Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2019 12:27 Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir og stofnandi Streituskólans. Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. Stöðunefnd Embættis landlæknis hefur metið Ólaf hæfan til starfsins segir í tilkynningu frá SÍBS sem Reykjalundur heyrir undir. Boðað var til starfsmannafundar á Reykjalundi í hádeginu í dag. Þar var ný framkvæmdastjórn kynnt til sögunnar fyrir starfsfólki sem reyndar mætti fæst á fundinn. Um 200 manns starfa á Reykjalundi, ýmist í fullu starfi eða hlutastörfum, en fréttamaður Vísis á staðnum segir líklega tíu til tuttugu starfsmenn hafa mætt á fundinn.Rétt áður en starfsmannafundurinn hófst í hádeginu í dag.Vísir/SigurjónMikil ólga hefur verið á Reykjalundi undanfarið eftir uppsögn Birgis Gunnarssonar forstjóra um mánaðamótin og uppsögn Magnúsar Ólasonar sem gegnt hafði stöðu framkvæmdastjóra lækninga í lengri tíma. „Fréttir um starfslokin sköpuðu mikla reiði og sorg meðal starfsmanna Reykjalundar í ljósi langs starfsaldurs og mikilsverðs framlags þessara tveggja einstaklinga til starfseminnar í gegnum árin. Ljóst er að betur hefði mátt takast til við þær aðgerðir og með því koma í veg fyrir þann óróa sem þær sköpuðu. Stjórn SÍBS vill nota þetta tækifæri og biðja hlutaðeigandi velvirðingar á því hvernig málin þróuðust,“ segir í tilkynningu frá SÍBS.Framkvæmdastjórn Reykjalundar f.v. Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri, Lára M. Sigurðardóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ólafur Þór Ævarsson framkvæmdastjóri lækninga, Herdís Gunnarsdóttir forstjóri, Helgi Kristjónsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.Herdís Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs á Reykjalundi, hefur verið sett forstjóri Reykjalundar á meðan auglýst er eftir nýjum forstjóra. Hún sinnir sínu fyrra starfi samhliða forstjórastarfinu til að byrja með. Þau Ólafur og Herdís taka við stjórnunarstöðum sínum í kjölfar starfsloka forvera sinna. Birgis og Magnúsar. „Starfsfólkið er undirstaða starfseminnar á Reykjalundi og forsenda þess að sú góða endurhæfingarþjónusta, sem fjölmargir Íslendingar þekkja af eigin raun eða í gegnum sína nánustu, verði áfram veitt. Stjórnin mun leitast við að draga lærdóm af málinu og taka tillit til þeirra ábendinga sem komið hafa fram í tengslum við það. Allir á Reykjalundi, hvaða hlutverki sem þeir gegna, eru sammála um mikilvægi þess að starfsemin þar geti haldið áfram að dafna og verði sem áður mikilvæg stoð fyrir það fólk sem er að vinna sig út úr veikindum og til fullrar þátttöku í samfélaginu á ný,“ segir í tilkynningu frá stjórn SÍBS. „Stjórnin vill að lokum nota tækifærið og færa fráfarandi framkvæmdastjóra lækninga og forstjóra Reykjalundar þakkir fyrir áratugalangt framlag sitt til starfseminnar og samstarf á liðnum árum. Tekið skal fram að engum skugga hefur verið varpað á það góða starf sem þessir tveir fyrrum stjórnendur á Reykjalundi skilja eftir sig. Að því mun stofnunin, starfsmenn og sjúklingar búa til langrar framtíðar.“ Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Vistaskipti Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. Stöðunefnd Embættis landlæknis hefur metið Ólaf hæfan til starfsins segir í tilkynningu frá SÍBS sem Reykjalundur heyrir undir. Boðað var til starfsmannafundar á Reykjalundi í hádeginu í dag. Þar var ný framkvæmdastjórn kynnt til sögunnar fyrir starfsfólki sem reyndar mætti fæst á fundinn. Um 200 manns starfa á Reykjalundi, ýmist í fullu starfi eða hlutastörfum, en fréttamaður Vísis á staðnum segir líklega tíu til tuttugu starfsmenn hafa mætt á fundinn.Rétt áður en starfsmannafundurinn hófst í hádeginu í dag.Vísir/SigurjónMikil ólga hefur verið á Reykjalundi undanfarið eftir uppsögn Birgis Gunnarssonar forstjóra um mánaðamótin og uppsögn Magnúsar Ólasonar sem gegnt hafði stöðu framkvæmdastjóra lækninga í lengri tíma. „Fréttir um starfslokin sköpuðu mikla reiði og sorg meðal starfsmanna Reykjalundar í ljósi langs starfsaldurs og mikilsverðs framlags þessara tveggja einstaklinga til starfseminnar í gegnum árin. Ljóst er að betur hefði mátt takast til við þær aðgerðir og með því koma í veg fyrir þann óróa sem þær sköpuðu. Stjórn SÍBS vill nota þetta tækifæri og biðja hlutaðeigandi velvirðingar á því hvernig málin þróuðust,“ segir í tilkynningu frá SÍBS.Framkvæmdastjórn Reykjalundar f.v. Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri, Lára M. Sigurðardóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ólafur Þór Ævarsson framkvæmdastjóri lækninga, Herdís Gunnarsdóttir forstjóri, Helgi Kristjónsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.Herdís Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs á Reykjalundi, hefur verið sett forstjóri Reykjalundar á meðan auglýst er eftir nýjum forstjóra. Hún sinnir sínu fyrra starfi samhliða forstjórastarfinu til að byrja með. Þau Ólafur og Herdís taka við stjórnunarstöðum sínum í kjölfar starfsloka forvera sinna. Birgis og Magnúsar. „Starfsfólkið er undirstaða starfseminnar á Reykjalundi og forsenda þess að sú góða endurhæfingarþjónusta, sem fjölmargir Íslendingar þekkja af eigin raun eða í gegnum sína nánustu, verði áfram veitt. Stjórnin mun leitast við að draga lærdóm af málinu og taka tillit til þeirra ábendinga sem komið hafa fram í tengslum við það. Allir á Reykjalundi, hvaða hlutverki sem þeir gegna, eru sammála um mikilvægi þess að starfsemin þar geti haldið áfram að dafna og verði sem áður mikilvæg stoð fyrir það fólk sem er að vinna sig út úr veikindum og til fullrar þátttöku í samfélaginu á ný,“ segir í tilkynningu frá stjórn SÍBS. „Stjórnin vill að lokum nota tækifærið og færa fráfarandi framkvæmdastjóra lækninga og forstjóra Reykjalundar þakkir fyrir áratugalangt framlag sitt til starfseminnar og samstarf á liðnum árum. Tekið skal fram að engum skugga hefur verið varpað á það góða starf sem þessir tveir fyrrum stjórnendur á Reykjalundi skilja eftir sig. Að því mun stofnunin, starfsmenn og sjúklingar búa til langrar framtíðar.“
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Vistaskipti Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira