Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex opnar sig í einlægu viðtali hjá breska miðlinum ITV, sem sýnt verður á morgun. Viðtalið er hluti af heimildarmyndinni Harry & Meghan: An African Journey.
Í stuttri stiklu sem búið er að birta, talar Meghan um líf sitt eftir að hún kynntist eiginmanni sínum Harry. Þar segir hún að fjölmiðlaumfjöllunin hafi aukið mikið á pressuna, sem sé sérstaklega erfitt því hún var nú þegar berskjölduð á meðgöngu og sem nýbökuð móðir.
Hún heldur aftur tárunum þegar hún segir að þetta hafi verið virkilega erfitt. Hún þakkaði fréttamanninum Tom Bradby hugulsemina og sagði „Fáir hafa spurt hvernig mér líður.“
Sagt er að í viðtalinu ræði Meghan um móðurhlutverkið, hjónabandið og lífið sem opinber persóna, en Meghan hefur upplifað gagnrýni og mikla fjölmiðlaumfjöllun frá byrjun sambandsins. Hertogahjónin hafa bæði kært breska fjölmiðla.
Stiklu fyrir viðtalið má sjá hér að neðan.
"Not many people have asked if I’m ok ... it’s a very real thing to be going through behind the scenes."Harry sagði í einlægri tilkynningu á dögunum, að ákveðnir miðlar hafi lagt Meghan í einelti og þessi málsókn hafi verið það eina rétta í stöðunni.
Meghan reveals to ITV's @tombradby the intense media spotlight has left her struggling to cope while becoming a mum #HarryAndMeghanhttps://t.co/Uy21iE6ozJpic.twitter.com/kZqhZV66OL
— ITV News (@itvnews) October 18, 2019
„Minn helsti ótti er að sagan endurtaki sig. Ég hef séð hvað gerist þegar einhver sem ég elska er gerður að verslunarvöru upp að því marki að ekki er lengur komið fram við þá sem raunverulega manneskju. Ég missti móður mína og nú horfi ég á konuna mína verða fórnarlamb sömu sterku afla.“
Lengri stiklu fyrir myndina má sjá hér að neðan.
World Exclusive; Meghan tells me of the intense pressures of a life in the spotlight and the toll it has taken on her behind the scenes. pic.twitter.com/tpmeomj5UV
— tom bradby (@tombradby) October 18, 2019