Afþakka jólatré númer 50 frá Noregi Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 16. október 2019 06:30 Tréð sem Garðabær fékk að gjöf í fyrra var fellt í garði íbúa í Asker. Samþykkt var í bæjarráði Garðabæjar í gær að afþakka jólatré frá vinabænum Asker í Noregi. Hefð var fyrir því síðastliðin 49 ár að Asker gæfi vinabæ sínum stórt og íburðarmikið jólatré sem staðið hefur á Garðatorgi. „Við vorum búin að vera að velta þessu fyrir okkur lengi og þegar við vöktum máls á þessu við vini okkar í Asker voru þau búin að vera að velta þessu fyrir sér líka,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. „Svo var tekin sameiginlega ákvörðun um að ekki yrðu gefin fleiri tré út frá meðal annars breyttum áherslum í loftslagsmálum,“ bætir Gunnar við. Enginn hafi mótmælt á bæjarráðsfundinum. „Þarna sparast flutningskostnaður og kolefnissporið minnkar, svo er þetta auðvitað táknrænt í umhverfismálum. Við höfum verið að leggja aukna áherslu á umhverfismál hér í bænum og erum að stíga öll þau skref sem hægt er að stíga í því sambandi hægt og bítandi því við viljum vera umhverfisvæn, það er engin spurning,“ segir Gunnar. Bæjarstjórinn segir að þrátt fyrir að tréð hafi verið afþakkað verði að sjálfsögðu jólatré í bænum. „Nú förum við bara á stúfana og finnum fallegt jólatré í Heiðmörk eða jafnvel í görðum bæjarbúa,“ segir hann. „Stundum hafa íbúar óskað eftir því að losna við grenitré úr garðinum sínum og það má vel vera að það dúkki eitthvað slíkt upp.“ Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Jól Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Sjá meira
Samþykkt var í bæjarráði Garðabæjar í gær að afþakka jólatré frá vinabænum Asker í Noregi. Hefð var fyrir því síðastliðin 49 ár að Asker gæfi vinabæ sínum stórt og íburðarmikið jólatré sem staðið hefur á Garðatorgi. „Við vorum búin að vera að velta þessu fyrir okkur lengi og þegar við vöktum máls á þessu við vini okkar í Asker voru þau búin að vera að velta þessu fyrir sér líka,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. „Svo var tekin sameiginlega ákvörðun um að ekki yrðu gefin fleiri tré út frá meðal annars breyttum áherslum í loftslagsmálum,“ bætir Gunnar við. Enginn hafi mótmælt á bæjarráðsfundinum. „Þarna sparast flutningskostnaður og kolefnissporið minnkar, svo er þetta auðvitað táknrænt í umhverfismálum. Við höfum verið að leggja aukna áherslu á umhverfismál hér í bænum og erum að stíga öll þau skref sem hægt er að stíga í því sambandi hægt og bítandi því við viljum vera umhverfisvæn, það er engin spurning,“ segir Gunnar. Bæjarstjórinn segir að þrátt fyrir að tréð hafi verið afþakkað verði að sjálfsögðu jólatré í bænum. „Nú förum við bara á stúfana og finnum fallegt jólatré í Heiðmörk eða jafnvel í görðum bæjarbúa,“ segir hann. „Stundum hafa íbúar óskað eftir því að losna við grenitré úr garðinum sínum og það má vel vera að það dúkki eitthvað slíkt upp.“
Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Jól Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Sjá meira