Sigurður Steinar fallinn frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2019 10:47 Sigurður Steinar á síðasta degi sínum í vinnunni fyrir einu og hálfu ári. Vísir/Vilhelm Sigurður Steinar Ketilsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn. Hann lést á Landspítalanum þann 27. október síðastliðinn 71 árs gamall. Hann lætur eftir sig eiginkonu, tvo uppkomna syni og barnabörn. Sigurður var heiðraður í fyrra fyrir fimmtíu ára starf hjá Landhelgisgæslunni en hann hóf störf á eikarbátnum Maríu Júlíu sem háseti. Í þrjátíu ár starfaði hann sem skipherra á varðskipi og er sá starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem hefur unnið þar lengst. Skipstjóri og starfsmenn Landhelgisgæslunnar ásamt fulltrúum dómsmálaráðuneytisins, eiginkonu og fjölskyldu Sigurðar heiðruðu Sigurð á hans síðasta starfsdegi í apríl í fyrra með viðhöfn á Faxagarði. Sigurður Steinar á hans síðasta starfsdegi þar sem hann var heiðraður við mikla viðhöfn.Vísir/Vilhelm Sigurður stjórnaði og tók þátt í fjölda verkefna á vettvangi leitar og björgunar á ferli sínum, sigldi í öllum veðrum oft við erfiðar og krefjandi aðstæður og tók þátt í öllum helstu áskorunum sem Landhelgisgæslan hefur staðið frammi fyrir. Hann var einn af þeim sem kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar. Ein af fræknustu björgunum hennar var björgun níu manna áhafnar á Barðanum GK fyrir 31 ári við Snæfellsnes. Sigurður sagði í viðtali við fréttastofu fyrir tveimur árum að eftir þá björgun hafi fólk byrjað að trúa á starfsemi gæslunnar. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð.Vísir/Vilhelm „Síðan þá hefur þetta bara gengið vonum framar þessi þyrlustarfsemi nema nú þarf bara að fara að endurnýja og það má ekki bíða of lengi,“ sagði Sigurður. Aðspurður um hvað stóð upp úr á löngum ferli sagði Sigurður: „Það er alltaf náttúrulega björgun mannslífa sem stendur hæst. Það má ekki gleyma því hjá ungum manni að hafa verið í tveim þorskastríðum, 1972-3 og 1975-6. Svo er bara þessi fjölbreytta vinna, það er sama hvort það er á sjó eða landi.“ Sigurður var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu sumarið 2018. Andlát Landhelgisgæslan Þorskastríðin Tengdar fréttir „Aldrei fallið verk úr hendi" Sigurður Steinar Ketilsson lét af starfi sínu sem skipsherra hjá Landhelgisgæslunni eftir farsælan feril. 14. apríl 2018 17:58 Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Hafði áhyggjur af mönnunum um borð Flutningaskipið Hoffell kom til hafnar í Reykjavík síðdegis, en skipið varð vélarvana um helgina skammt undan Færeyjum. Varðskipið Þór dró það að landi. 15. janúar 2016 18:52 Slökkvilið og varðskipsmenn um borð í Fernöndu Sigurður Steinar Ketilsson skipherra á Þór segir ómögulegt að segja til um hvort enn leynist eldur í Fernöndu. 4. nóvember 2013 13:22 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Sigurður Steinar Ketilsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn. Hann lést á Landspítalanum þann 27. október síðastliðinn 71 árs gamall. Hann lætur eftir sig eiginkonu, tvo uppkomna syni og barnabörn. Sigurður var heiðraður í fyrra fyrir fimmtíu ára starf hjá Landhelgisgæslunni en hann hóf störf á eikarbátnum Maríu Júlíu sem háseti. Í þrjátíu ár starfaði hann sem skipherra á varðskipi og er sá starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem hefur unnið þar lengst. Skipstjóri og starfsmenn Landhelgisgæslunnar ásamt fulltrúum dómsmálaráðuneytisins, eiginkonu og fjölskyldu Sigurðar heiðruðu Sigurð á hans síðasta starfsdegi í apríl í fyrra með viðhöfn á Faxagarði. Sigurður Steinar á hans síðasta starfsdegi þar sem hann var heiðraður við mikla viðhöfn.Vísir/Vilhelm Sigurður stjórnaði og tók þátt í fjölda verkefna á vettvangi leitar og björgunar á ferli sínum, sigldi í öllum veðrum oft við erfiðar og krefjandi aðstæður og tók þátt í öllum helstu áskorunum sem Landhelgisgæslan hefur staðið frammi fyrir. Hann var einn af þeim sem kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar. Ein af fræknustu björgunum hennar var björgun níu manna áhafnar á Barðanum GK fyrir 31 ári við Snæfellsnes. Sigurður sagði í viðtali við fréttastofu fyrir tveimur árum að eftir þá björgun hafi fólk byrjað að trúa á starfsemi gæslunnar. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð.Vísir/Vilhelm „Síðan þá hefur þetta bara gengið vonum framar þessi þyrlustarfsemi nema nú þarf bara að fara að endurnýja og það má ekki bíða of lengi,“ sagði Sigurður. Aðspurður um hvað stóð upp úr á löngum ferli sagði Sigurður: „Það er alltaf náttúrulega björgun mannslífa sem stendur hæst. Það má ekki gleyma því hjá ungum manni að hafa verið í tveim þorskastríðum, 1972-3 og 1975-6. Svo er bara þessi fjölbreytta vinna, það er sama hvort það er á sjó eða landi.“ Sigurður var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu sumarið 2018.
Andlát Landhelgisgæslan Þorskastríðin Tengdar fréttir „Aldrei fallið verk úr hendi" Sigurður Steinar Ketilsson lét af starfi sínu sem skipsherra hjá Landhelgisgæslunni eftir farsælan feril. 14. apríl 2018 17:58 Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Hafði áhyggjur af mönnunum um borð Flutningaskipið Hoffell kom til hafnar í Reykjavík síðdegis, en skipið varð vélarvana um helgina skammt undan Færeyjum. Varðskipið Þór dró það að landi. 15. janúar 2016 18:52 Slökkvilið og varðskipsmenn um borð í Fernöndu Sigurður Steinar Ketilsson skipherra á Þór segir ómögulegt að segja til um hvort enn leynist eldur í Fernöndu. 4. nóvember 2013 13:22 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Aldrei fallið verk úr hendi" Sigurður Steinar Ketilsson lét af starfi sínu sem skipsherra hjá Landhelgisgæslunni eftir farsælan feril. 14. apríl 2018 17:58
Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35
Hafði áhyggjur af mönnunum um borð Flutningaskipið Hoffell kom til hafnar í Reykjavík síðdegis, en skipið varð vélarvana um helgina skammt undan Færeyjum. Varðskipið Þór dró það að landi. 15. janúar 2016 18:52
Slökkvilið og varðskipsmenn um borð í Fernöndu Sigurður Steinar Ketilsson skipherra á Þór segir ómögulegt að segja til um hvort enn leynist eldur í Fernöndu. 4. nóvember 2013 13:22
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent