Uppgjör: Hamilton sigrar en þarf að bíða eftir titlinum Bragi Þórðarson skrifar 28. október 2019 23:00 Sigurinn í Mexíkó var tíundi sigur Hamilton á árinu Getty Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í mexíkóska kappakstrinum um helgina. Með sigrinum er Hamilton aðeins fjórum stigum frá sínum sjötta heimsmeistaratitli í Formúlu 1. Keppnin í Mexíkó var sú átjánda af tuttugu og einni í ár og var kappakstur helgarinnar afar líflegur. Hamilton ræsti fjórði og voru vinningslíkur hans taldar afar litlar, sérstaklega þar sem Mercedes liðinu hefur gengið frekar illa í Mexíkó síðastliðin ár. Í ræsingunni þvingaði Sebastian Vettel Hamilton út á grasið og datt Bretinn því niður í fimmta sætið á fyrsta hring.Slagurinn var harður á fyrstu hringjum Mexíkó kappakstursinsGettyVerstappen of djarfur enn eina ferðinaMax Verstappen átti ekki góða helgi í Mexíkó. Eftir að hafa tryggt sér ráspólinn í tímatökum var honum refsað um þrjú sæti fyrir að aka of hratt undir gulum flöggum. Fyrir vikið ræsti Hollendingurinn þriðji og samstuð við Valtteri Bottas á fjórða hring varð til þess að Max sprengdi afturdekk og féll niður í síðasta sæti. Á blaðamannafundi eftir kappaksturinn voru allir ökumenn sammála um að framúrakstur Verstappen var algjörlega glórulaus. Að lokum endaði Max sjötti, gríðarlega svekkjandi í keppni sem Red Bull bíllinn var mjög samkeppnishæfur.Ferrari tapaði kappakstrinum á þjónustusvæðinuGettyFerrari með allt niðrum sigÞað varð ljóst á fjórða hring að Verstappen var ekki að fara vinna keppnina. Leit þá allt út fyrir nokkuð auðveldan sigur Ferrari er ökumenn liðsins sátu í fyrsta og öðru sæti og höfðu Ferrari bílarnir verið reglulega hraðari en Mercedes alla helgina. Ítalska liðið ákvað þá að láta Charles Leclerc stoppa tvisvar í dekkjaskipti þrátt fyrir að Hamilton ætlaði bara að stoppa einu sinni. Þessi ákvörðun var kolröng og til að bæta gráu ofan á svart tafðist Leclerc um 6 sekúndur í seinna stoppinu er liðsmenn hans voru of lengi að koma einu dekkinu undir Ferrari bílinn. Fyrir vikið endaði Leclerc í fjórða sæti eftir að hafa ræst á ráspól. Vettel stoppaði aðeins einu sinni rétt eins og Hamilton. En Þjóðverjinn stoppaði frekar seint og hafði bara möguleika á að nota hörðustu dekkin. Þegar Sebastian kom aftur út á brautina úr þjónustusvæðinu var Hamilton langt á undan, má því segja að Ferrari hafi gefið Bretanum sigurinn á silfurfati. Vettel endaði annar og Bottas þriðji. Úrslitin þýða að Hamilton vantar aðeins fjögur stig til viðbótar til að tryggja sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í Formúlu 1. Takist Bottas ekki að sigra í næstu keppni verður Lewis meistari í Bandaríkjunum. Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í mexíkóska kappakstrinum um helgina. Með sigrinum er Hamilton aðeins fjórum stigum frá sínum sjötta heimsmeistaratitli í Formúlu 1. Keppnin í Mexíkó var sú átjánda af tuttugu og einni í ár og var kappakstur helgarinnar afar líflegur. Hamilton ræsti fjórði og voru vinningslíkur hans taldar afar litlar, sérstaklega þar sem Mercedes liðinu hefur gengið frekar illa í Mexíkó síðastliðin ár. Í ræsingunni þvingaði Sebastian Vettel Hamilton út á grasið og datt Bretinn því niður í fimmta sætið á fyrsta hring.Slagurinn var harður á fyrstu hringjum Mexíkó kappakstursinsGettyVerstappen of djarfur enn eina ferðinaMax Verstappen átti ekki góða helgi í Mexíkó. Eftir að hafa tryggt sér ráspólinn í tímatökum var honum refsað um þrjú sæti fyrir að aka of hratt undir gulum flöggum. Fyrir vikið ræsti Hollendingurinn þriðji og samstuð við Valtteri Bottas á fjórða hring varð til þess að Max sprengdi afturdekk og féll niður í síðasta sæti. Á blaðamannafundi eftir kappaksturinn voru allir ökumenn sammála um að framúrakstur Verstappen var algjörlega glórulaus. Að lokum endaði Max sjötti, gríðarlega svekkjandi í keppni sem Red Bull bíllinn var mjög samkeppnishæfur.Ferrari tapaði kappakstrinum á þjónustusvæðinuGettyFerrari með allt niðrum sigÞað varð ljóst á fjórða hring að Verstappen var ekki að fara vinna keppnina. Leit þá allt út fyrir nokkuð auðveldan sigur Ferrari er ökumenn liðsins sátu í fyrsta og öðru sæti og höfðu Ferrari bílarnir verið reglulega hraðari en Mercedes alla helgina. Ítalska liðið ákvað þá að láta Charles Leclerc stoppa tvisvar í dekkjaskipti þrátt fyrir að Hamilton ætlaði bara að stoppa einu sinni. Þessi ákvörðun var kolröng og til að bæta gráu ofan á svart tafðist Leclerc um 6 sekúndur í seinna stoppinu er liðsmenn hans voru of lengi að koma einu dekkinu undir Ferrari bílinn. Fyrir vikið endaði Leclerc í fjórða sæti eftir að hafa ræst á ráspól. Vettel stoppaði aðeins einu sinni rétt eins og Hamilton. En Þjóðverjinn stoppaði frekar seint og hafði bara möguleika á að nota hörðustu dekkin. Þegar Sebastian kom aftur út á brautina úr þjónustusvæðinu var Hamilton langt á undan, má því segja að Ferrari hafi gefið Bretanum sigurinn á silfurfati. Vettel endaði annar og Bottas þriðji. Úrslitin þýða að Hamilton vantar aðeins fjögur stig til viðbótar til að tryggja sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í Formúlu 1. Takist Bottas ekki að sigra í næstu keppni verður Lewis meistari í Bandaríkjunum.
Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira