Hittum verndara kanínanna og fornbílakarl í Elliðaárdal Kristján Már Unnarsson skrifar 18. október 2019 09:53 Sigrún Ragna Helgadóttir ólst upp í stöðvarstjórahúsinu við rafstöðina. Stöð 2/Arnar Halldórsson Leyndardómar Elliðaárdals, helstu perlu Reykjavíkur, verða viðfangsefni fyrsta þáttar vetrarins í þáttaröðinni „Um land allt“ á Stöð 2, sem sýndur verður á mánudagskvöld. Þar fá áhorfendur að kynnast mannlífi á bökkum Elliðaánna fyrr og nú í fylgd Reynis Vilhjálmssonar landslagsarkitekts. Farið verður inn í Elliðaárstöð þar sem Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, fer yfir sögu hennar og segir frá framtíðaráformum um nýtingu rafstöðvarinnar. Fyrrum íbúar í stöðinni rifja upp hvernig lífið var í dalnum á árum áður.Hallur Heiðar Hallsson, íbúi á Skálará neðan Stekkjarbakka, annast um kanínurnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Við skoðum Sveinbjörnslund í Ártúnsbrekku í fylgd Jóns Sveinbjörnssonar guðfræðiprófessors, sem sýnir okkur hæsta tré Reykjavíkur, en Jón hefur búið í dalnum í 85 ár. Þá hittum við Ársæl Árnason, einn stofnenda Fonbílaklúbbsins, sem dundar sér við að gera upp gamla bíla í bílskúr við heimili sitt, Hraunteigi, við hlið Árbæjarstíflu. Við forvitnumst um allar kanínurnar sem orðnar eru áberandi í dalnum og ræðum við verndara þeirra, Hall Heiðar Hallsson, sem býr í húsinu Skálará neðan Stekkjarbakka.Rafstöðin við Elliðaár verður skoðuð og sagt frá framtíðaráformum Oruveitu Reykjavíkur um nýtingu hennar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þá kynnumst við því hvernig dalurinn hefur á fáum áratugum breyst úr gróðurvana svæði í einn mesta skógarsal landsins og hvernig hann nýtist borgarbúum jafnt sem náttúruparadís og auðlindauppspretta. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld, 21. október, klukkan 19.25. Hér má sjá sýnishorn: Reykjavík Um land allt Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Leyndardómar Elliðaárdals, helstu perlu Reykjavíkur, verða viðfangsefni fyrsta þáttar vetrarins í þáttaröðinni „Um land allt“ á Stöð 2, sem sýndur verður á mánudagskvöld. Þar fá áhorfendur að kynnast mannlífi á bökkum Elliðaánna fyrr og nú í fylgd Reynis Vilhjálmssonar landslagsarkitekts. Farið verður inn í Elliðaárstöð þar sem Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, fer yfir sögu hennar og segir frá framtíðaráformum um nýtingu rafstöðvarinnar. Fyrrum íbúar í stöðinni rifja upp hvernig lífið var í dalnum á árum áður.Hallur Heiðar Hallsson, íbúi á Skálará neðan Stekkjarbakka, annast um kanínurnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Við skoðum Sveinbjörnslund í Ártúnsbrekku í fylgd Jóns Sveinbjörnssonar guðfræðiprófessors, sem sýnir okkur hæsta tré Reykjavíkur, en Jón hefur búið í dalnum í 85 ár. Þá hittum við Ársæl Árnason, einn stofnenda Fonbílaklúbbsins, sem dundar sér við að gera upp gamla bíla í bílskúr við heimili sitt, Hraunteigi, við hlið Árbæjarstíflu. Við forvitnumst um allar kanínurnar sem orðnar eru áberandi í dalnum og ræðum við verndara þeirra, Hall Heiðar Hallsson, sem býr í húsinu Skálará neðan Stekkjarbakka.Rafstöðin við Elliðaár verður skoðuð og sagt frá framtíðaráformum Oruveitu Reykjavíkur um nýtingu hennar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þá kynnumst við því hvernig dalurinn hefur á fáum áratugum breyst úr gróðurvana svæði í einn mesta skógarsal landsins og hvernig hann nýtist borgarbúum jafnt sem náttúruparadís og auðlindauppspretta. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld, 21. október, klukkan 19.25. Hér má sjá sýnishorn:
Reykjavík Um land allt Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira