Hætti að handrukka þegar mamma greindist með krabbamein Stefán Árni Pálsson skrifar 10. október 2019 10:35 Birgir Hákon átti einn daginn tíu milljónir í peningum fyrir fíkniefnasölu. Hann var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann byrjaði í neyslu. Stuttu seinna var hann byrjaður að selja fíkniefni og handrukka þá sem ekki borguðu. Hann sveifst einskis. Það kom því flestum á óvart þegar hann sneri blaðinu algjörlega við. Það gerðist þegar móðir hans greindist með krabbamein. Frosti Logason hitti Birgi Hákon Guðlaugsson á dögunum og fékk að heyra mjög svo áhugaverða sögu hans í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég ólst svolítið upp í kringum þetta og á eldri bræður og þeir voru mikið í þessu. Ég var svolítið lagður í einelti í skóla og ég sá að bræður mínir beittu ofbeldi og ég hélt að það væri bara það sem maður gerði,“ segir Birgir. „Það virkaði fyrir mig og var mjög mikil lausn fyrir mig, að ég hélt allavega. Ég setti fólki bara mörk með ofbeldi.“ Og það varð snemma ljóst í hvað stefndi. „Mamma mín var búin að pikka í mig síðan ég var örugglega tíu ára að ef ég myndi byrja drekka eða nota eiturlyf yrði ég líklegast fíkill þar sem það er mikill alkóhólismi í fjölskyldunni. Ég byrjaði að drekka í kringum fimmtán ára og það var mikið stjórnleysi. Ég lenti mikið í útistöðum við lögregluna mjög ungur og fannst lögin ekki alltaf eiga við mig. Ég var svo stjórnlaus þegar ég var í glasi og notaði kókaín til að vera aðeins skýrari. Svo endar það þannig að maður verður stjórnlaus í því líka.“Þá hófst ferill Birgis Hákons í fíkniefnasölu. „Ég byrjaði sextán, sautján ára að selja fíkniefni í Breiðholtinu og það leið ekki langur tími þar til að ég var kominn með mikið af peningum. Mamma mín er öryrki og mikið veik og pabbi minn fíkill og ég hugsaði bara að ég þyrfti að redda mér einhvern veginn. Ég ætlaði aldrei að verða svona. Það ætlar enginn að verða ofbeldismaður og ógæfumaður. Fyrir mér var þetta bara ég að reyna lifa af.“ Í tónlistarmyndböndum Birgis má sjá mikið um skotvopn, slagsmál og eiturlyf, en tónlist hans snýst að miklu leyti um lífið í undirheimunum.Átti tíu milljónir í peningum „Tónlist er bara tjáning og ég segi frá minni reynslu og segi bara frá eins og þetta er. Þegar ég var tvítugur átti ég tíu milljónir í peningum. Ég hef grætt þrjár milljónir á einum mánuði. Aftur á móti þegar ég fór eitthvert var ég alltaf að líta í kringum mig og skoða hvaða bíll þetta væri og svo var ég að fela peningana og jafnvel fyrir sjálfum mér,“ segir Birgir Hákon. Hann mælir ekki með þessu lifnaðarhætti. „Í þessum heimi er mikið um gasbyssur með stálkúlum í sem eru kannski ekki alveg jafn hættulegar og venjuleg skammbyssa en samt alveg stórhættulegt og getur drepið. Ég hef bæði skotið úr svona og fengið svona skot í mig. Ég hef nokkrum sinnum verið í lífshættu. Þetta er ógeðslegur heimur og það sem þú sérð í fréttunum er bara brot af því sem gerist. Það eru ákveðin lög á götunni og þú ferð eftir því. Gróft ofbeldi er daglegt brauð þarna.“Móðir Birgis berst við fjórða stigs krabbamein.Og sá dagur kom að Birgir Hákon fékk nóg af líferni sínu og vildi breytingar. „Ég var búinn að vera í þessu mjög lengi og mér leið ekkert vel. Maður var bara með einhvern front að það væri allt í lagi. Enginn í þessum heimi er hamingjusamur. Ég fann minn botn í neyslunni,“ segir Birgir Hákon.Fetaði í fótspor Herra Hnetusmjörs „Mamma mín veiktist og ég gat ekki farið upp á spítala því ég var í neyslu og gat ekki verið til staðar fyrir fjölskylduna mína. Mamma mín fékk fjórða stigs krabbamein sem byrjaði í eitlum og dreifði sér út um allt. Það er ekki hægt að lækna það og var bara ákveðið raunveruleikapróf fyrir mig og ég fattaði að ég þyrfti að taka ábyrgð á eigin lífi. Ég reyndi fyrst að gera þetta bara fyrir hana en það gekk ekki. Ég þurfti sjálfur að vilja gera þetta fyrir mig. Vinur minn, Herra Hnetusmjör labbaði út úr partíi hjá mér og fór í meðferð. Ég man að það var mikill missir fyrir mig á þeim tíma og mér fannst mjög leiðinlegt að hann hafi ákveðið að fara þessa leið,“ segir Birgir. Þá fór hann að sjá að líf Herra Hnetusmjörs fór að blómstra og hann var mikið að reyna fá Birgi til þess að reyna hætta. „Einn daginn lá þannig á mér að ég var til í að fara hitta hann og fá einhverja hjálp. Stuttu seinna náði ég að verða edrú og leitaði mér viðeigandi hjálpar og geri það á hverjum degi.“ En það var ekki einfalt að hefja nýtt líf og því fylgdu margar áskoranir „Það var mjög erfitt fyrir mig að slíta tengsl og fara úr því að hafa miklar tekjur í það að hafa þær ekki. En ég lít ekki til baka í dag.“ Og nú hefur Birgir Hákon verið án vímuefna í meira en ár og segist svo sannarlega vera breyttur maður í dag.Sjá má umfjöllun Ísland í dag ofar í fréttinni en hér fyrir neðan er myndband við lagið Starmýri. Fíkn Ísland í dag Tónlist Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Hann var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann byrjaði í neyslu. Stuttu seinna var hann byrjaður að selja fíkniefni og handrukka þá sem ekki borguðu. Hann sveifst einskis. Það kom því flestum á óvart þegar hann sneri blaðinu algjörlega við. Það gerðist þegar móðir hans greindist með krabbamein. Frosti Logason hitti Birgi Hákon Guðlaugsson á dögunum og fékk að heyra mjög svo áhugaverða sögu hans í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég ólst svolítið upp í kringum þetta og á eldri bræður og þeir voru mikið í þessu. Ég var svolítið lagður í einelti í skóla og ég sá að bræður mínir beittu ofbeldi og ég hélt að það væri bara það sem maður gerði,“ segir Birgir. „Það virkaði fyrir mig og var mjög mikil lausn fyrir mig, að ég hélt allavega. Ég setti fólki bara mörk með ofbeldi.“ Og það varð snemma ljóst í hvað stefndi. „Mamma mín var búin að pikka í mig síðan ég var örugglega tíu ára að ef ég myndi byrja drekka eða nota eiturlyf yrði ég líklegast fíkill þar sem það er mikill alkóhólismi í fjölskyldunni. Ég byrjaði að drekka í kringum fimmtán ára og það var mikið stjórnleysi. Ég lenti mikið í útistöðum við lögregluna mjög ungur og fannst lögin ekki alltaf eiga við mig. Ég var svo stjórnlaus þegar ég var í glasi og notaði kókaín til að vera aðeins skýrari. Svo endar það þannig að maður verður stjórnlaus í því líka.“Þá hófst ferill Birgis Hákons í fíkniefnasölu. „Ég byrjaði sextán, sautján ára að selja fíkniefni í Breiðholtinu og það leið ekki langur tími þar til að ég var kominn með mikið af peningum. Mamma mín er öryrki og mikið veik og pabbi minn fíkill og ég hugsaði bara að ég þyrfti að redda mér einhvern veginn. Ég ætlaði aldrei að verða svona. Það ætlar enginn að verða ofbeldismaður og ógæfumaður. Fyrir mér var þetta bara ég að reyna lifa af.“ Í tónlistarmyndböndum Birgis má sjá mikið um skotvopn, slagsmál og eiturlyf, en tónlist hans snýst að miklu leyti um lífið í undirheimunum.Átti tíu milljónir í peningum „Tónlist er bara tjáning og ég segi frá minni reynslu og segi bara frá eins og þetta er. Þegar ég var tvítugur átti ég tíu milljónir í peningum. Ég hef grætt þrjár milljónir á einum mánuði. Aftur á móti þegar ég fór eitthvert var ég alltaf að líta í kringum mig og skoða hvaða bíll þetta væri og svo var ég að fela peningana og jafnvel fyrir sjálfum mér,“ segir Birgir Hákon. Hann mælir ekki með þessu lifnaðarhætti. „Í þessum heimi er mikið um gasbyssur með stálkúlum í sem eru kannski ekki alveg jafn hættulegar og venjuleg skammbyssa en samt alveg stórhættulegt og getur drepið. Ég hef bæði skotið úr svona og fengið svona skot í mig. Ég hef nokkrum sinnum verið í lífshættu. Þetta er ógeðslegur heimur og það sem þú sérð í fréttunum er bara brot af því sem gerist. Það eru ákveðin lög á götunni og þú ferð eftir því. Gróft ofbeldi er daglegt brauð þarna.“Móðir Birgis berst við fjórða stigs krabbamein.Og sá dagur kom að Birgir Hákon fékk nóg af líferni sínu og vildi breytingar. „Ég var búinn að vera í þessu mjög lengi og mér leið ekkert vel. Maður var bara með einhvern front að það væri allt í lagi. Enginn í þessum heimi er hamingjusamur. Ég fann minn botn í neyslunni,“ segir Birgir Hákon.Fetaði í fótspor Herra Hnetusmjörs „Mamma mín veiktist og ég gat ekki farið upp á spítala því ég var í neyslu og gat ekki verið til staðar fyrir fjölskylduna mína. Mamma mín fékk fjórða stigs krabbamein sem byrjaði í eitlum og dreifði sér út um allt. Það er ekki hægt að lækna það og var bara ákveðið raunveruleikapróf fyrir mig og ég fattaði að ég þyrfti að taka ábyrgð á eigin lífi. Ég reyndi fyrst að gera þetta bara fyrir hana en það gekk ekki. Ég þurfti sjálfur að vilja gera þetta fyrir mig. Vinur minn, Herra Hnetusmjör labbaði út úr partíi hjá mér og fór í meðferð. Ég man að það var mikill missir fyrir mig á þeim tíma og mér fannst mjög leiðinlegt að hann hafi ákveðið að fara þessa leið,“ segir Birgir. Þá fór hann að sjá að líf Herra Hnetusmjörs fór að blómstra og hann var mikið að reyna fá Birgi til þess að reyna hætta. „Einn daginn lá þannig á mér að ég var til í að fara hitta hann og fá einhverja hjálp. Stuttu seinna náði ég að verða edrú og leitaði mér viðeigandi hjálpar og geri það á hverjum degi.“ En það var ekki einfalt að hefja nýtt líf og því fylgdu margar áskoranir „Það var mjög erfitt fyrir mig að slíta tengsl og fara úr því að hafa miklar tekjur í það að hafa þær ekki. En ég lít ekki til baka í dag.“ Og nú hefur Birgir Hákon verið án vímuefna í meira en ár og segist svo sannarlega vera breyttur maður í dag.Sjá má umfjöllun Ísland í dag ofar í fréttinni en hér fyrir neðan er myndband við lagið Starmýri.
Fíkn Ísland í dag Tónlist Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“