Móðgaða þjóðin Óttar Guðmundsson skrifar 12. október 2019 13:45 Það er ekki auðvelt að vera uppistandari, greinahöfundur eða skopmyndateiknari þessa dagana. Menn eru sífellt að móðga einhvern sem fer beina leið á netmiðlana og ásakar viðkomandi fyrir rasisma, kvenfyrirlitningu, hommahatur eða afneitun á umhverfisvandanum. Netið hefnir sín síðan grimmilega á hverjum þeim sem ekki fylgir óskráðum leikreglum þess. Ísland á 17du og 18du öld var samfélag óttans. Drauga-, djöfla- og galdratrú var allsráðandi. Kirkjan hélt fólki í heljargreipum enda boðuðu klerkar ofurvald djöfulsins með tilheyrandi gífuryrðum. Öll afbrot voru dauðasyndir og djöfullinn sífellt á sálnaveiðum. Allt sem túlkast gat sem guðlast leiddi til félagslegrar útskúfunar. Í nútímasamfélagi er pólitískt rétt að vera stöðugt móðgaður fyrir hönd ofsóttra minni- og meirihlutahópa. Margir hoppa á vagninn og slást í för með hinum móðguðu á sama hátt og allur almenningur fyrri alda tók þátt í kirkjulegri skoðanakúgun. Þessi tíðarandi réttlátrar reiði gerir grófar svívirðingar og hótanir fullkomlega eðlilegar. Vídalínspostilla er safn gífurmæla til að halda fólki í viðjum óttans. Kommentakerfið er drullupollur skítkasts og illmælgi. Þetta þrengir tjáningarfrelsið enda er einungis ein skoðun leyfileg. Fullkomið húmorleysi er einkenni hinnar pólitískt rétthugsandi þjóðar. Hjónabandsráðgjafar tala oft um jarðsprengjusvæði í samskiptum hjóna sem ræður því hvað má segja (mjög lítið) og hvað má ekki segja (mjög mikið). Á sumum heimilum má einungis tala um veðrið. Íslenska þjóðin siglir inn í veruleika þar sem skoðanalögregla internetsins er búin að svipta stóran hluta hennar lífsgleði og kímnigáfu. Í staðinn er komin hneykslaða og móðgaða þjóðin sem verður leiðinlegri með hverjum deginum sem líður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun
Það er ekki auðvelt að vera uppistandari, greinahöfundur eða skopmyndateiknari þessa dagana. Menn eru sífellt að móðga einhvern sem fer beina leið á netmiðlana og ásakar viðkomandi fyrir rasisma, kvenfyrirlitningu, hommahatur eða afneitun á umhverfisvandanum. Netið hefnir sín síðan grimmilega á hverjum þeim sem ekki fylgir óskráðum leikreglum þess. Ísland á 17du og 18du öld var samfélag óttans. Drauga-, djöfla- og galdratrú var allsráðandi. Kirkjan hélt fólki í heljargreipum enda boðuðu klerkar ofurvald djöfulsins með tilheyrandi gífuryrðum. Öll afbrot voru dauðasyndir og djöfullinn sífellt á sálnaveiðum. Allt sem túlkast gat sem guðlast leiddi til félagslegrar útskúfunar. Í nútímasamfélagi er pólitískt rétt að vera stöðugt móðgaður fyrir hönd ofsóttra minni- og meirihlutahópa. Margir hoppa á vagninn og slást í för með hinum móðguðu á sama hátt og allur almenningur fyrri alda tók þátt í kirkjulegri skoðanakúgun. Þessi tíðarandi réttlátrar reiði gerir grófar svívirðingar og hótanir fullkomlega eðlilegar. Vídalínspostilla er safn gífurmæla til að halda fólki í viðjum óttans. Kommentakerfið er drullupollur skítkasts og illmælgi. Þetta þrengir tjáningarfrelsið enda er einungis ein skoðun leyfileg. Fullkomið húmorleysi er einkenni hinnar pólitískt rétthugsandi þjóðar. Hjónabandsráðgjafar tala oft um jarðsprengjusvæði í samskiptum hjóna sem ræður því hvað má segja (mjög lítið) og hvað má ekki segja (mjög mikið). Á sumum heimilum má einungis tala um veðrið. Íslenska þjóðin siglir inn í veruleika þar sem skoðanalögregla internetsins er búin að svipta stóran hluta hennar lífsgleði og kímnigáfu. Í staðinn er komin hneykslaða og móðgaða þjóðin sem verður leiðinlegri með hverjum deginum sem líður.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun