sé alls ekki eftir því. Pokarnir minnkuðu, augnsvæðið varð ferskara og ég einhvern veginn sjálfur ferskari í útliti eftir heimsóknina.“ Heiðar segist hafa liðið nokkuð vel strax eftir meðferðina.Full virkni eftir eina til tvær vikur „Þetta var nánast sársaukalaust með öllu, ég var stunginn með nál í andlitið á nokkrum stöðum og vöðvaslakandi efni sett í kinnarnar á mér og kinnbeinin sem dreifðist síðan eins og það átti að gera. Það kom eðlilega smá roði fyrst til að byrja með en á 1-2 dögum voru engin ummerki eftir í andlitinu á mér. Meðferðin náði síðan fullri virkni á 1-2 vikum.“ Hann segist mæla hiklaust með svona meðferð.Efninu er sprautað rétt undir augsvæðið.„Ég er ekki einn þeirra aðila sem pæli í hvað öðrum finnst, heldur læt bara vaða ef ég tel það rétta ákvörðun fyrir mig,“ segir heiðar. „Ég tók sénsinn og prófaði þetta og var svo sem ekkert hrópandi af húsþökum að ég ætlaði að fara í svona meðferð en eftir að árangurinn lét ekki á sér standa þá mæli ég með. Það eru til milljón og ein aðferð þarna úti til að reyna minnka andlitslínur og augnpokasvæði en þessi meðferð er sú sem hefur virkað best fyrir mig.“Er algengara en fólk heldur að karlmenn fari í svona? „Samkvæmt því sem ég heyrði á Húðlæknastöðinni eru karlmenn að fara í svona meðferðir en þeir/við erum ekkert að hafa hátt um það virðist vera. Ætli ótti við að gert sé grín að manni spili ekki stórt hlutverk þar inni þó að það sé auðvitað fáránlegt,“ segir Heiðar. „Ég fékk alveg pillur frá 1-2 manneskjum eftir þetta af því ég sýndi örstutt frá meðferðinni á Instagram hjá mér en þegar fólk sá árangurinn þá gat það lítið sagt. Snýst allt um hvernig þú sérð sjálfan þig. Ef þú ert að gera þetta fyrir þig til að þér líði vel þá skiptir álit annarra ekki máli. Í mínu tilfelli fannst mér ég þurfa á þessu að halda og ég er mjög ánægður með útkomuna.“
Lýtalækningar Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira