Margar kynslóðir saman í hádegismat Ari Brynjólfsson skrifar 18. október 2019 06:00 Ungir sem aldnir fá sér hádegismat í Herðubreið. Mynd/Svandís Egilsdóttir Lífleg stemning er nú í hádeginu í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði þar sem grunnskólabörn borða hádegismat með öðrum bæjarbúum. Hefur þetta nú staðið yfir í viku, eða frá því að leysa þurfti matráðinn í mötuneyti skólans af. Svandís Egilsdóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla, segir ekkert atvinnuleysi vera í bænum og voru því góð ráð dýr. Hafði hún þá samband við Hótel Öldu og bað um aðstoð þaðan. „Þetta hefur lengi verið draumur okkar, bæði í skólanum og þeirra sem sjá um félagsheimilið, að bjóða upp á eitthvað svona. Í síðustu viku var komið upp ástand sem þurfti að leysa þannig að við kýldum bara á þetta og þau fluttu eldhúsið af hótelinu og inn í Herðubreið. Það er alltaf gaman að geta hjálpast að og geta látið drauma sína rætast í leiðinni,“ segir Svandís.Svandís Egilsdóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla.Til stendur að bjóða upp á sameiginlegan hádegismat bæjarbúa fram að jólum. Svandís veit ekki hvort þetta fyrirkomulag getur orðið varanlegt, ferðamennirnir byrja að koma í apríl áður en skólanum lýkur og verða enn í bænum þegar skólinn hefst aftur í ágúst. Þetta gengur allavega á meðan það er rólegt á hótelinu. Við plönum framtíðina betur í desember, þegar reynslan er orðin meiri, auðvitað eru alltaf lausnir á öllu. Almenn ánægja er með fyrirkomulagið. „Það myndast mjög lífleg stemning og það er virkilega frábært að margar kynslóðir borði saman. Foreldrar geta komið og borðað með börnunum. Eldri borgarar eru svo með sérstakan díl á matnum. Það er eitthvað svo heimilislegt að allt samfélagið sé að borða saman. Það er mjög mikils virði að enginn þurfi að borða einn.“ Unnið er með lífrænt grænmeti sem kemur ferskt með Norrænu. Einnig er passað upp á að vera ekki með unnar matvörur. Alls eru þetta minnst 110 manns í einu, oft fleiri. Þeim fjölgaði nokkuð í gær þegar 45 listnámsnemar frá Hollandi voru með. „Þetta var smá kaos, sem er bara gott,“ segir Svandís og hlær. Á næstunni munu svo elstu börnin af leikskólanum einnig koma yfir, allavega einn dag. Taka þarf mið af þörfum mismunandi hópa. „Það er ekki alveg sami matseðillinn alla daga fyrir alla, það er líka verið að elda fyrir eins árs börn, þau þurfa ekki alveg jafn staðgóðan mat og starfsmenn Endurvinnslunnar. Það er reynt að mæta öllum þörfum,“ segir Svandís. Svandís hvetur önnur sveitarfélög til að prófa þetta. „Við gerðum þetta þegar ég var skólastjóri á Borgarfirði eystra. Þá kom eldra fólk sem bjó eitt í skólamötuneytið. Mér finnst að við ættum að hugsa um okkar félagslegu líðan þegar við erum að skipuleggja okkur. Ég er alveg handviss um að þetta geti unnið gegn einmanaleika.“ Birtist í Fréttablaðinu Eldri borgarar Seyðisfjörður Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Lífleg stemning er nú í hádeginu í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði þar sem grunnskólabörn borða hádegismat með öðrum bæjarbúum. Hefur þetta nú staðið yfir í viku, eða frá því að leysa þurfti matráðinn í mötuneyti skólans af. Svandís Egilsdóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla, segir ekkert atvinnuleysi vera í bænum og voru því góð ráð dýr. Hafði hún þá samband við Hótel Öldu og bað um aðstoð þaðan. „Þetta hefur lengi verið draumur okkar, bæði í skólanum og þeirra sem sjá um félagsheimilið, að bjóða upp á eitthvað svona. Í síðustu viku var komið upp ástand sem þurfti að leysa þannig að við kýldum bara á þetta og þau fluttu eldhúsið af hótelinu og inn í Herðubreið. Það er alltaf gaman að geta hjálpast að og geta látið drauma sína rætast í leiðinni,“ segir Svandís.Svandís Egilsdóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla.Til stendur að bjóða upp á sameiginlegan hádegismat bæjarbúa fram að jólum. Svandís veit ekki hvort þetta fyrirkomulag getur orðið varanlegt, ferðamennirnir byrja að koma í apríl áður en skólanum lýkur og verða enn í bænum þegar skólinn hefst aftur í ágúst. Þetta gengur allavega á meðan það er rólegt á hótelinu. Við plönum framtíðina betur í desember, þegar reynslan er orðin meiri, auðvitað eru alltaf lausnir á öllu. Almenn ánægja er með fyrirkomulagið. „Það myndast mjög lífleg stemning og það er virkilega frábært að margar kynslóðir borði saman. Foreldrar geta komið og borðað með börnunum. Eldri borgarar eru svo með sérstakan díl á matnum. Það er eitthvað svo heimilislegt að allt samfélagið sé að borða saman. Það er mjög mikils virði að enginn þurfi að borða einn.“ Unnið er með lífrænt grænmeti sem kemur ferskt með Norrænu. Einnig er passað upp á að vera ekki með unnar matvörur. Alls eru þetta minnst 110 manns í einu, oft fleiri. Þeim fjölgaði nokkuð í gær þegar 45 listnámsnemar frá Hollandi voru með. „Þetta var smá kaos, sem er bara gott,“ segir Svandís og hlær. Á næstunni munu svo elstu börnin af leikskólanum einnig koma yfir, allavega einn dag. Taka þarf mið af þörfum mismunandi hópa. „Það er ekki alveg sami matseðillinn alla daga fyrir alla, það er líka verið að elda fyrir eins árs börn, þau þurfa ekki alveg jafn staðgóðan mat og starfsmenn Endurvinnslunnar. Það er reynt að mæta öllum þörfum,“ segir Svandís. Svandís hvetur önnur sveitarfélög til að prófa þetta. „Við gerðum þetta þegar ég var skólastjóri á Borgarfirði eystra. Þá kom eldra fólk sem bjó eitt í skólamötuneytið. Mér finnst að við ættum að hugsa um okkar félagslegu líðan þegar við erum að skipuleggja okkur. Ég er alveg handviss um að þetta geti unnið gegn einmanaleika.“
Birtist í Fréttablaðinu Eldri borgarar Seyðisfjörður Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira