Neysla örvandi vímuefna „líklega aldrei verið meiri“ Sylvía Hall skrifar 15. október 2019 23:15 Um fimm þúsund manns eru háðir örvandi vímuefnum hér á landi. Vísir/Getty Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður SÁÁ og yfirlæknir á Vogi, segir mikla aukningu hafa orðið undanfarin þrjú ár í fjölda kókaín neytenda. Fólkið leiti sér þó fljótt aðstoðar en sá hópur sem meðferðarstofnanir þjónusta er mun veikari og í flóknari vímuefnaneyslu en þekktist áður. „Í heild sinni er örvandi vímuefnaneysla, hún er gríðarlega mikil núna og hefur líklega aldrei verið meiri, hvorki tölulega né hlutfallslega,“ segir Þórarinn í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Rúmlega helmingur þeirra sem fari í meðferð vegna fíkniefnavanda greinist með fíkn og eru verulega háðir efnunum. Hann segir neyslu örvandi vímuefna vera mikið vandamál hér á landi, hvort sem um er að ræða amfetamín, e-pillur eða kókaín. Það sem sé hins vegar nú að gerast er að mikil aukning er að verða í neyslu kókaíns á meðan amfetamín neysla stendur nokkurn veginn í stað. „Þó að kókaínið hafi ekki náð amfetamíninu þá hér um bil eru þeir jafn margir,“ segir Þórarinn og bætir við að neyslan sé mest tengd skemmtanalífi.Þórarinn Tyrfingsson var í viðtali í Reykjavík síðdegis um kókaínfaraldurinn hér á landi.Neysla fylgir hagvexti Í góðæri er meira um vímuefnaneyslu að sögn Þórarins og það hafi verið skýrt eftir hrun. Vímuefnamarkaður þá hafi hrunið en síðustu þrjú ár hefur hann farið vaxandi á ný. „Við tengjum alla vímuefnaneyslu sem við erum að tala þarna um, sem bundin er við skemmtanalífið og borgarlífið, við tengjum hana auðvitað við hagvöxtinn. Áfengis- og vímuefnavandamál vex með hagvexti.“ Hann segir dæmi þess vera aukna neyslu á ritalíni eftir hrun. Það hafi verið tiltölulega nýtt af nálinni en notkun þess hafi aukist verulega um og eftir hrun, en í raun hafi ekkert beinlínis komið í staðinn fyrir hin vímuefnin. „Það kom ekkert í staðinn vegna þess að neyslan minnkar við þessar aðstæður, líka hjá þeim sem nota mikið.“Þórarinn segir vímuefnaneyslu fólks í dag flóknari en áður fyrr. Þó sé mun minni hópur sem noti sterk verkjalyf en örvandi vímuefni.Vísir/GettyUm fimm þúsund háðir örvandi vímuefnum Neysla sterkra verkjalyfja hefur verið til umræðu í samfélaginu og um heim allan vegna mikillar aukningar í neyslu þeirra. Rekja má dauðsföll nokkurra ungmenna til neyslu slíkra lyfja og hefur meðal annars Þróunarstöðin beitt sér fyrir því að draga úr neyslu slíkra lyfja. Frá árinu 2008 til 2017 jókst ávísun ópíóða hér á landi um þrjátíu prósent. „Venjulega, allt fram á þennan dag, hafa íslenskir vímuefnafíklar byrjað að sprauta örvandi vímuefnum. Við það fá þeir allskonar fylgikvilla og fara því að sækja í önnur lyf, bæði vegna svefntruflana og geðrofseinkenna og ýmissa hluta sem þau fá, og hluti af því er að fara yfir í sterk verkjadeyfandi lyf,“ segir Þórarinn um þessa þróun. Hann segir þó hópinn sem sé háður slíkum lyfjum vera mun minni en þann sem háður er örvandi vímuefnum. Innan við þúsund manns séu háðir verkjalyfjum á borð við morfín og oxycontin á meðan hópur þeirra sem háður er örvandi vímuefnum telji á bilinu fjögur til fimm þúsund. Þó vandamálið sé mest á meðal fólks á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára sé þó mikilvægt að stunda forvarnarstarf og ná til fólks á framhaldsskólaaldri. „Við þurfum að fara inn í framhaldsskólanna og við verðum að stofna til samvinnu við nemendur þar og þeir verða að breyta viðhorfinu, sá hópur. Við verðum líka að ná til þeirra sem ekki eru í framhaldsskólum og við verðum að breyta viðhorfi þessu unga fólks svo það telji ekki svona eftirsóknarvert og skemmtilegt að prófa þessi efni.“ Fíkn Lyf Reykjavík síðdegis Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður SÁÁ og yfirlæknir á Vogi, segir mikla aukningu hafa orðið undanfarin þrjú ár í fjölda kókaín neytenda. Fólkið leiti sér þó fljótt aðstoðar en sá hópur sem meðferðarstofnanir þjónusta er mun veikari og í flóknari vímuefnaneyslu en þekktist áður. „Í heild sinni er örvandi vímuefnaneysla, hún er gríðarlega mikil núna og hefur líklega aldrei verið meiri, hvorki tölulega né hlutfallslega,“ segir Þórarinn í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Rúmlega helmingur þeirra sem fari í meðferð vegna fíkniefnavanda greinist með fíkn og eru verulega háðir efnunum. Hann segir neyslu örvandi vímuefna vera mikið vandamál hér á landi, hvort sem um er að ræða amfetamín, e-pillur eða kókaín. Það sem sé hins vegar nú að gerast er að mikil aukning er að verða í neyslu kókaíns á meðan amfetamín neysla stendur nokkurn veginn í stað. „Þó að kókaínið hafi ekki náð amfetamíninu þá hér um bil eru þeir jafn margir,“ segir Þórarinn og bætir við að neyslan sé mest tengd skemmtanalífi.Þórarinn Tyrfingsson var í viðtali í Reykjavík síðdegis um kókaínfaraldurinn hér á landi.Neysla fylgir hagvexti Í góðæri er meira um vímuefnaneyslu að sögn Þórarins og það hafi verið skýrt eftir hrun. Vímuefnamarkaður þá hafi hrunið en síðustu þrjú ár hefur hann farið vaxandi á ný. „Við tengjum alla vímuefnaneyslu sem við erum að tala þarna um, sem bundin er við skemmtanalífið og borgarlífið, við tengjum hana auðvitað við hagvöxtinn. Áfengis- og vímuefnavandamál vex með hagvexti.“ Hann segir dæmi þess vera aukna neyslu á ritalíni eftir hrun. Það hafi verið tiltölulega nýtt af nálinni en notkun þess hafi aukist verulega um og eftir hrun, en í raun hafi ekkert beinlínis komið í staðinn fyrir hin vímuefnin. „Það kom ekkert í staðinn vegna þess að neyslan minnkar við þessar aðstæður, líka hjá þeim sem nota mikið.“Þórarinn segir vímuefnaneyslu fólks í dag flóknari en áður fyrr. Þó sé mun minni hópur sem noti sterk verkjalyf en örvandi vímuefni.Vísir/GettyUm fimm þúsund háðir örvandi vímuefnum Neysla sterkra verkjalyfja hefur verið til umræðu í samfélaginu og um heim allan vegna mikillar aukningar í neyslu þeirra. Rekja má dauðsföll nokkurra ungmenna til neyslu slíkra lyfja og hefur meðal annars Þróunarstöðin beitt sér fyrir því að draga úr neyslu slíkra lyfja. Frá árinu 2008 til 2017 jókst ávísun ópíóða hér á landi um þrjátíu prósent. „Venjulega, allt fram á þennan dag, hafa íslenskir vímuefnafíklar byrjað að sprauta örvandi vímuefnum. Við það fá þeir allskonar fylgikvilla og fara því að sækja í önnur lyf, bæði vegna svefntruflana og geðrofseinkenna og ýmissa hluta sem þau fá, og hluti af því er að fara yfir í sterk verkjadeyfandi lyf,“ segir Þórarinn um þessa þróun. Hann segir þó hópinn sem sé háður slíkum lyfjum vera mun minni en þann sem háður er örvandi vímuefnum. Innan við þúsund manns séu háðir verkjalyfjum á borð við morfín og oxycontin á meðan hópur þeirra sem háður er örvandi vímuefnum telji á bilinu fjögur til fimm þúsund. Þó vandamálið sé mest á meðal fólks á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára sé þó mikilvægt að stunda forvarnarstarf og ná til fólks á framhaldsskólaaldri. „Við þurfum að fara inn í framhaldsskólanna og við verðum að stofna til samvinnu við nemendur þar og þeir verða að breyta viðhorfinu, sá hópur. Við verðum líka að ná til þeirra sem ekki eru í framhaldsskólum og við verðum að breyta viðhorfi þessu unga fólks svo það telji ekki svona eftirsóknarvert og skemmtilegt að prófa þessi efni.“
Fíkn Lyf Reykjavík síðdegis Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira