Afturkalla lög eftir óeirðir síðustu daga Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2019 12:50 Mótmælendur fögnuðu í Quito í gærkvöldi eftir að frétir bárust að lög um að niðurgreiðslu á eldsneyti skuli hætt hafi verið afturkölluð. Getty Ríkisstjórn Ekvadors hefur afturkallað umdeild lög sem kveða á um að niðurgreiðsla ríkisins á eldsneyti skuli hætt. Lagasetningin leiddi til mikilla mótmæla í höfuðborginni Quito sem varð til þess að forseti landsins og ríkisstjórn flúðu borgina. Ófremdarástand hefur ríkt í Quito síðustu daga. Tilkynningin um að afturkalla lögin kom eftir að sáttaviðleitanir milli stjórnvalda og leiðtoga frumbyggja sem hafa verið áberandi í mótmælunum báru ávöxt í gærkvöldi. Sameinuðu þjóðirnar og kaþólska kirkjan höfðu milligöngu um viðræðurnar. Mótmælin stóðu í nærri tvær vikur og kom forseti landsins, Lenín Moreno, á útgöngubanni í landinu sem herinn sá um að framfylgja. Samkvæmt samkomulaginu skal mótmælum hætt og skulu teknar upp viðræður um nýja löggjöf sem ætlað er að tryggja að niðurgreiðslur vegna eldsneytis séu ekki misnotaðar af aðilum sem smygla eldsneytisbirgðum til landsins frá nágrannaríkjum. Lagasetningin um að niðurgreiðslu á eldsneyti skuli hætt var unnin í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn með það að markmiði að draga úr fjárlagahalla og skuldum ríkissjóðs. Var hún til þess að verð á dísilolíu hækkaði um 120 prósent í landinu og bensíni um 30 prósent. Alls hafa sjö manns látið lífið og nærri 2.100 særst frá því að mótmælin hófust fyrir um tveimur vikum. Talið er að um fjórðungur íbúa Ekvador séu af frumbyggjaættum og búa í Andesfjöllum og Amasón. Sóttu þúsundir þeirra til höfuðborgarinnar í síðustu viku til að taka þátt í mótmælaaðgerðunum. Ekvador Tengdar fréttir Ekvadorski herinn vaktar götur höfuðborgarinnar Mikil og hörð mótmæli hafa geisað í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador undanfarna viku vegna hækkandi eldsneytisverðs. Ósáttir Ekvadorar hafa fyllt götur og stræti Quito og hafa ráðist að skrifstofum fjölmiðla og kveiktu í skrifstofu ríkisendurskoðanda Ekvador. 13. október 2019 13:51 Rýma forsetahöllina vegna eldsneytismótmæla Búið er að rýma forsetahöllina í Ekvador og hafa ráðherrar flúið höfuðborgina Quito. Búist er við að þúsundir muni halda til höfuðborgarinnar á morgun til að mótmæla ríkisstjórn landsins og hækkun eldsneytisverðs. 8. október 2019 10:59 Átta lögreglumenn teknir í gíslingu í Ekvador Víðtæk mótmæli standa enn yfir í Ekvador þar sem fólk krefst þess að niðurskurðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar verði hætt og að forsetinn Lenin Moreno segi af sér. 11. október 2019 08:30 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Sjá meira
Ríkisstjórn Ekvadors hefur afturkallað umdeild lög sem kveða á um að niðurgreiðsla ríkisins á eldsneyti skuli hætt. Lagasetningin leiddi til mikilla mótmæla í höfuðborginni Quito sem varð til þess að forseti landsins og ríkisstjórn flúðu borgina. Ófremdarástand hefur ríkt í Quito síðustu daga. Tilkynningin um að afturkalla lögin kom eftir að sáttaviðleitanir milli stjórnvalda og leiðtoga frumbyggja sem hafa verið áberandi í mótmælunum báru ávöxt í gærkvöldi. Sameinuðu þjóðirnar og kaþólska kirkjan höfðu milligöngu um viðræðurnar. Mótmælin stóðu í nærri tvær vikur og kom forseti landsins, Lenín Moreno, á útgöngubanni í landinu sem herinn sá um að framfylgja. Samkvæmt samkomulaginu skal mótmælum hætt og skulu teknar upp viðræður um nýja löggjöf sem ætlað er að tryggja að niðurgreiðslur vegna eldsneytis séu ekki misnotaðar af aðilum sem smygla eldsneytisbirgðum til landsins frá nágrannaríkjum. Lagasetningin um að niðurgreiðslu á eldsneyti skuli hætt var unnin í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn með það að markmiði að draga úr fjárlagahalla og skuldum ríkissjóðs. Var hún til þess að verð á dísilolíu hækkaði um 120 prósent í landinu og bensíni um 30 prósent. Alls hafa sjö manns látið lífið og nærri 2.100 særst frá því að mótmælin hófust fyrir um tveimur vikum. Talið er að um fjórðungur íbúa Ekvador séu af frumbyggjaættum og búa í Andesfjöllum og Amasón. Sóttu þúsundir þeirra til höfuðborgarinnar í síðustu viku til að taka þátt í mótmælaaðgerðunum.
Ekvador Tengdar fréttir Ekvadorski herinn vaktar götur höfuðborgarinnar Mikil og hörð mótmæli hafa geisað í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador undanfarna viku vegna hækkandi eldsneytisverðs. Ósáttir Ekvadorar hafa fyllt götur og stræti Quito og hafa ráðist að skrifstofum fjölmiðla og kveiktu í skrifstofu ríkisendurskoðanda Ekvador. 13. október 2019 13:51 Rýma forsetahöllina vegna eldsneytismótmæla Búið er að rýma forsetahöllina í Ekvador og hafa ráðherrar flúið höfuðborgina Quito. Búist er við að þúsundir muni halda til höfuðborgarinnar á morgun til að mótmæla ríkisstjórn landsins og hækkun eldsneytisverðs. 8. október 2019 10:59 Átta lögreglumenn teknir í gíslingu í Ekvador Víðtæk mótmæli standa enn yfir í Ekvador þar sem fólk krefst þess að niðurskurðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar verði hætt og að forsetinn Lenin Moreno segi af sér. 11. október 2019 08:30 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Sjá meira
Ekvadorski herinn vaktar götur höfuðborgarinnar Mikil og hörð mótmæli hafa geisað í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador undanfarna viku vegna hækkandi eldsneytisverðs. Ósáttir Ekvadorar hafa fyllt götur og stræti Quito og hafa ráðist að skrifstofum fjölmiðla og kveiktu í skrifstofu ríkisendurskoðanda Ekvador. 13. október 2019 13:51
Rýma forsetahöllina vegna eldsneytismótmæla Búið er að rýma forsetahöllina í Ekvador og hafa ráðherrar flúið höfuðborgina Quito. Búist er við að þúsundir muni halda til höfuðborgarinnar á morgun til að mótmæla ríkisstjórn landsins og hækkun eldsneytisverðs. 8. október 2019 10:59
Átta lögreglumenn teknir í gíslingu í Ekvador Víðtæk mótmæli standa enn yfir í Ekvador þar sem fólk krefst þess að niðurskurðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar verði hætt og að forsetinn Lenin Moreno segi af sér. 11. október 2019 08:30