Heppni íslenski miðahafinn sem vann 124 milljónir í EuroJackpot á dögunum var ung kona á Vesturlandi og eiginmaður hennar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Þar segir að konan hafi verið með miða í áskrift og orðið „steinhissa“ -þegar hún fékk símtalið.
Konan og eiginmaður hennar eru sögð hafa verið búin að vera með miðann í áskrift undanfarið, eina röð. Ætli þau að þiggja fjármálaráðgjöf sem vinningshöfum sem vinna milljónavinninga stendur til boða.
Ung hjón á Vesturlandi unnu 124 milljónir
Atli Ísleifsson skrifar
