Guðni og Eliza á leið til Japan vegna krýningar Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2019 10:45 Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda til Japans í næstu viku. vísir/vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda til Japans í næstu viku þar sem þau verða viðstödd krýningarhátíð Naruhito Japanskeisara næstkomandi þriðjudaginn. Naruhito tók við embættinu í maí síðastliðinn af föður sínum Akihito sem afsalaði sér krúninni. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að forsetahjónin muni taka þátt í opinberum viðburðum í tengslum við krýningarhátíðina ásamt fjölmörgum öðrum þjóðarleiðtogum hvaðanæva úr veröldinni. „Þau sitja m.a. hátíðarkvöldverð í keisarahöllinni að kvöldi 22. október og kvöldverð Shinzo Abe forsætisráðherra til heiðurs Naruhito Japanskeisara að kvöldi miðvikudagsins 23. október. Þá mun forseti Íslands eiga fundi með Shinzo Abe forsætisráðherra og með Tadamori Oshima, forseta fulltrúardeildar þingsins, og þingmönnum. Þá mun forseti einnig eiga fund með Shinako Tsuchiya, formanni vinafélags Íslands á japanska þjóðþinginu, og öðrum þingmönnum í vinafélaginu. Forseti Íslands heimsækir Tokyo háskóla fimmtudaginn 24. október ásamt Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands og situr fund með Makoto Gonokami rektor skólans og öðrum forsvarsmönnum hans. Í kjölfarið heldur forseti opinberan fyrirlestur í boði Tokyo háskóla. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og ber heitið: The Might of the Weak. The Role of Small States in International Relations and the Case of Iceland. Eliza Reid forsetafrú mun heimsækja Sophia háskólann fimmtudaginn 24. október og leiða þar hringborðsumræður um jafnréttismál og Ísland með nemendum skólans og kennurum.Naruhito keisari og Masako.GettyÞá mun forseti Íslands jafnframt eiga fundi með Kiyoshi Yamada rektor Tokai háskólans, snæða hádegisverð með Shunichi Suzuki, þeim ráðherra í ríkisstjórn Japans sem stýrir málefnum Ólympíuleikanna sem haldnir verða í Japan á næsta sumri, og Yasuhiro Yamashita, forseta Ólympíunefndar Japans, og heimsækja Sasakawa friðarstofnunina. Þá býður Elín Flygenring sendiherra til móttöku til heiðurs forsetahjónum í sendiráði Íslands í Japan síðdegis fimmtudaginn 24. október. Á leið sinni til Japans mun forseti Íslands eiga stutta viðdvöl í Vínarborg laugardaginn 19. október og sækja frumsýningu í Burg leikhúsinu á verkinu Die Edda eftir Mikael Torfason í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar.“ Forseti Íslands Japan Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda til Japans í næstu viku þar sem þau verða viðstödd krýningarhátíð Naruhito Japanskeisara næstkomandi þriðjudaginn. Naruhito tók við embættinu í maí síðastliðinn af föður sínum Akihito sem afsalaði sér krúninni. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að forsetahjónin muni taka þátt í opinberum viðburðum í tengslum við krýningarhátíðina ásamt fjölmörgum öðrum þjóðarleiðtogum hvaðanæva úr veröldinni. „Þau sitja m.a. hátíðarkvöldverð í keisarahöllinni að kvöldi 22. október og kvöldverð Shinzo Abe forsætisráðherra til heiðurs Naruhito Japanskeisara að kvöldi miðvikudagsins 23. október. Þá mun forseti Íslands eiga fundi með Shinzo Abe forsætisráðherra og með Tadamori Oshima, forseta fulltrúardeildar þingsins, og þingmönnum. Þá mun forseti einnig eiga fund með Shinako Tsuchiya, formanni vinafélags Íslands á japanska þjóðþinginu, og öðrum þingmönnum í vinafélaginu. Forseti Íslands heimsækir Tokyo háskóla fimmtudaginn 24. október ásamt Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands og situr fund með Makoto Gonokami rektor skólans og öðrum forsvarsmönnum hans. Í kjölfarið heldur forseti opinberan fyrirlestur í boði Tokyo háskóla. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og ber heitið: The Might of the Weak. The Role of Small States in International Relations and the Case of Iceland. Eliza Reid forsetafrú mun heimsækja Sophia háskólann fimmtudaginn 24. október og leiða þar hringborðsumræður um jafnréttismál og Ísland með nemendum skólans og kennurum.Naruhito keisari og Masako.GettyÞá mun forseti Íslands jafnframt eiga fundi með Kiyoshi Yamada rektor Tokai háskólans, snæða hádegisverð með Shunichi Suzuki, þeim ráðherra í ríkisstjórn Japans sem stýrir málefnum Ólympíuleikanna sem haldnir verða í Japan á næsta sumri, og Yasuhiro Yamashita, forseta Ólympíunefndar Japans, og heimsækja Sasakawa friðarstofnunina. Þá býður Elín Flygenring sendiherra til móttöku til heiðurs forsetahjónum í sendiráði Íslands í Japan síðdegis fimmtudaginn 24. október. Á leið sinni til Japans mun forseti Íslands eiga stutta viðdvöl í Vínarborg laugardaginn 19. október og sækja frumsýningu í Burg leikhúsinu á verkinu Die Edda eftir Mikael Torfason í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar.“
Forseti Íslands Japan Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira