Haraldur ekki áminntur því hann lofaði að gæta orða sinna Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2019 18:01 Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðuneytið áminnti Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, ekki vegna samskipta hans við rithöfund og fjölmiðlamann meðal annars vegna þess að Haraldur gekkst við misgjörðum sínum og áréttaði að hann myndi gæta orðnotkunar sinnar. Ríkislögreglustjóri sakaði mennina tvo um að bera ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn embættinu. Björn Jón Bragason, rithöfundur, og Sigurður Kolbeinsson, þáttastjórnandi á Hringbraut kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfa sem Haraldur sendi þeim á bréfsefni ríkislögreglustjóraembættisins í kjölfar umfjöllunar þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins. Sakaði Haraldur þá um ólögmæta meingerð með umfjölluninni. Ráðuneytið taldi það hafa verið ámælisvert af Haraldi að senda bréfin á bréfsefni embættisins. Í bréfi sem dómsmálaráðuneytið sendi umboðsmanni með skýringum sínum segir að óljóst hafi verið hvort verið væri að gæta hagsmuna embættisins eða persónu þeirra sem skrifuðu undir þau. „Þá var framsetning þeirra enn fremur villandi þar sem tveir fyrrverandi starfsmenn embættis ríkislögreglustjóra skrifuðu undir bréfin,“ segir í bréfi ráðuneytisins.Sigurður K. Kolbeinsson þáttastjórnandi hjá Hringbraut t.v. og Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna frá embætti ríkislögreglustjóra.Leit ásakanir Haraldar alvarlegum augum Haraldur var beðinn um skýringar á því í hverju meint ólögmæt meingerð Björns Jóns og Sigurðar hefði falist. Í bréfi ráðuneytisins til umboðsmanns kemur fram að svo virðist sem að ríkislögreglustjóri hafi misskilið ákvæði laga. Haraldur bar því við að hann hefði talað fyrir hönd embættisins en réttarverndin sem hann vísaði til nær aðeins til einstaklinga. „[L]ítur ráðuneytið það mjög alvarlegum augum að ríkislögreglustjóri skuli senda borgurunum bréf með fullyrðingum um ólögmæta háttsemi þeirra, án þess að með nokkrum hætti fáist séð að neinn lögmætur grundvöllur sé fyrir því að embættið setji fram slíkar athugasemdir,“ segir í bréfi ráðuneytisins. Ráðuneytið ákvað hins vegar að áminna Harald ekki í ljósi skýringa sem hann gaf og meðalhófsreglunnar. „Var það mat m.a. byggt á því að hann gekkst við misgjörðum sínum og áréttaði það til framtíðar að hann myndi gæta að orðanotkun í málum sem þessum,“ segir í bréfi ráðuneytisins. Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 25. september 2019 17:26 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið áminnti Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, ekki vegna samskipta hans við rithöfund og fjölmiðlamann meðal annars vegna þess að Haraldur gekkst við misgjörðum sínum og áréttaði að hann myndi gæta orðnotkunar sinnar. Ríkislögreglustjóri sakaði mennina tvo um að bera ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn embættinu. Björn Jón Bragason, rithöfundur, og Sigurður Kolbeinsson, þáttastjórnandi á Hringbraut kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfa sem Haraldur sendi þeim á bréfsefni ríkislögreglustjóraembættisins í kjölfar umfjöllunar þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins. Sakaði Haraldur þá um ólögmæta meingerð með umfjölluninni. Ráðuneytið taldi það hafa verið ámælisvert af Haraldi að senda bréfin á bréfsefni embættisins. Í bréfi sem dómsmálaráðuneytið sendi umboðsmanni með skýringum sínum segir að óljóst hafi verið hvort verið væri að gæta hagsmuna embættisins eða persónu þeirra sem skrifuðu undir þau. „Þá var framsetning þeirra enn fremur villandi þar sem tveir fyrrverandi starfsmenn embættis ríkislögreglustjóra skrifuðu undir bréfin,“ segir í bréfi ráðuneytisins.Sigurður K. Kolbeinsson þáttastjórnandi hjá Hringbraut t.v. og Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna frá embætti ríkislögreglustjóra.Leit ásakanir Haraldar alvarlegum augum Haraldur var beðinn um skýringar á því í hverju meint ólögmæt meingerð Björns Jóns og Sigurðar hefði falist. Í bréfi ráðuneytisins til umboðsmanns kemur fram að svo virðist sem að ríkislögreglustjóri hafi misskilið ákvæði laga. Haraldur bar því við að hann hefði talað fyrir hönd embættisins en réttarverndin sem hann vísaði til nær aðeins til einstaklinga. „[L]ítur ráðuneytið það mjög alvarlegum augum að ríkislögreglustjóri skuli senda borgurunum bréf með fullyrðingum um ólögmæta háttsemi þeirra, án þess að með nokkrum hætti fáist séð að neinn lögmætur grundvöllur sé fyrir því að embættið setji fram slíkar athugasemdir,“ segir í bréfi ráðuneytisins. Ráðuneytið ákvað hins vegar að áminna Harald ekki í ljósi skýringa sem hann gaf og meðalhófsreglunnar. „Var það mat m.a. byggt á því að hann gekkst við misgjörðum sínum og áréttaði það til framtíðar að hann myndi gæta að orðanotkun í málum sem þessum,“ segir í bréfi ráðuneytisins.
Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 25. september 2019 17:26 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 25. september 2019 17:26